Skólablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 6
6
er svalur og ferskur blær,, - í þeim eru
engar áberandi hamfarir, hiti eða ofsi,
allt slíkt var vandlega hulið„ Hann er
skáld vetrarins, jöklannaj, straumharðra
fljota og svalra unna."
Þessi orð eru víðtæk lýsing á skáld-
skap þessa mæta íslendings. Kvæði
hans bera vott um karlmennsku og ró,
sem oft einkennir þá menn, er flíka lxtt
tilfinningum sínum,
Grímur var ávallt fremur seinn að
yrkja, en ljóð hans voru heilsteypt og
fáguð, er hann let þau frá sér fara„
Kvæðin frá seinustu dvalarárum hans
erlendis eru ekki mörg, en þau bera
því ótvírætt vitni, að hann var orðinn
þreyttur á veru sinni og erfiðleikum
erlendis og þráði að komast heim til
íslands„
Seinustu æviár Gríms urðu merkasta
og frjósamasta tímabil skáldskapar hans.
Hann lagði aðaláherzlu á sagnakveðskap
°g þýðingar úr forn-grísku. Þýðingar
Gríms úr grísku eru eitthvert mesta
bókmenntaafrek hans, og gengur hann
þar sennilega næst Sveinbirni Egilssyni.
Grímur valdi til þýðingar hin ágætustu
og sérkennilegustu kvæði úr höfuðritum
skáldanna, en því miður þýddi hann ekk-
ert heilt stórverk. Alls eru þýðingar
Gríms úr grísku um 60 kvæði tuttugu
kunnra skálda.
örfá ljóðræn kvæði orti Grímur á
þessum árum„ Þeirra á meðal var hið
gullvæga ljóð, Endurminningin, sem ber
langt af öðrum slíkum kvæðum hans
um ljóðræna fegurð og listrænt form.
BÓNDINN AÐ BESSASTÖÐUM.
Árið 1868 fékk Grímur Thomsen
Bessastaði í skiptum fyrir Belgsholt í
Borgarfirði. Bessastaðir voru æsku-
heimili Gríms, og þar undi hann sér
ávallt bezt. Grímur var ekki sérlega
hneigður til búsýslustarfa, en hann átti
því láni að fagna, að kona hans, Jako-
bína Jónsdóttir frá Reykjahlíð, var
mesta dugnaðarkona og vel að sér í
allri býsýslu„ Hún mun hafa átt snaran
þátt í að halda búinu í svo góðu horfi
sem það var.
Grímur lagði mikla alúð við skáld-
skapinn og tók einnig virkan þátt í
stjórnmálum um tuttugu ára skeið.
Grímur Thomsen var mjög vanafastur
og lifði venjulega fábreyttu og reglusömu
lífi. Þó kunni hann vel að meta góðan
mat og góð vín, sem vænta mátti, slík-
ur heimsmaður sem hann var ungur, en
enginn var hann óhófsmaður. Grímur
hafði sérstakar mætur á skyri og bar
það jafnan fyrir erlenda gesti sína.
Neyddust þeir þá venjulega til þess að
Ijúka því, sem þeim var borið, hvernig
sem þeim féll það. Hjónin á Bessa-
stöðum efndu oft til mannfagnaðar þar,
og var þá við brugðið hinni miklu glettni
og stríðni Gríms. Hann var hrókur
alls fagnaðar meðal vina sinna. En
hann var oft hæðinn og hvass í tilsvör-
um, og tóku menn því misjafnlega.
Bakaði hann sér tíðum óvinsældir að
óþörfu á þann hátt.
Grímur Thomsen var mikill dýravin-
ur, sem sjá má af kvæðum hans um
hesta og hunda. Hann átti fallegan hest,
sem hét Sóti og var einn mesti góðhest-
ur landsins„ En hann var styggur mjög
og þýddist ekki aðra en Grím sjálfan.
Grímur hafði Sóta hjá sér erlendis og
ól hann alltaf á úrvalsfóðri. Sóti var
felldur 27 vetra, og kom Grímur þar
hvergi nærri. Hann var heygður með
öllum reiðtygjum í túninu á Bessastöð-
um. Grímur harmaði mjög þennan
fagra fák, sem var tryggasti vinur hans.
Einnig þótti Grími mjög vænt um hunda,
en þá átti hann þrjá í búskapartíð sinni
á Bessastöðumj hétu þeir Vambi,
Dóni og Bismarcko
Ekki er hægt að skilja svo við Grím,
að ekki sé minnzt örlítið á skapgerð
hans. Henni má lýsa að nokkru leyti
með vísu hans um Konráð Gíslason;
Hann brann glaðast innra eldur
hið ytra virtist sumum kalt 5
við alla var hann fjöl ei felldur,
fann ei skyldu sína heldur,
að heiðra sama'og aðrir allt.
Grímur var maður dulur um tilfinning-
ar sínar, en þær voru engu að síður
heitar. Um tilfinningalíf hans er fátt
eitt vitað. Þó er kunnugt um samband
F rh. á bls. 29.