Skólablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 8
ur, tautaði hann hálfhátt, um leið og hann sneri sér
við. Hann settist ekki aftur, heldur lagðist fyrir á
bekknum og reyndi að kúra. En hann var blautur og
svangur og auk þess ekki syfjaður. Brátt reis hann upp
við dogg, seildist með höndina undir bekkinn og greip
þaðan stóra flösku. Þetta var vafalaust í hundraðasta
skipti, sem hann bar tóma flöskuna upp að vörunum.
Hann varp öndinni mæðulega: ekki einu sinni lögg til
þess að hressa sig á í þessum kulda. Þetta var ljóta
lífið að eiga hvergi heimili og flakka svona um. En
þannig hafði þetta verið í fjöl mörg ár og þannig hlaut
það að vera; öðru vísi gat það ekki verið. Hann lagðist
út af aftur og breiddi vendilega yfir sig vota ábreið-
una. Já, svona hafði þetta verið lengi. Nú var óralangt
um liðið, síðan hann yfirgaf æskustöðvar sínar að
fullu og öllu, en samt fannst honum, nú orðið, þelta
alls ekki vera svo langur tími. Það var svo undarlegt,
hvað hann var farinn að hugsa mikið um æsku sína
nú upp á síðkastið. Það var honum nautn að rifja upp
gamlar minningar, einkanlega um móður sína og
bernskuheimili. Þar hafði honum liðið vel og flestir
verið honum góðir. Atvik sem hann hafði löngu gleymt,
birtust nú skýr og heillandi á blikfleti meðvitundarinn-
ar. Hann mundi bezt eftir móður sinni, þar sem hún
stóð í eldhúsinu og sýslaði við mat. Hann og hin börn-
in léku sér í kringum hana með ærslum og hlálri. í
þá daga þurfti hann aldrei að svella. Hungrið skar
hann nú enn sárar að innan, þegar hann minntist mat-
ar, og hann var kominn á fremsta hlunn með að rísa
á fætur og halda til bæjarins. En minningar báru hann
aftur ofurliði, og hann hélt áfram að seiða löngu
liðna atburði fram í hugann. Þær birtust, stöldruðu við
andartak og hurfu síðan út í rökkrið og veðurgnýinn.
Hann mundi ekki eins vel eftir föður sínum og móður
sinni; honum hafði alltaf staðið einhver stuggur af hon-
um. Faðir hans hafði janfan verið dulur og fáskiptinn
og aðeins talað við hann endrum og eins og þá alltaf
um eitthvað hversdagslegt. Nú datt honum í hug fyrrta
sjóferðin, sem hann hafði farið einn. Það var þegar
hann var pínulítill labbakútur og stalst út á sjó á
bátskrifli einn síns liðs og komst með mestu naumind-
um í land. Faðir hans varð foxareiður og hýddi hann
ærlega. Þá hafði móðir hans tekið hann í faðm sér,
þerrað tárin á svuntunni sinni og talað svo blíðlega
til hans. Já, þá leið honum vel. En nú var móðir hans
löngu komin undir græna torfu. Hann hnipraði sig
fastar saman undir teppinu, ætlaði þessu bannsettu
veðri aldrei að létta. Nú fór að sortna yfir minning-
unum eftir því sem hann kom nær nútímanum. Faðir
hans hafði sent hann til Revkjavíkur gegn hans eigin
vilja til að læra. Sjómennskan var alltaf hans draum-
um. Eftir að hann fór til Reykjavíkur, sá hann móður
sína aldrei. Ókunn kona kom í staðinn og við hana voru
tengdar allt aðrar minningar en móður hans. Þær
minningar voru sárari og tregafyllri. Hann sá hana
fyrir sér á dansleikum, þar sem þau hittust fyrst. Hann
ryfjaði upp kvöldið góða, giftinguna og allt það. Það
fór öðru vísi en hann hafði vonað, en ekki tjóaði að
hugsa um það núna.
Nú var sulturinn farinn að þjá hann ónotalega.
Hann varð að lalla í bæinn og reyna að hitta einhvern
kunningjanna. Teppið, sem hann hafði ofan á sér,
var orðið rennvott, og gamli maðurinn reis á fætur.
Ofan af snaga tók hann gamlan frakka, klæddi sig í
og gekk að dyrunum. En sem hann ætlaði að opna
hurðina staðnæmdist hann. Það var einsog hann væri
að hugsa sig um, hvort hann hefði ekki gleymt ein-
hverju. Hann sneri við og gekk að kistlinum. Hann opn-
aði kistilinn og tók úr honum fimmkrónaseðil. Það
sakaði ekki að taka hann með. Síðan breiddi hann
teppið vandlega yfir bekkinn, slökkti á olíuvélinni og
gekk út. Hann bisaði nokkra stund við að koma stór-
um steinum fyrir dyrnar, svo vindurinn feykti ekki
upphurðinni, á meðan hann væri í burtu. Svo sveipaði
hann frakkadruslunni fast að sér og arkaði af stað
áleiðis til bæjarins.
Hann var fjandi hvass núna. Sterkar blés hann samt
oft á sjónum í eina tíð. En þá var hann ungur og enn í
fullu fjöri. Og gaman hafði verið í hafnarbæjunum
úti, þá gat maður þó drukkið reglulegt vín, en þurfti
ekki að þamba þetta óyndisspritt. Stúlkurnar voru líka
skrambi fjörugur á stundum. Hann mundi vel eftir
kránum. Þar var oft gleði og glaumur og siðprýðin
ekki allt af í sem beztu lagi. Nú minnlist hann einnig
kerlinganna, sem höfðu í fyrra hýst hann og viljað
fá hann til að elbka guð og frelsast. En hann hafði
aldrei viljað þýðast guð og aldrei beðið til guðs.
Kannske var hann honum reiður. Annars var bezt
að hugsa sem minnst um guð. Það gat enginn skilið
í honum nema prestar og lærðir menn.
Gamli maðurinn öslaði áfram í bleytu og aur.
Skórnir hans voru og gegnsósa af vatni og það
bullaði í við hvert skref. Stór bíll ók fram hjá og
slétti út frakkann hans. Gamli maðurinn brosti. Þeir
höfðu ekki skvett svona á hann í fyrra fyrir kosn-
inguna, þegar þeir komu og tsóttu hann. Það var hálf-
um mánuði fyrir kosningu, að maður hafði komið til
hans' og spurt, hvort hann vildi fá vinnu upp í sveit.
Jú, hvort hann vildi það. Síðan óku þeir honum í
lúxusbíl, fóru með hann inn á einhverja skrifstofu
8 SKÓLABLAÐIÐ