Skólablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 10
Drengir
Sviplcijtur.
Tveir drengir ganga hægt eftir götunni fram dalinn,
þeir fara sér hægt og staðnæmast öðru hvoru til að
lesa sér blóm, sem vaxa á vegarbrúninni. Snöggvast
hefur dregið ský fyrir sólu, og annar drengurinn lítur
upp og deplar augunum, hann virðir fyrir sér skugg-
ann af skýinu, sér hann líða eftir mýrinni niðrí dalinn
og inní dalbotninn, samsamast gráum melum og dökk-
um holtum og hverfa að lokum inní svarta hamranna
sem girða dalinn. Glókollurinn litli, sem hafði horft
á þessa undrasjón frá sér numinn, sneri sér að leik-
bróður sínum og sagði: — Sigvarður! En hve ég óska
þess, að við mættum svifa á svona skugga langt í burtu,
þar sem enginn amaðist lengur við leikjum okkar.
Dregurinn þeldökki horfði tindrandi augum á fé-
lagasinn ogsvaraði: — Það er til einskis að æskja þess,
sem ekki fæst, Ólafur minn! Við verðum að þola okk-
ar fjötra, þangað til við getum farið burt — ekki á
skugga, sem ekkert er — heldur fallegu skipi, sem ber
okkur yfir höfin.
Sá sem kallaður var Sigvarður var nokkrum árum
eldri og lífsreyndari, hann hafði einu sinni verið í
annarri sveit og þekkt annan dreng.
Fólkið gæti að minnsta kosti látið okkur í friði,
svaraði glókollur og brosti við fögru blómi, sem hann
hafði komið auga á. Við megum leika okkur í frí-
tímunum eins og við viljum? Megum við það ekki?
Við ættum að mega það, svaraði hinn stuttur í
spuna. Og við þurfum engan að spyrja að því. Við höf-
um unnið dyggilega alla vikuna.
Glókollur var setztur á vegbrúnina, spennti greipar
um hnén og horfði blíðlega á vin sinn: Og nú er sunnu-
dagur. Allt fólkið er farið í messu að hlusta á prest-
inn og syngja sálma. En ég vildi miklu frekar vera með
þér, ganga útí sólskininu og hlusta á fuglasönginn.
Hlusta á þig tala og halda í sterku höndina á þér.
Sigvarður leit til hans og sneggvast brá fyrir angur-
værum glampa í augum hans:
Komdu og lof mér finna höndina á þér.
Glókollur þokaði sér um set til vinar síns, horfði í
hið svarta djúp augna hans og smeygði lítilli hendi
sinni í lófa hans, þar sem hann lá aftur á bak í gras-
inu og tuggði strá.
Ég var hræddur, sagði hann svo feimnislega.
Ertu hræddur við mig? spurði Sigvarður og horfði
rannsakandi á drenginn sem skotraði augunum undan.
Nei, ég er hræddur við hana. svaraði hann og greip
þéttar um hönd vinar síns. Hún var að stríða mér í
morgun, áður en hún fór í kirkjuna með mömmu sinni.
Hún eagði að ég væri hræddur við hestana og kýrnar,
og væri svo óduglegur, að pabbi hennar ætlaði að láta
mig fara. Og hún sagði, að fullorðna fólkið hlæi að
mér að vera alltaf með þér.
Skiptu þér ekki af því, sem fólkið segir, hreytti dökki
pilturinn útúr sér. Og allra sízt, hvað hún segir. Hann
var nokkrum árum eldri og lífsreyndari og hafði verið
í annarri sveit og þekkt annan dreng.
Það var satt, sem hún sagði. Ég er hræddur við
hestana og kýrnar. Og hún sagði, að pabbi hennar
segði, að það ætti að senda annan hvorn okkar i burtu.
Langt í burtu, svo við sæumst ekki framar.
Glókollur var farinn að snökta og hjúfraði sig að
vini sínum: og þú ert sá eini, sem hefur verið mér
góður. Eini í heiminum. Það má ekki taka mig frá þér.
Slíkt hefur komið fyrir áður, sagði Sigvarður sam-
anbitnum vörum og horfði eitthvað langt út í fjarsk-
ann. Hann vafði hinn grátandi vin sinn örmum og
þrýsti honum fast að brjósti sér. Heitar varir hans
snertu allra snöggvast mjúkan hálsinn á drengnum
og hann fann til svimandi sælu, þegar glókollurinn fór
fálmandi höndum um brjóst hans.
Ský dró fyrir sólu, og skugginn af því leið yfir mýr-
arnar og inn í dalbotninn samsamaðist gráum melum
og dökkum holtum og hvarf að lokum inní svarta
hamrana, sem luktu dalinn.
-----I fjarska heyrðist jódynur á veginum. Kirkju-
fólkið var á heimleið.
Narcissus.
10 SKÓLABLAÐIÐ