Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 www.noatun.is F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI ERSKIR Í FISKI ÝSUFLÖK ROÐ- OG BEINLAUS KR./KG1198 VERÐ GOTT Ódýrt og gott á mánudegi1498 TVEIR hnúfubakar sem Hafrann- sóknastofnun merkti í Eyjafirði í október halda sig enn í grennd við Ísland, öfugt við kenningar um að skíðishvalir haldi suður á bóginn og dvelji þar á veturna. Ljósmyndir náðust af öðrum hvalnum fyrir rúmri viku við suðurströnd landsins. Að sögn Gísla A. Víkingssonar hvalasérfræðings hafa kenningar gengið út á að hnúfubakar haldi sig hér við land yfir sumartímann en fari suður á bóginn yfir vetrartím- ann. „Menn þekkja þetta þó mjög illa og m.a. þess vegna höfum við merkt hvali til að finna út hvar þeir séu á veturna.“ Annar hnúfubakanna hefur haldið sig í Skagafirði frá því að hann var merktur en hinn fór vestur á bóginn og hélt sig lengi vel í sunnanverðum Faxaflóa utan við Reykjanes. Nýlega flutti hann sig hins vegar suður fyrir Reykjanes og er nú nærri landi við Suðurland. „Við erum nú að vonast til að fá eitthvert ferðalag á hann áður en merkin hætta að berast frá honum,“ segir Gísli og útskýrir að yfirleitt hætta merkin að berast að ákveðnum tíma liðnum en talið er að smám saman mjakist sendarnir út úr skrokki hvalanna. Gísli bætir því við að ferða- mynstur þessa hnúfubaks sé svipað og hjá hnúfubak sem merktur var í Eyjafirði í fyrra en þá hættu merkin að berast þegar hvalurinn var kom- inn suður fyrir Reykjanes. Annar hvalur, sem merktur var í byrjun árs hafi hins vegar verið kominn langt suður í höf þegar merki frá honum hættu að berast. Undanfarnar helgar hefur hvala- skoðunarfyrirtækið Elding fengið upplýsingar hjá Gísla um hvar hval- urinn sem hélt suður á bóginn hélt sig til að auðvelda leitina í hvala- skoðunarferðum. „Þeir náðu mynd- um af honum um daginn og þá sáum við að merkið er dálítið komið út úr hvalnum. Það er mjög sjaldgæft að ná slíkum myndum mánuði eftir merkingu,“ segir Gísli. ben@mbl.is Merktir hvalir enn við landið Hvalaskoðunarfólk náði nýverið ljósmynd af öðrum hnúfubaknum Ljósmynd/ Tryggvi Sveinsson Merktur Myndin var tekin skömmu eftir merkingu hnúfubaksins. FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is KVÓTI Íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum í ár er 238 þúsund tonn, en útgerðarmenn hafa heimild til að veiða allt að 10% af kvóta næsta árs, sem margir munu hafa nýtt sér. Í síðasta mánuði veiddust alls um 17 þús- und tonn af norsk-íslenskri síld, samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskifélagsins, og var nánast allur aflinn veiddur í norskri lögsögu. Á þessu ári var íslenskum skipum út- hlutað rúmlega 44 þúsund tonnum af síld úr norskri lög- sögu. Fram eftir sumri veiddist norsk-íslenska síldin nánast eingöngu í íslenskri lögsögu og fengust yfir 60 þúsund tonn bæði í júlí og ágúst í íslenskri lögsögu. Veiði var áfram góð í lögsögunni í september, en í október fékkst síldin hins vegar, samtals 23 þúsund tonn, til jafns í norskri lögsögu og í Síldarsmugunni. Aðeins vinnsluskip eru á síldveiðum fyrir norðan Nor- eg og hafa Aðalsteinn Jónsson SU, Guðmundur VE, Vil- helm Þorsteinsson EA og Hákon EA verið á miðunum undanfarið. Skipin eru hvert af öðru að ljúka kvóta þessa árs; Hákon var bundinn við bryggju í Reykjavík í gær, Aðalsteinn er í sinni síðustu veiðiferð, en Guðmundur og Vilhelm munu eiga meira eftir. Hámarka verðmæti Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað kemur fram að þar er unnið af krafti úr íslensku síldinni, sem einkum hefur fengist í Breiðafirði. Fyrirtækið skipti á aflaheimildum við Samherja og Gjögur þannig að vinnsluskip þeirra vinna norsk-íslenska síld Síldarvinnsl- unnar við Noreg og Síldarvinnslan veiðir í staðinn og vinnur heimildir þeirra af heimasíldinni. „Með þessum skiptum er verið að hámarka virði aflaheimildanna bæði í norsk-íslensku síldinni og