Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1957, Síða 19

Skólablaðið - 01.12.1957, Síða 19
51 orfSin kona til þess að hafa husmóður- störf á hendi, en skólastúlkurnar fengnar til að hjálpa henni, ef mikið stendur til. í salnum sjálfum verða svo borð hringinn í kring með veggjunum, og þar geta nem- endur notið þessara veitinga. Á miðju gólfi verður svo autt svæði, þar sem fá má sér snuning. Bókaskáparnir með veggjunum verða fluttir burt. Þarna niðri verður allt með meiri nýtízku blæ. " "Hvenær verður þetta tilbóið?" "Það er nokkurt vafamál. Upphaflega átti þetta allt að vera tilbúið í haust. En málinu seinkaði mikið hjá ýmsum aðilum, og var hafizt handa miklu síðar, en áætl- að var. Verkið uppi á íþökulofti er langt komið, en ekkert hefur ennþá verið gert niðri í salnum. Nú eru fengin mjög á- kveðin loforð fyrir því, að settur verði skriður á verkið nú þegar. Ef við þau loforð verður staðið, verður vonandi hægt að opna heimilið seinna í vetur. Að vísu verður loftið líklega tilbúið fyrr, en það er ákaflega erfitt að opna aðeins uppi til þess að byrja með. Þar yrði ákaflega þröngt, og vont að eiga við veitingar þar. Viljum við helzt geta opnað allt félags- heimilið í einu í sinni fullkomnu mynd. " "Verður ekki opið þarna á hverju kvöldi? " "Það fer alveg eftir aðsókn. Ef hún verður góð, er sennilegt, að þarna yrði opið á hverju kvöldi. Hvernig rekstrinum verður bezt hagað, kemur í ljós með reynslunni. Með tímanum hljóta að skap- ast ýmsar venjur og traditionir. Auk þess sem það verður opið á kvöldin, kemur mjög til greina, að á daginn verði starfræktur þarna leshringur eða lesstofa, þar sem fólk getur lesið og lært. Þá yrðu þarna orðabækur og önnur handhæg gögn. Einnig væri ef til vill unnt að fá kennara til að koma þarna og útskýra ýmislegt í sínum námsgreinum. Svo verður þetta lánað út fyrir félagsstarfs- semina hér í skólanum. " "Þetta hlýtur að verða mikil lyfti- stöng félagslífs í skólanum." "Já, það er enginn vafi á því, að öll kynning meðal nemenda og félags starfs - semi mun aukast mjög mikið. Hægt verður að fjölga kynningarkvöldum og bekkjakvöldum. Öll félagsstarfssemi breytist áreiðanlega mjög mikið. Niðri í salnum verða málfundir og dansæfingar, sem margir munu sækja, en uppi á loft- inu bókmenntakynningar og annað slíkt, þar sem ekki mjög margir koma. Þetta léttir mjög á hátíðasalnum, sem sjálf- sagt er, að sé aðeins notaður við hátíð- leg tækifæri. Með þessu félagsheimili er verið að ryðja alveg nýja braut í skólamálum landsins, og einungis fyrir stórhug og bjartsýni Menntamálaráð- herra og skilning og velvild rektors og annarra aðila verður þessi draumur að veruleika. " "Verða mjög strangar umgengnis- og hegðunarreglur þarna?" "Það er alveg áreiðanlegt, að nauð- synlegt verður að ganga mjög strangt eftir því, strax í upphafi, að öllum regl- um verði nákvæmlega fylgt. Reglurnar verða varla mjög strangar, en því meira gengið eftir því, að þeim verði fylgt. Taka verður mjög hart á öllum brotum. Þarna mega ekki komast á neinir van- kantar né óregla. Nauðsynlegt verður að taka strax fyrir allan "leka", sem vart verður við. Okkur er ljóst, að þessi starfssemi getur aldrei orðið langlíf, nema nemend- urnir séu samtaka og skilji, að hér er mikil ábyrgð lögð þeim á herðar. Ann- ars er að minnsta kosti hætta á, að þarna verði lögreglueftirlit af annarra hálfu, og þá verður allt miklu þvingaðra. Æskilegast er, að nemendur hafi sjálfir allt eftirlit með höndum. Ég er viss um, að með því verður miklu betri regla á hlutunum. Ábyrgðin verður þá þeirra og minni tilhneiging til reglu- brota. Ef kennarar annast eftirlitið, verður ábyrgðartilfinning nemendanna miklu minni, auk þess sem reglur kenn- ara eru yfirleitt óvinsælar, og menn álíta sér skylt að brjóta þær. "Er nokkuð, sem þið vilduð taka fram að lokum?" "Ekki nema, að við munum leitast við sem hingað til að gera allt, sem á okkar valdi er til að hraða fram^angi þessa máls,þó þannig, að ekki se rasað um ráð fram, heldur jafnan fengin skyn- samlegust lausn á hverju vandamáli. Og núverandi 6.-bekkingar, er telja sig átt hafa nemenda stærstan hlut að máli, Frh. á bls. 58.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.