Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 32

Skólablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 32
- 32 - Það er góður siður að setja saman vísur og getur verið hin mesta skemmtun, ef vel tekst. Nu. virðist sem þessi forna þjóðaríþrótt sé að auka vinsældir sínar aftur, að komast í tízku, og er því vel farið. Skólablaðið tekur nú upp lausa- vísnaþátt, og er það von vor, að nemend- ur fyllist innblæstri, yrki (og helzt vel) og sendi svo Skólablaðinu framleiðsluna. Að vísu hafa eftirtekjur auglýsingar þeirr- ar, er upp hengd var fyrir nokkrum dög- um, verið rýrar, en á því má ráða bót, ef hagyrðingar og skáldlingar, og þeir eru býsna margir, hætta að pukrast með kveð- skap sinn eins og vetnis sprengju eða eitt- hvað þaðan af verra. En nú skal snúa sér að efninu. "Smáborgari" sendir stöku, sem hann kveður um utanför Guðrúnar Erlendsdótt- ur. Með lotningu þig leiðir þjóð um ljómandi salarkynni. Með sjómennskuna borna í blóð þú beitir gagnrýninni. Nokkuð er kveðið um skólann sjálfan, og koma hér tvö sýnishorn. Einkunnasjúkir aumingjar eru þar margir saman. Líka eru þar letingjar. - Lítið er ungs manns gaman. Rýran, smáan anda á og ekki fágað trýni. En aldrei má ég fara frá faldagná og víni. Angurvær ef einn ég fer, er sú raunabótin, að koníakið kennir mér að kitla undir fótinn. Nú skal venda sínu kvæði í kross og koma þá "Raunatölur Gísla ísebarns". Veraldar vondar pínur vilja oft kroppinn hrjá. Stórlyndar Stefanínur oss sterklega plagað fá. örlítið ef vér hrösum og eigum í holdsins brösum, kemst það í kvinnu þá. Oft er það, að menn botna vísur frá öðrum. Hér koma nokkrir botnar við þetta upphaf. Lánið mesta í heimi hér hefði ég talið þetta. Leggja í kútinn lög og ger, láta vínið spretta. Koma á fundi í Frelsisher, frómar sálir pretta. Menntaskólameinsemdin mér fyrir sjónum stendur. Viltu ekki, vinur minn, vera sífellt kenndur. Og þá erum við komnir að heimslystar- vísum. Hjá fögrum konum fyrr ég sat, funaði blóð og hjarta. Enga hluti meir ég mat en mildi og fegurð bjarta. Hafa glas í hendi sér og hjá sér stúlku netta. Og nú er vonandi, að vísum rigni yf- ir oss fyrir útkomu næsta blaðs, svo að þessi þáttur megi vel dafna. Enn sé kveðið kátt og snjallt, kætist geð og lífið allt. Löngum vaki landi í lítil staka, björt og hlý.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.