Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is SLÆM fjárhagsstaða Orkuveitur Reykjavíkur hlýtur að birtast í hækk- andi orkuverði til neytenda, að því er fram kemur í umfjöllun greining- ardeildar Arion banka um níu mán- aða uppgjör fyrirtækisins sem birt var nýlega. Í greiningu Arion, sem ekki hefur verið birt opinberlega, segir að upp- gjörið varpi ljósi á þrönga fjárhags- stöðu fyrirtækisins eftir að kreppan skall á. Skuldir Orkuveitunnar hafi tvöfaldast við gengishrun krónunnar. „Um 90% af vaxtaberandi skuldum OR eru í erlendri mynt á sama tíma og um 19% tekna fyrirtækisins eru í erlendum gjaldmiðli. Gengisfall krón- unnar hefur bæði rýrt eiginfjárstöðu og skert sjóðstreymi fyrirtækisins,“ segir greiningardeildin. Segir þó að á móti komi að vaxtalækkanir ytra vegna fjármálakreppunnar hafi minnkað vaxtakostnað OR í erlendri mynt og hafi það komið fyrirtækinu til góða. „Hins vegar er lánshæfi OR nú í ruslflokki sem mun gera endurfjár- mögnun lána og töku nýrra bæði dýr- ari og erfiðari. Einnig er hætt við að versnandi fjárhagsstaða fyrir- tækisins leiði til uppsagnar á núver- andi lánasamningum,“ segir grein- ingardeildin. Óraunhæfar væntingar? Þessi staða hlýtur, að mati greining- ardeildarinnar, að sníða OR mjög þröngan stakk á næstu misserum, nema nýtt eigið fé verði sett inn í fyr- irtækið eða krónan styrkist verulega. „Hvorugt virðist mjög líklegt til skamms og meðallangs tíma. Að því gefnu þarfnast það skýringa við hvernig félagið geti eitt og óstutt komið metnaðarfullum áætlunum um nýfjárfestingar og áframhaldandi vöxt í framkvæmd með aukinni skuldsetningu. Aukinheldur er ómögulegt að skilja hugmyndir um arðgreiðslu frá fyr- irtækinu til eigenda í ljósi stöðu þess. Ekki verður annað séð en að OR muni eiga fullt í fangi við endurfjár- mögnun útistandandi lána, hvað þá ef kemur til aukinnar lántöku. Hærra álverð mun fyrirsjáanlega auka tekjur OR að einhverju marki en þeg- ar litið er aðeins fram í tímann hlýtur slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins að varpast yfir í orkuverð til almennra notenda (einstaklinga, fyrirtækja o.s.frv.) á höfuðborgarsvæðinu – þar sem helsti orkumarkaður fyrirtæk- isins er. Staðan er einfaldlega sú að fyrirtækið þarf aukna framlegð til þess að geta staðið straum af hærri fjármagnskostnaði og hárri skuld- setningu,“ segir í greiningunni. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur Orkuveitan tekið mjög stóra stöðu með krónunni gegnum erlendar lántökur. Í grein- ingu Arion segir að Orkuveitan muni vitaskuld hagnast ef krónan styrkist á nýjan leik, en að sama skapi myndi u.þ.b. 20% gengisveiking fara langt með að þurrka út eigið fé fyrirtækis- ins, ef gengisvarnir eru engar. Frekari skoðun Bankinn skoðar getu Orkuveitunnar til þess að standa straum af skuld- bindingum sínum, en fyrirtæki getur verið með nægt sjóðstreymi frá rekstri til að mæta vaxtagreiðslum og afborgunum, þrátt fyrir að vera mjög skuldsett. Svokölluð vaxtaþekja er mæli- kvarði á hæfi fyrirtækis til að greiða vexti, þ.e. hlutfall rekstarhagnaðar af vaxtagreiðslum. Sé hlutfallið undir einum er rekstur fyrirtækisins ekki að afla nægilega til að mæta greiðslu vaxta. Arion skoðar í fyrsta lagi vaxta- þekju miðað við EBIT, þ.e. hagnað fyrir vexti og skatta, í öðru lagi miðað við EBITDA-hagnað, þ.e. hagnað fyrir vexti, skatta og afskriftir og í þriðja lagi miðað við handbært fé. Þegar þessir þrír mælikvarðar eru notaðir, segir greiningardeildin, „þarf ekki að fara í grafgötur með að leitnin er í neikvæða átt og að ekki má mikið út af bregða í rekstri fyrirtækisins.“ Vont ef vextir hækka Greiningardeildin kannar næmi Orkuveitunnar fyrir aukinni vaxta- byrði. „Næmi OR fyrir verri vaxta- kjörum sést af því að afkoman hefði verið um 3 milljörðum króna lakari fyrir fyrstu 9 mánuði þessa árs ef meðal vaxtakostnaður (breytilegra vaxta) fyrirtækisins hefði verið um 100 punktum hærri en þeir voru á tímabilinu,“ segja greinendur og telja líklegt að vaxtastig í heiminum fari hækkandi á næstunni. Samkvæmt síðasta árshlutareikn- ingi OR voru erlend lán fyrirtækisins um 206 milljarðar króna og þar að auki voru vaxtaberandi skamm- tímalán, innlend lán í krónum, um 19 milljarðar. „Þessi lán hafa hins vegar fremur langan endurgreiðsluferil. Það er vissulega jákvætt að stórt hlutfall skulda OR er á gjalddaga eft- ir árið 2014 sem gefur ákveðið svig- rúm til að greiða úr stöðunni á þess- um tíma. Samt sem áður verður ekki litið framhjá því að um þriðjungur skulda fyrirtækisins er á gjalddaga næstu fimm árin, eða um 80 ma.kr. (m.v. óbreytt gengi krónunnar).