Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 20

Skólablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 20
52 I KENNSLA í viðskiptafræðum var tek- upp við Háskóla fslands árið 1941, en áður hafði Viðskiptaháskóli fslands starf- að um þriggja ára skeið. Með viðskipta- fræðum er í þessu sambandi átt við ýms- ar greinar, sem þekking á er talin mikil- væg fyrir menn, sem gegna ábyrgðarstöð- um í efnahagslífinu. Má þar fyrst og fremst nefna hagfræði, enda er nám í hagfræði og haglýsingu um það bil helm- ingur viðskiptafræðinámsins, ef miðað er við fjölda þeirra fyrirlestra, sem student- um er ætlað að hlýða. Um það bil fjórð- ungur námsins er helgaður bókfærslu, reikningshaldi og skattaskilum, og síðasti fjórðungurinn dreifist á lögfræði, tölfræði, viðskiptareikning, enskar bréfaskriftir og heimspeki. Farið er yfir allt námsefnið á þremur árum, svo að namstími stud- enta í deildinni er að jafnaði 3-4 ár. Námstilhögun er frábrugðin því, sem tíðkast í öðrum deildum háskólans, að því leyti, að deildinni er eigi skipt í hluta eftir því, hve nemendur eru langt komnir í náminu, heldur hlýða allir sam- eiginlega á fyrirlestra og geta tekið próf í hverri námsgrein fyrir sig, þegar er yfirferð í henni er lokið, (þó með þeim undantekningum, er síðar verður vikið að), og auðveldar þetta að sjálfsögðu nokkuð próflestur. Skal nú vikið nánar að tilhögun kennslu í hinum einstöku greinum. Hagfræðinni er skipt í þjóðhagfræði, þar sem fjallað er um vandamál þjóðarbuskap- arins í heild, og rekstrarhagfræði, þar sem tekin eru til meðferðar vandamál hinna ýmsu fyrirtækja í atvinnulífinu. Rekstrarhagfræði er aftur greind í al- menna rekstrarhagfræði, er fjallar um sameiginleg vandamál allra fyrirtækja, og sórgreinda rekstrarhagfræði, er hins vegar fjallar um einkenni og vandamál hinna einstöku fyrirtækjategunda. Almenn rekstrarhagfræði er kennd 3 stundir í viku í 3 ár. Eitt ár af hverjum þremur er farið yfir rit um kostnað og verð- ákvörðun fyrirtækja. Hér er um að ræða nokkuð flókið efni, og áreiðanlega mjög skynsamlegt að fylgjast vel með þessum fyrirlestrum. Næsta ár er svo farið yfir bækur, sem fjalla um skipu- lagningu, staðarval og fjármál fyrir- tækja - allmiklu aðgengilegra efni en hið fyrr nefnda. Þriðja árið er svo far- ið yfir tvær bækur um sölu fyrirtækja. Þjóðhagfræðinni er skipt í almenna þjóðhagfræði annars vegar og hagnýta þjóðhagfræði og fjármálafræði hins veg- ar. Almenni hlutinn er kenndur 3 stund- ir í viku í 2 ár, þannig að farið er tvisvar sinnum yfir sömu bókina 2 ar af hverjum 3. Þessi bók fjallar um undir- stöðuatriðin í allri hagfræði og er því nauðsynlegt að kynna sér efni hennar þegar í byrjun námstímans til þess að geta öðlast betri skilning á því, sem a eftir kemur. Þjóðhagfræði, hagnýt og fjármála- fræði er kennd 3 stundir í viku í 2 ár, þannig að annað hvort ár er farið yfir bækur um peninga- og bankamál og samningu þjóðhagsreikninga, en hitt arið velferðarhagfræði og fjármálafræði. Þetta er allyfirgripsmikið efni og tor- skilið á köflum og flestum reynist heilladrýgst að njóta tilsagnar prófess- oranna eftir föngum. Almenn bókfærsla er kennd student- um á fyrsta ári, 3 stundir í viku, og er ætlazt til þess, að þeir Ijuki prófi í henni þegar á fyrsta vori, þar sem hun er nauðsynleg undirstaða öllu frekara námi í bókfærslu og reikningshaldi. - Sem beint framhald þessa náms eru hafðar verklegar æfingar í bókfærslu, skipulagningu bókhaldskerfa, endurskoð- un og skattaskilum 4 stundir í viku 2 næstu ár. Reikningshald er kennt 3 stun.dir í viku eitt ár af hverjum þrem. Þar er

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.