Organistablaðið - 01.09.1984, Blaðsíða 22

Organistablaðið - 01.09.1984, Blaðsíða 22
Félagsfundur F.Í.O. Almennur félagsfundur F.Í.O. var hald- inn í Hvassaleitisskóla 26.3. 1984. Úrdráttur úr fundargerð: „Aðalumræðuefni: Afmælisár J.S. Bach, 1985. Formaður setti fund og kynnti áform Söngmálastjóra og stjórnar F.Í.O. um skipulega orgeltónleika á því ári og fram á 1986 þar sem leikin yrðu öll orgelverk J.S. Bach. Haukur Guðlaugsson kynnti nánar til- högum og svaraði fyrirspurnum frá fundar- mönnum, sem voru 14. Tóku þeir flestir til máls og lýstu allir sig fylgjandi hugmynd- inni. Þótt kosta hljóti mikið makk megum því samt fagna ef spila á Bastian J. Bach bráðum upp til agna. I umræðunum skýrði Marteinn H. Frið- riksson frá því að nýtt orgel yrði komið í Dómkirkjuna fyrir jól 1985. Aðspurður um afdrif þess gamla lýsti hann þeirri hug- mynd að selja það pípu fyrir pípu í minjagripi og fjármagna þannig að hluta kaupin á hinu nýja. Eigi vakti áform þetta neina hrifningu organista, en það gerði hins vegar eftirfarandi breytingartillaga: Marteinn segist svaka heppinn að sleppa nú við gamla kleppinn, en ætli kirkjan ei á hreppinn, öll má selja rauðu teppin. Marteinn tók þá óðar til máls og sagði tillöguna óþarfa þar sem örlög teppanna væru þegar ráðin. Þeim yrði öllum rúllað út úr kirkjunni við komu nýs hljóðfæris. Viðbrögð fundarmanna voru öll á einn veg og var bókuö sérstök hvatning til þess að eigi færi leynt er teppin yröu fjarlægð úr Dómkirkjunni svo að það gæti orðið öðrum til eftirbreytni. Sá organisti í Rvk. sem mestur er á velli lét eftirfarandi vísu berast nafnlausa til ritara: Dreyrarauður dregillinn Dómkirkjunni spillti. Um sveitir allar slæddist inn, sóknarnefndir villti. Rætt var um hvaða orgel kæmu til greina viö tónleikahaldið. Leist mönnum nú mun betur en áiur á Dómkirkjuna. Neskirkjuorgelinu var einkum fundið til foráttu að undanfarin ár hefur orðið að skorða blýant á milli stýritakkanna til að halda þeim í réttum skorðum. Á fundinum taldi Reynir Jónasson líkur á aö þetta yrði komið í lag 1985. En nú mun verða skipt um skjótt skal burt dregill rekinn og Reyni bráður betur rótt þá blýant burt er tekinn. Að gefnu tilefni lagði Haukur Guð- laugsson fram eftirfarandi tillögu sem var samþykkt samhljóða: „Fundur haldinn í F.l’.O. 26.3. 1984 mælist til þess að eigi sé gengið á hefðbundinn rétt organista til að velja lög við sálma. Prestar hafi þó tillögurétt en eigi úrslitavald í bessu efni.“ Fleira eigi rætt. ‘ Glúmur Gylfason, ritari Organistablaöiö Útg. Félag íslenskra organleikara Kristján Sigtryggsson ábm. Prentað í Borgarprent 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.