“ Lakari kjör Þá er vikið að möguleikum Orkuveit- unnar á endurfjármögnun. „Eftir at- burði síðustu missera er OR nú með lánshæfiseinkunn í ruslflokki sem vekur upp spurningar um hæfi fyr- irtækisins til endurfjármögnunar eldri lána samhliða mjög lágri eig- infjárstöðu. Takist fyrirtækinu að endurfjármagna skuldbindingar næstu fimm ára blasa þó við umtals- vert lakari kjör á lánasamningum sem mun koma niður á fjárhagslegri heilsu fyrirtækisins.“ Athugun á lausafjárstöðu fyrir- tækisins leiðir í ljós að komi til lausa- fjárvandræða ætti það að geta bjarg- að sér til skemmri tíma, að því gefnu að lánalínurnar haldist opnar. Að auki megi ekki gleyma ábyrgð eig- enda OR á lánum fyrirtækisins, en Reykjavíkurborg standi þrátt fyrir allt fremur styrkum fótum með frem- ur litla skuldsetningu. Að lokum er vikið að svigrúmi Orkuveitunnar til fjárfestinga og komist að þeirri niðurstöðu það sé af- ar þröngt, nema með aukinni lántöku, sem sé e.t.v. ekki æskileg hjá svo skuldsettu fyrirtæki. Búist við að slæm staða Orku- veitunnar birtist í orkuverði Óbirt greining greiningardeildar Arion banka um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Orkuveitan Samkvæmt síðasta árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur voru erlend lán fyrirtækisins um 206 milljarðar króna og þar að auki voru vaxtaberandi skammtímalán, innlend lán í krónum, um 19 milljarðar. Í HNOTSKURN »Níu mánaða uppgjörOrkuveitunnar varpar ljósi á þrönga fjárhagsstöðu fyrirtækisins eftir að kreppan skall á. »Skuldir Orkuveitunnartvöfölduðust við gengis- hrun krónunnar. »Vaxtabyrði er þung.»Svigrúm fyrirtækisins tilnýfjárfestinga er talið tak- markað. Á meðan mörg vestræn hagkerfi jafna sig eftir hrun fasteignabólu bendir margt til þess að önnur slík sé að myndast í Noregi og Svíþjóð. Fasteignaverð hefur hækkað hratt að undanförnu í báðum þessum löndum og er nú í svipuðum hæðum og það var áður en hin alþjóðlega efnahagskreppa skall á. Rannsóknafyrirtækið RGE fjallaði um stöðu mála á fasteigna- mörkuðum Noregs og Svíþjóðar í síðasta mánuði. Miklar hækkanir að undanförnu eru raktar til lágra stýrivaxta í báðum löndunum. Í Sví- þjóð hækkaði fasteignaverð um 3% milli annars og þriðja ársfjórðungs og er nú svipað í flestum lands- hlutum og það var, þegar það náði hæstu hæðum í fyrra. Sömu sögu er að segja af Noregi: Í október hafði fasteignaverð hækkað um 12% á ársgrundvelli og samkvæmt RGE hefur það aldrei verið hærra en um þessar mundir. Þessar hækkanir eiga sér stað á sama tíma og að áhrif hins alþjóð- lega efnahagssamdráttar gætir í ríkum mæli í báðum þessum ríkj- um, þó svo að staða Noregs sé með skárra móti. Þetta þýðir að stýri- vextir muni áfram verða lágir og það mun styðja við áframhaldandi verðhækkanir. Norski seðlabank- inn var að vísu á dögunum fyrsti seðlabanki í Evrópu til þess að hækka stýrivexti eftir að fjár- málakreppan skall á með fullum þunga, en eins og bent er á í um- fjöllun RGE eru vextirnir samt sem áður lágir í sögulegu samhengi og ólíklegt er að þeir hækki mikið á næstu misserum vegna stöðu efna- hagsmála. Í Svíþjóð eru stýrivextir 0,25% og vextir á innlánum fjár- málastofnana í seðlabankanum beinlínis neikvæðir. Fram hefur komið í yfirlýsingum sænska seðla- bankans að ólíklegt er að vextir muni hækka fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Af þessu má vera ljóst að skand- inavísku hagkerfunum stafar ógn af mögulegri fasteignabólu. Áhrifin gætu verið umtalsverð þegar seðla- bankar beggja landa neyðast á end- anum til þess að hækka stýrivexti nær því sem eðlilegt getur talist í sögulegu samhengi. Eins og bent er á í greiningu RGE þá eru 90% fast- eignalána í Noregi með fljótandi vöxtum og er hlutfallið fyrir ný fasteignalán í Sviþjóð 67%. Þetta þýðir með öðrum orðum að fast- eignaeigendur eru býsna næmir fyrir breytingum á stýrivöxtum og skjótar hækkanir geta því breytt stöðu þeirra umtalsvert. Áhrifin af slíkum breytingum til hins verra á hagkerfin gætu jafnframt haft nei- kvæð áhrif á svigrúm hagkerfanna til viðsnúnings. ornarnar@mbl.is Norræn fasteignabóla „Þetta er auðvitað gersamlegaóþolandi. Þetta er niðurlægjandi fyrir hina íslensku þjóð. Alveg með ólíkindum að þetta hafi gerst. Hvað heyrir maður svo um skýringuna? Jú. Skýringin er sú, og hún blasir reyndar við, að ekki má styggja Breta, Þjóðverja, Frakka, Austurríkismenn og allra síst Evrópusambandið út frá aðildarumsókn sem menn hugleiða mjög stíft þessa dagana.“ Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður og þingmaður VG, á alþingi 18. desember 2008. www.andriki.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.