Skólablaðið - 01.05.1952, Page 16
Aimdlvölítololhl
Einn gnæfir steinn ú ströndu
starir í blámans firS.
Þögull liann þreyir lengi,
þreyir við hafsins kyrrS.
Hægt rís á hafi Alda,
heldur afi landi inn.
KveSur hún Ijnð viS kletta,
kyssir þá Unnstein sinn.
p.p.
•
UM KOSNINGAR.
Sem kunnugt er sigraði Gunnar Jónsson andstæð-
ing sinn, Benedikt Bogason í kosningu til insp. scholae.
Er það mjög í samræmi við þróun íslenzks þjóðlífs,
þar sem hesturinn þokar nú hvarvetna fyrir bílnum.
•
Árni Björnsson var kjörinn ritstjóri í annað sinn og
sýnir það ljóslega íhaldssemi kjósenda.
Geir Magnússon var kosinn í ritnefnd. Guð hjálpi
kommúnistunum (ef hann er þá ekki í Alþýðuflokkn-
um).
Ekkert skil ég í því, að Jón Thór skyldi ekki kjörinn
skrípa. Hverjum hæfir sá titill betur?
SKOLABLAÐIÐ
GejiS út í
MENNTASKÓLANUM I REYKJAVÍK
Ritstjóri:
Ámi Björnsson 5. B.
Ritnejnd:
Einar Þorláksson 5. B.
Kristján Árnason 5. B.
Markús Þórhallsson 6. Y.
Sveinn Einarsson 4. B.
A uglýsi ngast jórí:
Oddur Thorarensen 5. B.
AbyrgSarmaSur:
Ingvar Brynjólfsson, kennari.
BJARGEYJARÞÁTTUR — (framh, af bls. 13).
*
vernda oss fyrir Dönum og erum vér þakklátir. En
eigi þorum vér að hleypa hér Islendingum inn í land
vort sem Einaharjar sagði, áður en hann varð vitlaus,
viljum vér eigi týna tungu vorri né ættarböndum. Er
það því ráð mitt að þið setjið rammgirt vígi á Horn-
strandir, en siglið hingað svo skjótt sem Danir sjást.“
„Vér álitum yður hyggnari en þetta,“ mælti foringi
Islendinga, „þar sem þér eruð elzta þjóð í heimi og
geymið mestan vísdóm veraldar í fornum þulum.“
Þótti Bjargeyingum lofið gott og voru nú á báðum
áttum. íslendingar gáfu eyjarskeggjum hrífusköft,
kandíisykur, ljái, rúsínur, epli og góða hluti. Eftir það
vildu Bjargeyingar aldrei móðga þessa góðu herra. Og
sem þeir standa þarna sást skúta lítil útfrá eyjunni.
Stóðu menn við borðstokkinn, klæddir rosabullum og
smáköflóttum peysum en röndóttum skotthúfum, voru
þeir með línu í höndum og lá hún útaf borðstokknum
og í sjóinn, og gerðu þeir ýmist að kippa í línuna eða
gefa hana út.
„Þarna eru danskir komnir,“ æptu nú Islendingar
óttaslegnir og urðu Bjargeyingar nú einnig gripnir
felmtri. Vildu þeir umfram allt, að Íslendíngar vernd-
uðu sig, og er nú iskjótt af að segja, að hraustustu menn
íslands voru sendir þangað upp, byggðu þeir bryggjur
og vegi, brostu við Bjargeyingum og klöppuðu þeim á
bakið. Og svo góð var vernd þeirra að enginn einasti
Dani þorði að koma í námunda við eyna né stísa fæti
á land. Lærðu Bjargeyingar marga góða siðu af Is-
lendingum og vildu kenna j)eim gotneskar rímur í
staðinn en Islendingar hirtu 1 ítt um. Sáu þá Bjargey-
ingar að slíkt mundi vera talið dónaskapur á íslandi
og ortu ekki meir. Fannst eyjarskeggjum nú að þeir
þyrftu að skoða sig um í heiminum, fór ein fjölskylda
til Reykjavíkur og var svo hrifin af bíóunum j)ar, að
hún kom aldrei aftur. Hinir sem heima voru þótti vist-
in góð hjá íslendingum, lærðu börnin íslenzku og voru
nú allir ánægðir, því allstaðar var nóg að éta.
/. /.
ICMElftuiiíp i albsíhroKthiiínm stíl
SjöstirniS sprœnir á bíl eilífSarinnar
skammarlegt! eilífSin drukknar.
Sokkinn bíll, óvátryggSur, þjóSarsorg,
eilífS án bíla, bílar án eilíjSar
engin eilífS, enginn bíll
eilífSarlaus eilífS, bílalaust eilífSarleysi.
Eilífi eilífarinnar er hafiS _
16 SKÖLABLAÐIÐ