Organistablaðið - 01.10.1984, Side 15

Organistablaðið - 01.10.1984, Side 15
Nýtt orgel í Hrunakirkju Nú hefur veriö pantaö nýtt orgel í Hrunakirkju, en undanfarin ár hefur veriö notast viö lánsorgel. Fjársöfnun stendur nú yfir og hafa öll heimili í sókninni sýnt velvilja og rausn og gefið peninga í orgelsjóð. Einnig hafa aðrir velunnarar kirkjunnar sent áheit og minningargjafir. Hljóðfærið sem pantað hefur verið er danskt pípuorgel af minnstu gerð og mun falla mjög vel í ramma þessarar nær 120 ára gömlu kirkju. Vonast er til að fjáröflunin gangi það vel að hægt verði að spila á nýtt orgel í kirkjunni ájólum. S.H. Orgel Flateyrarkirkju í bréfi frá organista Flateyrarkirkju Emil R. Hjartarsyni kemur eftirfarandi fram. Síðan nýja orgelið kom í kirkjuna hafa tveir organistar leikið á það opinberlega. Kjartan Sigurjónsson á ísafirði lék þegar kvöldsamkoma var haldin í sambandi við héraðsfund ísafjarðarprófastsdæmis í byrjun september. Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri hélt tónleika í kirkjunni í lok september. Hann hafði aðstoðað söfnuðinn við orgelkaupin og er þakkað fyrir ómetanlega hjálp. Mikil ánægja ríkir með komu þessa hljóðfæris, stefnt er að eflingu kirkjukórs og auknum flutningi kirkjutónlistar í söfnuðinum. Þess má geta að sams konar orgel var keypt til Hríseyjar nú í sumar. ORGANISTABLAÐIÐ 1S

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.