Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Kerti úr sama pakka geta brunnið mismunandi hratt og á ólíkan hátt. Munið að slökkva á kertunum Einn fagran vordag var til-komumikill gestur sesturupp í klettana þar semlandareign föður míns mætti úthafinu. Þetta var var topp- skarfur, stór og virðulegur bar hann sig sem höfðingja sæmdi. Skipti sér ekki af fiðurfénu í nágrenni sínu, svo sem, skeglu, fíl, lunda, álku og teistu, því síður drengstaulanum sem gerði sér tíðförult niður á klettabrúnina, í svo sem fimm metra fjarlægð gegnt syllunni hans. Því er þetta rifjað upp að skarfar eru mjög fátíðir í mikilli nánd, þess algengari á skerjum og flögum í hæfilegri fjar- lægð, ósjaldan að kokgleypa smá- fiska og má oft ekki á milli sjá hvor hefur betur. Nú er náttúruunnandinn Páll Steingrímsson kvikmyndagerðar- maður, ásamt Friðþjófi Helgasyni tökumanni og fleiri góðum sam- starfsmönnum, búinn að skrásetja nánast alla heimsbyggðina hvað snertir þessa tignarlegu tegund og gefa okkur tækifæri á að skoða í nærmynd. Þvílík himnasending, ekki aðeins fyrir þá sem kunna þeg- ar á honum einhver skil, heldur engu síður alla hina, sem fá fróðlega, fal- lega og skemmtilega sýn á íslenskar og erlendar tegundir pólanna á milli. Skarfar – einstök aðlögun, hefst á helstu aðsetursstöðum hans við Ís- land, sem er Breiðafjörðurinn og Vesturlandið. Líkt og hjá mann- skepnunni eru hvergi til sparaðir kraftarnir við að draga að sér bygg- ingarefni í heimilið svo það verði sem traustast, uns laupurinn er tilbúinn úr hvers kyns mori, sjávar- gróðri og síðan bólstraður að innan með mjúkri og hlýrri, heimatilbúinni dúnsæng. Við kynnumst mismunandi lifn- aðarháttum þeirra tveggja skarfa- tegunda sem búa við landið, topp- skarfs og dílaskarfs, síðan er haldið í heimsreisu og við kynnt fyrir ætt- ingjum hans í öðrum álfum. Í Alaska og Síberíu; haldið til þeirrar dulúð- ugu eyju Eldlandsins, umvafðri æv- intýraljóma fjölda sagna sæfarenda sem áttu oft í langvarandi erfið- leikum með að komast fyrir þennan syðsta odda Ameríku á tímum segl- skipanna. Skarfurinn hafði ekki þungar áhyggjur af því. Litið við á Galapagos-eyjum, þar sem æti er svo mikið og gott að þarlendi skarf- urinn er búinn að týna niður flug- getunni. Í Perú er Gúanóskarfurinn frægi sem er svo arðsamur að áburð- arfyrirtækin halda gestum í fjar- lægð á kurteislegan hátt, með skot- vopnum. Áfram er haldið og kíkt á skarfa- fjölskyldur í Ástralíu, á Nýja- Sjálandi, jafnvel hátt til fjalla í Asíu og í óshólmum Kína er hann nýttur til veiða, fiskiskarfurinn festur með streng við eiganda sinn sem hristir síðan upp úr honum veiðina er fugl- inn kemur úr kafi. Suðurskautslandið gleymist ekki á hnattferðinni, þar býr ein merkis- tegund sem má ekki verða útundan. Fyrr á árinu sáum við fróðlega mynd eftir Pál um ferðalagið þangað niður eftir. Þeir félagar hafa náð mörgum, óborganlegum tökum af hinum ólík- ustu skarfategundum í fjarlægustu heimshornum. Afraksturinn er bæði stórfróðlegur og ánægjulegur; tök- urnar allt frá því að vera fræðandi og heillandi sýnir í sælustundir sem hversdagsbaráttu skarfsins við að sjá fyrir sér og sínum, til heillandi sólsetursljóða. Það hafa verið gerðar magnaðar heimildarmyndir á Ís- landi í hartnær öld og hafa þær oftar en ekki verið það besta sem frá okk- ur hefur komið á kvikmyndasviðinu og nú virðist umheimurinn vera að uppgötva þessar perlur. Þar hefur Páll lagt til drjúgan skerf og á örugglega eftir að halda áfram að gleðja náttúruunnendur um langa framtíð. saebjorn@heimsnet.is Morgunblaðið/Ómar Skarfar „Þeir félagar hafa náð mörgum, óborganlegum tökum af hinum ólíkustu skarfategundum í fjarlægustu heimshornum,“ segir m.a í dómnum um mynd Páls. Háskólabíó Skarfar – Einstök aðlögun bbbbn Íslensk heimildarmynd. Leikstjórn og handrit: Páll Stein- grímsson. Kvikmyndataka: Páll Stein- grímsson og Friðþjófur Helgason. Tón- list: Þórður Högnason ofl. Þulur: Páll Magnússon. Kvikmyndagerðin Kvik. 52 mín. Ísland 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYNDIR Á skarfaslóðum HUGLEIKUR Dagsson sat og áritaði viðhafnarútgáfu á „Okkur“ bókunum í verslun Eymundsson í Austur- stræti á laugardaginn. Hugleikur hefur sent frá sér fimm bækur í séríu kenndri við „Okkur“ og nú er komin út viðhafn- arútgáfa sem geymir 1001 mynd úr „Okkur“ serí- unni. Viðhafnarútgáfan er prentuð í 1001 eintaki, tölu- sett og árituð af höfundinum. Með henni fylgir einnig stórt plakat sem er ígildi kápu bókarinnar en hana prýða 1001 „Okkur“ menn öðrum megin en hinum megin er mynd af hinum dulúðuga Friðrik Sólnes rafvirkja sem ritað hefur formála allra „Okkur“ bók- anna. Friðrik ritar ennfremur aðfararorð þessarar ofurbókar (sem er álíka þykk og Biblían) en eftirmála ritar Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands. Morgunblaðið/Ómar Með staflann Hugleikur áritar bók sína í Eymundsson með plakatið sem fylgir bókinni sem skjól. Hugleikur áritaði 1001 eintak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.