Skólablaðið - 01.12.1957, Page 9
41 -
" ME YJARORÐUM
SKYLI MANNGI TRtJA . . . "
EINHVER óvenjuherská valkyrja ur
hópi bekkjarsystra vorra, er fyrir hæ-
verskusakir nefnir sig ungfru B, fer með
ærnum pilsaþyt um ritvöllinn í seinasta
Skólablaði. Beinir hun skeytum sínum að
oss, karlpeningi í VI„ bekk, og sker allan
niður við sama trog; er enginn sá löst-
ur, sem helzt má óprýða einn karlmann
að hun ekki eigni oss, enda gerir hún
ráð fyrir, að vér munum beinlínis líða
undir lok, eins og aðrar ófullkomnar líf-
verur á fyrri söguskeiðum. Og dauða-
sökin var svo sem ekkert lítilræði, þar
sem nokkrum bekkjarbræðrum varð það
a, æsku sinnar vegna og mannlegs breyzk-
leika, að renna munaraugum til fagur-
limaðra fjórðabekkjarmeyja - og þó eink-
um sú, að láta það uppskátt. Mikluðu
þeir fyrir sér, hvílíkur munaður það
væri, að mega kynnast náttúruundrum í
afkimum Surtshellis í slíkri fylgd og sóttu
m. a. opinberlega um heimild til framhjá-
haldsins, sem er þeim auðvitað til hróss.
Maður skyldi ætla, að svo lífsreyndar
kvinnur sem þær bekkjarsystur vorar,
kynnu að taka slíkum ungæðishætti með
brosi á vör, en það er öðru nær. Þær
virðast sumsé hafa tileinkað sé frúarlega
vandlætingasemi langt fyrir aldur fram.
Og satt að segja væri hryggilegt til þess
að vita, ef þær vildu, svona í blóma lífs-
ins, reyra hina hverfulu æskuást í viðjar
þess smáborgaralega hugsunarháttar, sem
setur tryggðargloríu ofar ástinni. Slíkt
endar oftast með skelfingu, þ.e.a.s.
hreinu tilræði við hið síðarnefnda.
Samlíkingin með hundinn var vægast
sagt óheppileg. Sú skepna er einmitt eins
konar persónugerfing tryggðarinnar og
eftir flestum sólarmerkjum að dæma ætti
því kjölturakkinn að vera ykkar skjaldar-
merki, elskulegar.
Orvænting ungfrú B. um karlmennsku
vora stingur áberandi í stúf við hroll-
vekjandi lýsingu, sem skýr og vel upp-
alin busi gefur í sama blaði af vörpu-
legum líkamsburðum og vasklegri fram-
göngu vorri, en hann mátti hvorugt líta
SVARTNÆTTI - svartnætti
leggur undir sig daginn
og leggst að sál minni
eins og tjara - biksvört tjara.
Og bráðum koma þeir hlaupandi,
lesendur ljóða minna
og reyta af sér fiður hroka og lágkúru
og maka sál mína.
Sál, hví felur þú þig ?
Þeir koma hlaupandi
með tinnuna.
Þeir finna ekki fegurð leyndarmála minna
og segja að ég sé myrkrið
og nú kveikja þeir í sál minni.
Ég brenn í rafljósi jólatrjáa.
A.
óskelfdu hjarta.
Þá þykir mér ungfrú B. alltof ósann-
gjörn við sjálfa sig og þær bekkjarsyst-
ur, er hún heldur því fram fullum fetum,
að þær séu bæði "óspennandi og úreltar."
Grunur minn er þvert á móti sá, að
vor jómfrú blívi; og löngu eftir að
spútnikarnir báðir tveir eru úreltir orðn-
ir og öllum gleymdir, þyki æskuleitar
yngismeyjar ævinlega jafn spennandi og
nýtízkar.
Naumast þarf að taka fram, að vér
fyrirgefum ungfrúnni fúsu hjarta reiði-
lesturinn, vitandi það, að sá er einn af
erfðaveikleikum hins norræna kvenkyns,
að tala þá þvert um hug sér, er það
ber á góma, sem því er hugstæðast.
Eða hvort skyldu vorar elskulegu bekkjar-
systur ekki muna hin fleygu orð Ósvífurs-
dóttur: "En þeim var ek verst, er ek unna
mest. "