heimasíldinni,“ segir á heima- síðunni. Hjá fyrirtækinu starfa 44 manns við frystinguna og 18 við bræðslu. Ekki eru líkur á að bætt verði við þann 40 þúsund tonna kvóta sem gefin var út á íslensku sumargotssíldina í haust. Sýking í veiðistofninum virðist svipuð og var í mælingu í október eða yfir 40%. Morgunblaðið/Ómar Í brúnni Guðjón Jóhannsson skipstjóri á Hákoni EA fylgist með við komuna til Reykjavíkur upp úr hádegi í gær. Hátt í 15 milljarðar fást fyrir norsk-íslenska síld BÚIÐ er að veiða um 260 þúsund tonn af norsk- íslenskri síld í ár. Verðmæti afla upp úr sjó gæti ver- ið um átta milljarðar króna, en útflutnings- verðmætið hátt í tvöfalt meira eða 14-15 milljarðar. „Það virðist nú ekki vera margt framundan. Ætli við förum ekki bara að tína fjallagrös, það virðist eiga að bjarga þjóðinni með því,“ sagði Guðjón Jóhanns- son skipstjóri á Hákoni EA í gær. Þeir voru þá að koma inn til Reykjavíkur að lokinni góðri síldar- vertíð. „Síldin hefur verið stór og nóg af henni að því er virðist,“ sagði Guðjón. „Við höfum verið um 100 míl- ur suður af Bjarnarey með Norðmönnum,. Færey- ingum og Rússum. Ætli við höfum ekki veitt eitt- hvað yfir 15 þúsund tonn af síld í ár og þurfum ekki að kvarta. Veðrið hefur verið mjög gott, aðeins leið- indakaldi þegar við höfum verið vestan við núllið, en þeim mun lengra sem við höfum farið austur fyrir núllið hefur veðrið bara verið betra.“ Guðjón segir myrkrið mikið á þessum slóðum á þessum tíma árs, kannski smáskíma í eins og klukkutíma á dag. Á Hákoni eru 24 í áhöfn hverju sinni, en tvær áhafnir eru fastráðnar hjá útgerðinni, alls 48 manns. Guðjón skipstjóri var spurður um aflahlut í ár og hvort áhafnir vinnsluskipanna væru að koma óorði á sjómannaafsláttinn. „Við á Hákoni könnumst ekki við þær tölur, sem nefndar hafa verið. Hásetahlutur á þessu skipi er kannski í kringum 20 milljónir miðað við heils- árshlut, en fjarvistirnar eru miklar og það er engin hætta á öðru en ríkið sæki skatta af þeirri upphæð. Fyrst að þetta heitir sjómannaafsláttur þá varð að taka eitthvað af honum. Við hefðum sjálfsagt slopp- ið ef þetta hefði heitið dagpeningar eins og hjá al- þingismönnum,“ segir Guðjón á Hákoni EA að lok- um. Förum kannski að tína fjallagrös Um 17 þúsund tonn fengust fyrir norðan Noreg í nóvember ALASKALÚPÍNA, skógarkerfill og ætihvönn ógna nú gróðurfari og fuglalífi í Hrísey en tegundirnar hafa á und- anförnum áratugum orðið ríkjandi í gróðurfari á norður- hluta Hríseyjar. Sá hluti eyjarinnar er á Náttúruminja- skrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Í móunum í Hrísey er eitthvert þéttasta rjúpnavarp á landinu og þar er einnig mikið varp annarra mófugla, æð- arfugls og kríu. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mik- ilvægt að sporna strax við útbreiðslu ágengra plöntuteg- unda í eynni og viðhalda þeim búsvæðum sem einkennt hafa þar land fram undir þetta. Akureyrarbær hefur undanfarin ár gert tilraunir með að hefta útbreiðslu lúpínu og kerfils í Hrísey og eru þetta niðurstöður skýrslu sem Náttúrufræðistofnun Íslands vann fyrir Akureyrarbæ en vettvangsvinna vegna hennar fór fram árið 2007. Lúpínan fremst í flokki Alaskalúpína hefur verið meginfrumherji fyrrnefndra plantna en skógarkerfill og ætihvönn hafa fylgt henni fast eftir. Kerfillinn hefur einnig lagt undir sig tún á norður- hluta eyjarinnar. Sauðfjárbeit lagðist af í Hrísey árið 1974 sem gaf þess- um plöntutegundum lausan tauminn. Árið 2007 höfðu lúp- ína, kerfill og hvönn lagt undir sig um 90 ha eða 12% eyj- arinnar. Með sama áframhaldi er líklegt að Hrísey verði öll undirlögð af þessum tegundum innan 50 ára. sigrunrosa@mbl.is Lúpína, kerfill og hvönn að taka yfir í Hrísey  Mikilvægt að sporna strax við útbreiðslunni  Í móunum er eitt þéttasta rjúpnavarp landsins Morgunblaðið/Arnaldur Sókn Lúpínan er frek jurt og hefur gerst of ágeng í Hrísey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.