Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1952, Side 20

Skólablaðið - 01.05.1952, Side 20
áróðurs — hér í blaði. Þessa afstöðu er ekki hægt að nefna annað en ofstæki, hörundseymsli eða ofsóknar- brjálæði og nefndar aðfinnslur móðursýkishjal og dellu, kannski heimdellu. Þótt leitað sé með logandi Ijósi um öll tölublöðin í vetur, finnst ekki annað en orðin „feitir borgarar“ á einum stað og annars staðar er skorað á menn að gæta þjóðernis síns gagnvart er- lendu herliði; og þetta liefur viðkvæmum dánumanni iþví miður fallið miður, og kallar kommúnisma. Öllu má nú nafn gefa. Að því er síðara atriðið snertir, þá er meira af svo góðu í þessu blaði, enda ekki annað sæmandi en blað Menntaskólans hvetji menn til varð- veizlu íslenzkrar tungu, menningar, þjóðernis og hvað það nú allt heitir, einkum þar eð meiri hluti skólalýðs virðist vera slíku fylgjandi, þótt undarlegt megi þykja, sbr. Framtíðarfundinn um varnarliðið fyrr í vetur. Hér skal ekkert rifizt um nauðsyn þessa liðs hér og eflaust eru þetta bezlu menn og engin ástæða til að sýna þeim persónulegan fjandskap, greyjunum, en útlendingar eru þeir engu að síður og útlendingar 4- íslendingar deilt með tveimur myndar kvóla, sem ekki er hreinir ís- lendingar. Því væri það ómenning á háu stigi, ef meina ætti ritsnillingum að brýna fyrir mönnum gætni í þess- um málum og hvíla lesendur örlítið frá gelgjuskeiðs- ljóðrænunni. Öðru máli gegnir um bein pólitísk skrif og bollaleggingar um austrænt og vestrænt lýðræði, járntjald, einræði og kapítalisma. Þess háttar langa- vitleysa er leiðinleg og á hvergi heima nema í hinum yztu myrkrum, blöðum stjórnmálaflokkanna. Um samstarfið innan ritnefndar í vetur er óhætt að segja, að það hafi verið árekstrarlítið, þ.e.a.s. ritstjóri hefur heldur sjaldan rekist á ritnefndarmeðlimi að vinnu við útgáfu blaðsins. Einkum liafa elskulegir teiknarar verið sparir á aðstoð sína, jafnan orðið að ganga á eftir þeim með bænum og hótunum og stund- um þurft að fá aðra lei'knara, m.a.s. utan skólans, til jiess að vinna það, sem nauðuyn krafði. Enda er það víst, að hafi nokkur maður vorkennt sjálfum sér í vetur, þá er það ég, og oft hef ég grátið ófögrum tárum yfir vonzku mannanna. Aðrir úr ritnefnd hafa að vísu oft- ast komið til verks, væru þeir beðnir, en sjaldan ótil- kvaddir. Þetta sinnuleysi kemur eflaust til af því, hve blaðið er orðið gamalt og sjálfsagt fyrirbrigði, og er líklega eðlilegt. Nóg um það. Að lokum óska ég sjálfum mér góðra einkunna í yfirstandandi prófum, og ykkur líka, ef eitthvað verður eftir. 1 friði fyrir mér. Arni Björnsson. eldUimini Við bólsins rót, sem brennur um boga heiðríkjunnar er einstœðingur — elli, við œviskeiðsins lok — og þakkar eldsins ylju. sem oma feysknu strói á þessu kalda kveldi í kurli lokadagsins. Það skelfur á skapadœgri og skilur ei fallvaltleikann, er birtist í bjarma eldsins sem boðberi hinztu stundar. Það heyrir ei né hugsar heykist ei né brotnar þetta rekandi rifbein rekald hversdagsleikans. Hdstef. ESlSlert ljó5 ÞaS uxu blóm vi8 aungvan undurþýSan lœk og vorsins úngu lömb voru varla or8n rœk. Þa8 kvökuSu aungvir óSinshanar úti á lagSri tjörn. Þa8 hlógu í aungvu sólskini eingin hraustleg börn eingin sem tíndu sóley í seji (sum voru dáin) (sum lágu í kvefi). og innst í öllu vetur var á vori þar sem einginn bar8i. áburö oní þúfurnar. Albus. 20 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.