Skólablaðið - 01.05.1952, Side 9
og sögðu að fyrst yrði hann að kjósa. Þeir gáfu hor-
um vindil og konjak og lítill maður og grannur hélt
ræðustúf og spurði, hvort hann vildi ekki kjósa
ákveðinn flokk. Hann jankaði því strax, honum stóð
nákvæmlega á sama um alla þessa flokka. Einu sinni
sem oftar þegar hann hafði verið atvinnulaus hafði
hann kosið flokk, sem þóttist ætla að veita öllum
atvinnu. En nú var hann búinn að vera atvinnulaus
í mörg ár, svo að hann var orðinn úrkula vonar um
atvinnu þaðan! Svo fór hann upp í sveit, en kom víst
allt of fljótt aftur: daginn fyrir kosningar. Að minnsta
kosti urðu þeir að aka honum aftur upp á skrifstofu á
kosningardaginn og opna umslagið, sem atkvæðið hans
var geymt í. Hann brosti með sjálfum sér. Þá höfðu
þeir verið stimamjúkir þessir fínu herrar og gefið
honum vindla og vín. Síðan hafði hann ekki bragðað
almennilegt vín svo heitið gæti.
Hann var nú kominn til bæjarins. Hér var ekki
eins hvasst. Honum hafði hitnað á görigunni, svo
hann hneppti frá sér frakkanum. Brátt kom hann að
húsi kunningja síns. Hann gekk upp stórar tröppur,
gegnum myrkan gang og staðnæmdist fyrir framan dyr
innarlega í ganginum og drap á dyr Enginn anzaði.
Hann bankaði aftur, en allt fór á sömu leið. Hann gekk
út þungum skrefum. Nú fyrst var hungrið byrjað að
kvelja hann verulega. Þetta var ljóta lífið. En ekki var
það betra á hælinu vínlaus. Samt gátu þeir stundum
snuðað starfsfólkið. Hann brosti þrátt fyrir sullinn,
þegar honum varð hugsað til þesis, er hann gekk sæt-
kenndur í hálfan mánuð samfleytt um hælið án þess
að nokkur tæki eftir.
Af gömlum vana gekk hann niður á höfn. Við
bryggjuna lágu skipin ferðbúin. Bara hann mætti nú
sigla með þeim einu sinni enn og njóta þeirrar ánægju,
sem sjómennskan hefur fram að bjóða. Hann gekk fram
á bryggjusporðinn og leit niður í sjóinn. Hvítfextar
öldurnar teygðu armana upp til hans, en náðu samt
ekki alla leið. Gamalkunnugt gljáfrið í öldunum hafði
sefjandi og áfeng áhrif á hann og honum fannst það
hljóma eins og tungutak í eyrum sér. Var ekki einhver
að kalla á hann? Þar var kyrrt og þyturinn í storm-
inum var eirisog hátt fyrir ofan hann. Hann starði á
öldutoppana, sem smám saman tóku á sig nýjar mynd-
ir. Hann sá nú móður sína gömlu, föður og systkini,
veðurbitna sjómenn, sviðknæpu í stórborg, gamla og
nýja kunningja, barnið sitt og eiginkonu ,sem breiddi
út faðminn á móti honum og hvíslaði svo undurblítt
eins og í fjarska: komdu. Hann rétti fram höndina og
hugðist faðma allt að sér. Öldurnar skvettust hærra
upp á bryggjuna og urðu enn hvítfextari en áður.
c/uni
( byltingarljóð)
Kaldir era frostsins fjötrar.
falla þétt að harðri foldu.
Storðin fyrir stormum nötrar.
starir máni á dauðans ríki,
glottir kalt við gróðurs líki,
grösum, er ei hjarnið þoldu
og hjáfra skelfd að fósturmoldu.
Dýra og jurta þyrping þynnist.
þögnin fyllir sviðið auða.
Línhvít jörð við myrkur minnist,
mœtast kraftar lífs og dauða,
því heiflar eldur undir funar
upp mót lofli trylltur brunar:
fjötur hvern á foldu að sprengja,
er fjöri jarðar andann þrengja.
Freðna skurn í sundur slítur,
slengir björgum hátt í geiminn.
Klakasteyptar borgir brýtur.
byltir, tœtir feigðarheiminn,
Dauðamörk í djúpið sogar,
í dýrðarbjarma foldin logar,
nú jarðarkraftur jrelsi fagnar
með fimbulraust um ríki þagnar.
Dæmon.
Síðan hvarf allt í samt lag aftur. Ekkert hljóð heyrðist
utan gljáfrið í öldunum, smellirnir þegar skipshliðarn-
ar slógust upp að bryggjunni og garg í máfum. Ægir
hafði gleypt son sinn. En vonandi aka góðfúsir veg-
farendur um vegi himnaríkis, sem kasta tómum flösk-
um úr glöðum hóp handa gömlum karli að tína.
E. II. E.
SKÓLABLAÐIÐ 9