Organistablaðið - 01.10.1984, Blaðsíða 1

Organistablaðið - 01.10.1984, Blaðsíða 1
ORGANISTABIADIÐ Kirkjusöngur og Messuform Hver skyldi vera orsök þess, að almennar messur eru yfirleitt verr sóttar nú til dags en var hér á árum áður? Með útgáfu á Messusöngvum Sigfúsar Einarssonar má segja, að brotið hafi verið blað í sögu messunnar, svo segja má að þá væri hún komin í þann glæsilega búning, sem best hæfir henni í bráð og lengd og þannig varð hún rótföst í hug og hjartafólksins um margra áratuga skeið. Mjög margt fólk sækir kirkju ekki síður vegna söngsins en ræðu prestsins, þó góð sé. Allur kirkjusöngur á að vera fjórraddaður með orgelspili (forsöngvarar tilheyra fortíðinni). Nú hefur þannig breyting verið gerð á messuforminu, að hún er þess mest valdandi að stór hópurfólks, sem áður sótti kirkjur, finnst hann vera lokaður úti. Þessi breyting bitnar harðast á því fólki sem komið er um og yfir miðjan aldur og frá barnæsku gafst kostur á að hlýða á messuna flutta í sínum fagra, látlausa búningi. Það er þetta fólk, sem ekki kann að meta þetta víxlstagl í hverri messu, eins og „Miskunnarbæn" og fleira í þeim dúr. Ég gaf mig á tal við mann um daginn og bað hann að segja mér, hvort hann hefði hlustað á tiltekna útvarpsmessu sem verið hafði nokkru áður. Hann svaraði þvi svona: „Ég ætlaði að hlusta á þessa messu og skrúfaði frá viðtækinu, en þá heyrði ég fljótlega, að þetta var ein af þessum nýmóðins messum, með einradda söng, og stagli, svo ég var fljótur að skrúfa fyrir.“ Það munu nokkuö margir vera sama sinnis, því miður, þegar um þessi nýju messuform er að ræða. Mörgum finnst það minna sig á valdslega skipun þegar presturinn segir: „Biðjum," finnst eins og það feli í sér meiri auðmýkt að segja: „Vér viljum biðja." Það eiga svo margir erfitt með að venjast því sem nýtt er þegar þeir geta ekki fundið að það sé til hins betra.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.