Organistablaðið - 01.10.1984, Síða 5

Organistablaðið - 01.10.1984, Síða 5
viö gjöfinni, þar sem þaö bjó við mikil þrengsli," sagöi Þór. „Og sennilega hefur orgeliö verið geymt á lofti Dómkirkjunnar allan þennan tíma. Þaö þarf að skoöa orgelið vel og hreinsa áöur en séö veröur hvort hægt er aö koma því saman. Sennilega þarf þaö mjög mikla viögerð og mikla endursmíði til þess, því mikið virðist vanta í þaö. Vonandi verður hægt að hafa það sem sýningargrip hér, svo ég tali nú ekki um ef tækist að spila á það. Þetta er mjög einfalt orgel með aðeins einu borði og engu fótspili og þykir mjög frumstætt miðað við það sem nú gerist og jafnvel þá, því orgel voru orðin mjög vönduð og fullkomin á þeim tíma.“ Einnig varflutt í Þjóðminjasafnið harmóníum það, sem kom í dómkirkjuna árið 1894. Þór Magnússon sagði að miklu minna vantaði í það. Einnig verður reynt að koma því upp í safninu, en það þykir ekki eins merkilegur gripur og pípuorgelið. Morgunbladið 7. nóvember 1984 Organistaskipti Langt er síðan organistaskipta hefur verið getið í blaðinu. Páll Kr. Pálsson hefur látið af störfum í Hafnarfjarðarkirkju. Helgi Bragason tók við störfum hans. Hann starfaði áður við Njarðvíkurkirkjur, Örn Falkner er nú organisti Njarðvíkurkirkna. Þorsteinn Gunnarsson hefur látið af störfum við Hvalsnes- og Útskála- kirkju. Frank Herlufsen var ráðinn í hans stað. Smári Ólason óskaði ekki eftir að halda áfram organistastörfum í Seljasókn. Violetta Smidova hefur verið ráðin í hans stað. Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum lét af störfum í Sauðárkrókskirkju. Guðrún Eyþórsdóttir tók við starfinu. Jón Mýrdal var ráðinn organisti við Árbæjarkirkju í stað Christinu Cortes. Sigríður Jónsdóttir gegnir organistastörfum í Laugarneskirkju, en þar hefur Gústaf Jóhannesson leyfi frá störfum. Jón Ólafur Sigurðsson er organisti Akraneskirkju. Hann tók þar við er Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri óskaði eftir að hætta. Jón Ólafur var áður við Egilsstaðakirkju. David Knowles er nú organisti þar. Guðrún Eyþórsdóttir var í Hnífsdal. Organisti þar er nú Stefanía Sigurgeirsdóttir. ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.