Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1952, Page 3

Skólablaðið - 01.05.1952, Page 3
GEFIÐ Ú T í M'ENNTASKÓLANU M í R EYKJAVl K Maí 1952 5. tölublað 27. órgangur Grétar Ragnarsson fæddist að Lokinhömrum í Arn- arfirði 10. janúar 1933. Foreldrar hans voru þau hjónin Kristín Sveinbjarnardóttir og Ragnar Guð- mundsson bóndi þar. Ólst hann upp í föðurgarði og þóti snemma efnispiltur. Var hann því settur til mennta og lauk landsprófi frá Núpsskóla 1949. Haustið 1950 settist Grétar í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Stundaði hann þar nám, þar til skömtnu fyrir síðustu áramót, er hann lagðíst inn á sjúkrahús vegna minni- háttar læknisaðgerðar. En upp úr þeirri legu stóð hann aldrei, því að brátt kom í ljós, að hann var haldinn banvænum sjúkdómi. Grétar lézt á Landsspítalanum þann 13. marz s. 1. Við mannanna börn skiljum ekki rök tilverunnar. Við vitum að vísu þá fornu staðreynd, að eitt sinn skal hver deyja. En þegar dauðinn ber dyra, finnst okkur samt oftast hann koma að óvörum, og við eig- um bágt með að sætta okkur við að missa af því, sem okkur finnst lífið geta veitt. Það er sárt, þegar ungur piltur, sem framtíðin blasir brosandi við, fellur í valinn. En lífið verður ekki mælt í árum einum eingöngu. Jónas kvað: Hvað er langlífi? lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf. Margoft tvítugur meira hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði. Og hver veit nema hlutskipti Grétars hafi verið betra en okkar allra hinna. Hann átti ævina stutta, en göf- uga. Þau kynni, sem við höfðum af Grétari voru skamm- vinn. Þó skilja þau eftir ljúfar minningar. 1 hug okk- ar hefur greypzt mynd góðs félaga. Hann var prúður og dagfarshægur og lét lítið yfir sér, en þó greiðvik- inn og vingjarnlegur. Fyrir þá sök varð öllum hlýtt til hans. Hann var gæddur góðum gáfum og gekk vel nám- ið. Svipurinn var bjartur og hreinn og ofur góðlegur. Við þökkum þér, Grétar, fyrir samfylgdina. SKÓLABLAÐIÐ 3

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.