Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1952, Page 5

Skólablaðið - 01.05.1952, Page 5
nöldur að miklu leyti tilraun æskumannsins að fela tilfinningar sínar, því að öll vitum við vel, hvað þessi skóli hefur gert fyrir okkur og eigum eftir að skilja það miklu betur síðar á lífsleiðinni. Það virðist mjög í tízku að gera lítið úr því lær- dómsnesti, sem skólinn lætur okkur í té, enda má vera, að námsbókavizkan dugi okkur illa á prófum og tíl muna verr í lífsbaráttunni, en hinu megum við ekki gleyma, að við lærum hér að vinna og sætta okkur við aga og sljórn. Skóli okkar er lítið samfélag, þar sem við öðlumst félagsþroska, lærum að vinna saman og kynnumst mannlegu eðli. Við lærum að tala á mál- fundum, treystum vináttuböndin á skemmtunum og samkomum, og fyrstu ljóðin okkar fá inni í Skólablað- inu. Við lærum að taka ósigrum og velgengni með jafnaðargeði, taka tillit til tilfinninga og hagsmuna annarra og sjáum betur og betur við lestur námsbók- anna, hve óendanlega lítið við vitum í raun og veru. Skáldið Stephan G. Stephansson segir: Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, baga hönd, hjartað sanna og góða. Þetta er sú menntun, sem okkur verður notadrýgst, og við erum stoltir yfir því að hafa verið nemendur skóla, sem hafði slíka menntun að bjóða í ríkum mæli. Þetta gamla hús geymir spor kynslóðanna, og við höf- um átt því láni að fagna að kynnast hér gömlum trad- itionum og fornum menntaskólaanda, sem hvergi er völ annars staðar, en tengir okkur íslenzkri menningu traustari böndum en ella. Enn er ótalinn hinn dýrmæti fjársjóður minning- anna, sem við getum gripið svo oft til síðar, þegar syrtir að eða í glaðværum kunningjahópi. Kátbrosleg atvik úr kennslustundum, ótrúlegustu mistök hinna há- lærðu kennara og fjarstæðukenndar þýðingar og skýr- ingar nemenda eiga eftir að ylja okkur um hjartarætur ótal sinnum. Seint mun okkur gleymast, þegar einn hinna ágætu lærifeðra var að taka upp og sagði: Nei, ekki þér, heldur þér þarna fyrir aftan yður! Slík gull- korn geymast betur en latnesk spakmæli, enda þótt þau séu allífseig, jafnvel í munni stærðfræðideildarnema. Gangaslagir og hvers kyns óeirðir fá ævintýraljóma, þegar árin líða, og virðulegir og næsta friðsamir em- bættismenn minnast þess af stolti, hve fast þeir stóðu fyrir í bendunum, hopuðu jafnvel ekki af hólmi, fyrr en einhver kennaranna gerðist svo framtakssamur að kæla blóðið í óróaseggjunum með því að bera á þá vatn. Og svo voru dansæfingar, selsferðir og bekkjar- ferðalög. Ótæmandi uppspretta skrítnustu og ævin- týralegustu atvika, broslegra óhappa og skemmtilegra erfiðleika. Kvöldvökur og hrollvekjandi draugasögur í selinu, undursamleg afrek í þolsön^ á ferðalögum, því miður stundum nokkuð á kostnað raddfegurðar, allt þetta og margt fleira gerir menntaskólaárin eitt hið dásamlegasta tímabil ævi okkar. Við fundum þetta bezt á haustin eftir sumarlanga fjarveru. Við bókstaf- lega hlökkuðum til að byrja að nýju og var jafvnel ekkert illa við bækurnar, sem venjulega voru ímynd erkióvinarins. Kennararnir voru stundum hreint ekki svo afleitir. Við kunnum vel að mela kúluvarps- og göngufrí, svo að ekki sé minnzt á tannpínuna og nefndarstörfin, sem virtust hlaðast á okkur. Margur kennarinn hlvtur að hafa andvarpað og hugsað með sér: Mikið hafa þess- ir vesalings nemendur að gera! Á slíkum stundum var þakklæti okkar til blessaðra kennaranna svo mikið, að við töldum ekki eftir okkur að skjótast niður í Freyju og drekka þeirra skál í Coca-cola, bramalífselixír 20. aldarinnar. Þannig finnum við mergð skemmtilegra minninga, er við látum hugann reika, og skólinn verð- ur okkur kærar æskustöðvar, líkt og fjalladalurinn og bergvatnsáin íslenzkum bóndasyni, þótt hann leggi land undir fót og gisti erlendar þjóðir. ★ Dimittendar! Þessi skóli hefur verið okkur heimili og menntgjafi á þroskaárum okkar. Við megum ekki gleyma skyldum okkar við hann og þjóðfélagið. Ef við öðlumst síðar aðstöðu til þess að hafa áhrif á gang málanna, hljótum við að minnast jiessarar gömlu menntastofnunar, búa henni sem bezt starfsskilyrði og gera veg hennar sem mestan með því að sýna það i verki, að við séum sannir menntaskólanemendur og nýtir þjóðfélagsþegnar. Framtíðin brosir ekki eins við okkur og þeim dittendum, sem kvöddu skólann um það bil sem við komum í hann. Úlfúð og styrjaldir ógna heimsmenningunni, og velgengni undanfarinna ára hossar ekki lengur okkar litlu þjóð. Islenzkri menn- ingu og þjóðareinkennum er geigvænlega hætta búin sökum erlendra áhrifa úr ýmsum áttum. Það er skylda okkar sem menntamanna að standa vörð um þann menningararf, eem þrautpíndir forfeður varðveittu þrátt fyrir kúgun og niðurlægingu, úr hvaða átt, sem hættan steðjaði að. Eigum við að þola þann dóm sög- SKÓLABLAÐIÐ 5

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.