Organistablaðið - 01.10.1984, Qupperneq 10

Organistablaðið - 01.10.1984, Qupperneq 10
mega menn ekki gagnrýna þau lög og þær útsetningar, sem þeir vilja. Ástæöan er einföld. Ég hefi alltof lengi horft upp á þaö að dr. Hallgrími liðist svaralaust aö gera sem minnst úr tónsmíðum dr. Páls og öllu hans tónlistarstarfi. Ekki veit ég af hvaða hvötum dr. Hallgrímur telur sig knúinn til þessara verka. Sjálfsagt eru til skýringar á því en þær réttlæta ekki að maður sem fór með eitt af æðstu tónlistarembættum landsins reyni að ófrægja starf þess íslendings, sem þjóðin hefir dæmt sem einn sinn besta og merkasta son. Dr. Páll var umdeildur, svo er ailtaf um menn hans gerðar. Mér eru hins vegar minnisstæð ummæli þess (slendings, sem ég tel á seinni árum hafa lagt hvað mest til tónlistarmála hér á landi og unnið ómetanlegt starf. Þar á ég við Ingólf Guðbrandsson, söngstjóra. Hann sagði mér, að þegartónlistar- forusta landsins með yfirmenn menntamála í fararbroddi hefðu reynt að þegja Pólyfónkórinn í hel, hefði dr. Páll staðið sem klettur við hlið sér með hvatningum, ávallt reiðubúinn til hjálpar og undirleiks. Ef til vill hefur dr. Páll haft hæfileika til þess að leggja dóm á það, sem var einhvers virði en ekki skap til þess að eyða kröftum í hluti sem hann mat ekki fyrirhafnarinnar virði. Dr. Páll var, eins og þeir sem hann þekktu vita, hreinskilinn maður. íslensk tónlistarsaga verður ekki rakin án þess að dr. Páls sé rækilega getið, þótt það verði ekki séð í þeirri sögu, sem dr. Hallgrímur hefurskráð. Engum dytti t.d. í hug að skrá heimstónlistarsöguna án ítarlegrar greinargerðar um Beethoven og skipti ekki nokkru máli hvaða álit höfundur hefði á tónlist hans. Ætli fræðimenn sér að verða teknir alvarlega og eigi fræðin að verða trúverðug mega þeir hinir sömu ekki falla í þann brunn að láta óvild stýra penna. Megi dr. Hallgrími auðnast að byrgja þann brunn. Hafnarfirði í desember 1984 Ingimar Sigurðsson, lögfrœðingur Organistablaðið Útg. Félag íslenskra organleikara Formaður: Kristján Sigtryggsson, gjaldkeri Orthulf Prunner ritari: Glúmur Gylfason Afgreiðslumaður blaðsins: Þorvaldur Björnsson Efstasundi 37 R. Prentað í Borgarprent. Kristján Sigtryggsson ábm. ÍO ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.