Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 13
45 - GAMLI spekingurinn hafði setið aleinn og hugsað um nýja tímann í mörg ár og verið áhyggjufullur, er loks kom til hans ungur rnaður, sem settist á kollinn við fætur hans og sagði honum allt af letta. Þá hýrnaði yfir gamla manninum í fyrsta skipti í öll þessi ár„ hann strauk skegg sitt og gaf unga manninum ráð til þess að leysa vandann skynsamlega og bað hann hlýða þeim ráðum. Það kom annar ungur maður til gamla mannsins, en sá ungi maður sagði ekki allt af létta, því hann þóttist svo vitur. Þó hýrnaði aftur yfir gamla manninum, hann strauk skegg sitt og gaf unga mann- inum nokkur ómetanleg lífsheilræði og bað hann hlýða ráðum sínum. En ungi maðurinn hélt sig vita betur en gamli maðurinn, svo að hann glotti og honum vegnaði vel í lífinu, en hann skildi aldrei, og hann var alltaf að flýta sér og þess vegna. kom hann aldrei aftur til gamla mannsins. Aftur sat gamli spekingurinn lengi einn °g hugsaði. Þá kom enn til hans ungur maður, sá hinn sami, sem forðum hafði þegið ráð hans og hlýtt þeim, sá hinn eini ungi maður af öllum ungum mönnum. Hann settist á stólkollinn við fætur gamla mannsins og sagði honum aftur allt af letta. Og gamli maðurinn leiðbeindi hon- um af speki sinni og bað hann hlýða ráð- um sínum. Allar líkur benda þá til, að þetta séu ekki einu ástæðurnar fyrir skrifum þess- um, lieldur muni fleira koma til. Höfum vér fregið, að maðurinn hafi t. d. setið 10 nefndir í landprófsdeild. Fylgir það og tíðindum, að Þ. G. hyggi gott til trun- aðarstarfa í Menntaskólanum, og sé því greinin í og með skrifuð í auglýsingar- skyni. Ef svo er, hefði höf. heldur átt að notfæra sér auglýsingadálka blaðsins, enda munu auglýsingar betur þegnar en Ungi maðurinn kom oft eftir þetta til þess að segja gamla manninum allt af létta og hlýða á lxfspeki hans og reynslu. Hann varð vitur og skildi, hann naut þess að skilja, en honum vegnaði ekki vel í lífinu. Dag einn dó gamli maðurinn og ungi maðurinn settist niður og sat áhyggju- fullur í mörg ár og hugsaði og varð gamall. Alltaf vonaði hann, að til sín kæmi ungur maður til þess að segja sér allt af létta og þiggja ráð hans. En enginn kom því að allir voru orðnir svo vitrir, allir höfðu vitkast svo þegar í vöggu, að enginn gat vitað meira. Og ungi maðurinn, sem var nu ekki lengur ungur, heldur gamall og grár, beið og hugsaði engum til gagns þangað til hann dó um leið og allt annað fólk í sprengingunni miklu, sem það hafði búið til af vizku sinni. Númi. EÐLISFRÆÐI í 6.-X Kennarinn skýrir fyrir Ornólf Briem : "Þegar straumurinn minnkar, minnkar elektrómótoríski krafturinn, og þá vex straumurinn og elektrómótoríski kraftur- inn eykst, svo að straumurinn minnkar og elektrómótoríski krafturinn líka og þá eykst straumurinn og elektró. . . - ja þið skiljið, strákar. " vitlausar áróðursgreinar. Vonum vér, að 3.-bekkingar hafi betri mönnum á að skipa til að reka hugðar- efna sinna á ritvellinum en andlegum krossfiskum sem þessum. Þá vonum vér og, að skólayfirvöldin sjái sóma sinn í að stuðla að því með ráðum og dáð, að tolleringarnar fylgi jafnan Hinum lærða skóla framvegis sem hingað til. Sigvaldi.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.