Skólablaðið - 01.02.1955, Síða 12
- 12 -
Þetta mun vera skýringin á ljoðum
Halldors, sem öll eru með því leiða
marki brennd að vera glorulaust bull,
og hefur hann bersýnilega ekki gert
neina undantekhingu í þessu blaði.
Sólveig nokkur Jónsdóttir rekur síðan
lestina, og mun hun eiga að gegna því
mikilvæga hlutverki að vera tengiliður
milli þessara "guðsleitandi vesalinga"
og þess, er þeir telja göfgastan hér á
jörðu - og ýmsir fullyrða, að þeir blóti
á laun„ - en það er ólafur jónsson.
Er þá þessum ættartölum lokið, og
má af þeim Ijóst verða, að ekki er ætt-
ernið burðugt. Það má hins vegar til
sanns vegar færa, að slíkt skipti ekki
máli, heldur afkvæmið sjálft. En að
þessu sinni eru nánari kynni sízt til
þess fallin að auka hróður bleðilsins.
Vegna þess að fæstir hér í skóla munu
vera svo atorkusamir að hafa nenningu
til að pæla í gegnum snepil þennan, skal
hér drepið fáeinum orðum á efni hans.
Fyrst lætur Magnus jónsson vaða á
súðum um knýjandi nauðsyn sjálfstæðis-
baráttu busa. Fæstir munu þó hafa orð-
ið varir við þá sjálfstæðisbaráttu og
allra sízt M. J. Er nú allt útlit fyrir,
að íslenzka þjóðin hafi með honum eign^
azt jón Sigurðsson £ vasaútgáfu. Væri
Magnús þó sýnu nær að helga sig eigin
sjálfstæðisbaráttu, svo vonlítil sem hún
virðist þó vera.
Þá birtast ljóð H„ B„, og varður vart
um þau sagt, að vitleysan ríði þar við
einteyming. Þo verður að játa, að við
ýtarlega leit má finna votta fyrir hugs-
un í tveimur kvæða hans (Stríð og Litli
bróðir), en er þó vandlega falin.
Því næst fer R. A„ rassaköstum um
ritvöllinn, og er það þeim mun undar-
legra sem Ragnar hefur ekkert fram að
færa nema apakattalangloku eina ferlega.
Tilgangur þessa er hulinn flestum, en
kunnugir telja, að með þessu leiki Ragn-
ari hugur á að halda í heiðri minningu
forfeðra sinna og benda jafnframt á, að
margt sé líkt með skyldum.
Síðan birtir Sólveig jónsdóttir brot
úr ævisögu sinni og heldur því þar fram
sér til ágætis, að hún sé "ákaflega
merkileg persóna samanborið við hund",
- og kom ýmsum á óvart. Þo verður
að segja það ungfrúnni til verðugt hróss,
að greinarmerkin hefur hún fram yfir
Magnús jónsson.
Hefur þá sorphaugur þessi verið efna-
greindur lítillega, og má af því ráða, að
heldur er þar ófýsilegt um að litast.
Liggur því í augum uppi, að bleðill
þessi er meginþorra menntskælinga til
ama og leiðinda og aðstandendum sínum
til mesta álitshnekkis og háðungar.
Hið eina, sem þessir herrar hafa fram
að færa sér til málsbóta, er það, að þeir
hafi ekki úr háum söðli að detta, að því
er álit varðar - og reyndar munu flestir
kannast við það, - en hér hafa þeir þó
gengið feti of langt í sjálfsáliti sínu og
vanmati á dómgreind annarra.
Eitt verður þó að viðurkenna, að þeim
kumpánum hafi tekizt meistaralega, og
það er að gera snepil þennan að mál-
gagni hinna misskildu, en flestum mun
einmitt bera saman um, að slíkir menn
séu allra sízt til þess fallnir að hafa á
hendi forystu fyrir sjálfstæðisbaráttu
eins né neins og því síður busa. Þá er
og leitt til þess að vita, að mönnum
slíkum sem þessum, skuli haldast uppi
óátalið að misnota prentfrelsið svo herfi-
lega sem raun ber vitni með því að
klína hinu hefðbundna busaheiti á þessa
óþverraframleiðslu sína.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Athugasemd: Það skal að lokum tekið
fram, að tilgangur minn með þessum fá-
tæklegu línum er einungis sá að reyna
af veikum mætti að efla og styrkja
"Grallarann" og aðstandendur hans með
lítilfjörlegri auglýsingu og forða þeim
með því frá að lenda í skuldabasli, svo
að þeir geti helgað sig óskiptir bók-
mennta- og fræðiiðkunum í næði fyrir
rukkurum.
Vilji skáldmennin svara þessari hóg-
væru grein minni að einhverju, er þeim
að fullu heimill aðgangur að fúkyrðasafni
því, sem ég hef saman dregið í greinar-
korni þessu, svo og því, sem ég varð að
sleppa rúmsins vegna og kann að luma á
enn þá„
Sami.