Organistablaðið - 01.09.1984, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.09.1984, Blaðsíða 10
prófessor Weyse varö ekki kosiö, til þess aö ganga frá lögunum, enda standa margar af raddsetningum hans óhaggaðar í þeim sálmalögum, sem á annað borð hafa haldist viö í íslenzkum kirkjusöng. Hinsvegar veröur Pétri Guðjohnsen ekki láð þaö, þótt hann notaði handritið með allri varúð og birti síðar mörg af lögunum í öðru gerfi en því, sem þau hafa verið í handritinu og hafnaði sumum alveg. Eg get ekki litið öðru vísi á, en að sú gagnrýni hafi verið réttmæt og nauðsynleg. Annað mál er það, hvort ekki hefði mátt taka upp einhver þessara sálmalaga í tveim myndum, þ.e.a.s. fummyndinni og þeirri sem lögin höfðu fengið á sig hér á landi. En slíkt gat þó aðeins komið til mála, ef hin íslenzka breyting á fornu, útlendu lagi hafði sjálfstætt og verulegt gildi. Að svo hafi verið í einstökum tilfellum, skal eg ekki fortaka, en eg þykist þó mega fullyrða að þau tilfelli hafi verið mjög fá. En hvernig sem litið er á þetta, er oss Islendingum ekki aðeins skylt að geyma nafn Weyse í heiðri og minnast tónskáldsins góða með þakklæti fyrir öll þau gullfögru lög frá hans eigin brjósti, sem vér höfum fengið mætur á, heldur einnig og ekki síst fyrir það verk sem hann vann í vorar þarfir sérstaklega — fyrir handritið að hinni fystu margrödduðu kóralbók handa íslendingum." Fyrir 40-50 árum hefur naumast verið hægt að gera betri grein fyrir Weyse-handritinu en prófessor Sigfús Einarsson gerir í útvarpsfyrirlestri sínum 1938. Nú er handritið komið í leitirnar heilt og óskaddað og sér ekki faut á því. Trúað gæti ég að við þá frétt hafi hýrnað yfir ýmsum sem við þessi mál fást — kirkjutónlist og tónlistarsögu. Ritið er, eins og Sigfús Einarsson segir „merkilegt gagn frá sögulegu sjónarmiði1' og það er „líka merkilegt frá listrænu sjónarmiði." — Enn er eitt sem gerir þetta rit merkilegt, en það er að það er svo fallegt að það má kallast dýrgripur. Rithöndin er fögur og greinileg og frágangur allur svo að ekki verður á betra kostið. Bæði þessi handrit, Weyses og Guðjohnsens eru á stærð mótlíka og það sem nú er kallað A4. — Handrit P.G. er í aflöngu broti — grallaraformi. Handrit Péturser laglína, bassi og tölusettir hljómar—Generalbassi, (eitt lag er með skrifaðri þriðju röddinni að auki). Yfir 8 lög er strikað með blýanti, en 4 eru skrifuð aftur breytt og stendur „Réttara" við 2 þeirra, en við eitt „Með öðrum hætti.“ Eitt lag sem er í dúr er endurritað í moll. Við nr. 41 stendur „Frá Kittels Choralbók N. 15” og við nr. 44 „Sjá Tucher, 375.“ Nefna má, þó að það skipti ekki miklu máli, að neðan við sum fyrstu lögin er lagið skrifað einraddað neðan við raddsetninguna. Og svo að aukreitis eru 8 lög í hdr. þ.á.m. Lofið Guð eftir Pétur Guðjohnsen, og eitt forspil — „intonation'* fyrir sálmi, ég giska á að það sé eftir P.G. Handrit Péturs er því ofurlítið meira en afrit. þau 5 lög í W.-handritinu sem eru ekki í P.G.-handritinu eru nr. 28. Oss ÍO ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.