Organistablaðið - 01.10.1984, Qupperneq 9

Organistablaðið - 01.10.1984, Qupperneq 9
Víst ertu dr. Hallgrímur... klár Ég er einn þeirra, sem les reglulega hið látlausa „músiktímarit" ORGANISTABLAÐIÐ. Blaðið er ekki síst sérstætt fyrir þær sakir að vera, að ég held, eina sértímaritið hér á landi sem fjallar um „klassíska" tónlist. Til þessa hefur verið flutt efni tekið fagmannlegum tökum eins og það heitir á vondu máli. Aldrei hefi ég þau 16 ár sem ég hefi blaðið augum litið, og hef ég lesið þau öll, rekist á það sem kalla mætti að gera lítið úr verkum látins manns, sem ekki verður til svara, allavegana ekki þessa heims. í 3. tbl. 16. árgangs sem út kom í desember 1983 kveður allt í einu við annan tón. Á ég þar við grein dr. Hallgríms Helgasonar, „Gömlu lögin og sálamsöngsbókin.“ í miðri greininni víkur greinarhöfundur að útsetningu dr. Páls ísólfssonar á því sem greinarhöfundur nefnir „gamalt grallaralag, Víst ert þú, Jesús kóngur klár,“ og fjallar það sem eftir lifir greinarinnar um þessa útsetningu nánast eins og hann hafi festst við þessa einu útsetningu þegar penninn bar hann á þá leið. Ekki fer á milli mála að greinarhöfundur telur að lesendur blaðsins viti lítil deili á dr. Páli sbr.: „Páll var um langt skeið forvígismaður íslenskra tónlistarmála, dómorganisti, skólastjóri og tónlistar- stjóri. Sem tónskáld samdi hann smærri og stærri verk (Alþingishátíðar- kantata), sem mörg hafa náð talsverðri útbreiðslu innanlands," (undirstrik- anir mínar). Dr. Hallgrímur þarf ekki að fræða lesendur Organistablaðsins um dr. Pál. Dr. Páll þarfnast ekki dr. Hallgríms til þess. Hvað greinarhöfundur á við með orðinu „talsverðri" veit ég ekki, þar sem ég þekki ekki til orðaskilnings hans. Hins vegar virðist hann ekki vita eöa vilja viðurkenna að dr. Páll var eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar og einnig að mörg af lögum hans, ekki síst smálögin, eru á hvers manns vörum. Hvað snertir útbreiðslu innanlands skal ennfremur á það bent og það hlýtur greinarhöfundur að vita að nokkur orgelverka dr. Páls eru leikin utanlands og ekki eingöngu af íslenskum organistum, heldur og erlendum. Um útsetningu dr. Páls á sálmalaginu, Víst ert þú Jesús kóngur klár, ætla ég ekki að fjalla hér, enda ekki í stakk búinn til þess sakir skorts á þekkingu. Hafa mér færari menn gert sig að fíflum með ýmiss konar fræðilegum útskýringum. Eitt veit ég þó að dr. Páll taldi sig aldrei hafa verið að stílfæra lagið til „samræmis við uppruna sinn“ og aldrei heyrði ég dr. Pál halda því fram að hann væri það sem sumir kalla þjóðlegt tónskáld, hvað svo sem það þýðir þegar í hlut á tónlist á Islandi. Einhver kynni að spyrja hví ég sé að setja ofanritað á blað. Hvers vegna ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.