Skólablaðið - 01.12.1957, Síða 11
43 -
í fegurð
sinni.
En sálin
er auðn
eins og Sahara
á Spáni
eða Sýrakusu.
r stað þess að fullyrða, að líkami kon-
unnar se eins og laufguð björk, stendur
þar : Líkami þinn minnir mig á laufgaða
björk.
Með því að vera í vafa um, hvort auðnin
Sahara sé á Spáni eða Sýrakusu, lýsir
skáldið anduð sinni á borgaralegri mennt-
un og uppskafningshætti. -
Svo mælti Jonas.
Meistari ! Vér dáum vizku þína.
6.
Þér hafið lengi gert yður grein fyrir,
hve alvarleg köllun yðar er og hvílík
ábyrgð er yður á herðar lögð.
En markmið yðar með ljóðasmíð
yðar er að uppfræða lýðinn.
Þér eruð ofurmenni.
Þér eruð snillingar.
Þér eruð ekki eins og fjöldinn.
Þér hafnið veraldlegum auðæfum,
þér hafnið veraldlegri menntun,
þér lítið niður á lýðinn, því að :
Sæll er sá, sem ekkert á, því hann
verður aldrei rændur.
Sæll er sá, sem ekkert veit, því
hann verður aldrei sakaður um mennta-
hroka.
Sæll er sá, sem lítur niður á alla,
því hann verður aldrei sakaður um hlut-
drægni.
Og sólin kom upp yfir fjallsbrúnina,
og mannfjöldinn laut spámanninum í lotn-
ingu og hvarf á braut.
Og þeir tóku til starfa meðal
lýðsins.
Meistari ! Vér dáum vizku þína.
HVERSU oft hefur ekki
draumur minn
kætt minn þunglynda hug
og buið mér gleði
með fegurð sinni ?
Hversu oft hefur ekki
draumur minn staðið
ljóslifandi fyrir framan mig,
brosað og talað um daginn og veginn.
Og hvert orð hljómaði í stefi þess draums.
Hversu oft hefur ekki
þrá mín valdið mér kvíða
en ætíð hefur hun,
draumurinn minn,
verið sólin í myrkri leiðinda og vonleysis.
En nu er ég vaknaður.
Heillum horfinn var ég
flæktur í ársgamlan draum.
En nu er ég vaknaður.
En hvað það var bráðskemmtilegt að
hitta sinn draum að morgni dags. -
Ekki er hún nú morgunfríð. -
A
SAGA í 3,-C 1955 (nú 5.-X)
Þórhallur (dreymandi): "Snæfellsnes
er sannkallað Gosenland. Þar eru land-
kostir svo góðir að allir fslendingar gætu
búið þar, leggja mætti veg eftir miðju
nesinu og flytja svo alla Tslendinga þang-
að. . . "
Oli Pé : "Og látaþá Kanann hafa hitt? !"
24. nóv. 1957.