Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 18
18 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 ✝ Agnar Þór Hjart-ar fæddist í Reykjavík 9. júlí 1947. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 28. nóvember. Foreldrar hans eru Birna Björnsdóttir, hús- móðir í Reykjavík, f. 18.9. 1927, og William R. Catron, tann- læknir frá Kentucky í Bandaríkjunum, f. 14.8. 1926, d. 19.11. 1962. Hálfsystur Agn- ars, sammæðra, eru 1) Magnea Sig- rún Jónsdóttir, f. 18.4. 1951, maki Jónas Guðmundur Halldórsson, f. 22.2. 1952. 2) Hanna Þórunn Skúla- dóttir, f. 7.7. 1966, maki Kristján Þ. Hallbjörnsson, f. 9.2. 1957. 3) Áróra Hrönn Skúladóttir, f. 5.10. 1970, maki Heimir Guðjónsson, f. 3.4. 1969. Agnar á tvo hálfbræður og eina hálfsystur, samfeðra, sem bú- sett eru í Bandaríkjunum. Hinn 19. apríl 1969 kvæntist Agnar Guðrúnu Önnu Antonsdótt- ur, bankastarfsmanni, f. 21.12. 1948. Foreldrar hennar eru Anna Katrín Jónsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 29.4. 1920, og Friðrik Anton Högnason, bifreiðastjóri, f. 12.3. 1928, d. 16.11. 1973. Synir Agnars og Guðrúnar eru 1) Hörð- ur, rafvirki, f. 14.8. 1969. 2) Hauk- ur, mannfræðingur, f. 21.6. 1977, kvæntur Kolbrúnu Benediktsdóttur lög- fræðingi, f. 19.5. 1978. Börn þeirra eru a) Rósa, f. 12.1. 2006, d. 12.1. 2006, b) Sig- urrós, f. 29.5. 2007, c) Vilhjálmur, f. 25.5. 2009. Agnar ólst upp í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Réttarholtsskóla, stundaði síðan nám við Verslunarskólann og lauk þaðan prófum. Agnar hóf störf hjá Véladeild Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í Ármúla 1965 og starfaði hjá SÍS í tuttugu og sjö ár, lengst af sem deild- arstjóri í varahlutadeild. Hann starfaði síðan skamma hríð hjá Vél- um og þjónustu, síðan hjá Bílaum- boðinu, stundaði eigin rekstur um skeið og hóf störf hjá Bílanausti 1995. Frá júlí 2002 hefur Agnar starfað hjá Poulsen hf., lengst af sem innkaupastjóri. Agnar var virkur í starfi Frímúr- arareglunnar í Reykjavík og starf- aði með þeim frá 1987. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagsskapinn. Útför Agnars fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag, mánudaginn 7. desember, og hefst athöfnin kl. 13.30. Það er svo óskaplega erfitt að skilja að þú, elsku pabbi, sért far- inn frá okkur. Það hafa verið for- réttindi að eiga þig að föður og allra besta vini. Þú ert svo stór hluti af öllum mínum minningum. Þú varst alltaf til staðar með þitt örugga, heiðarlega og kærleiksríka fas. Þú hvattir mig áfram og leið- beindir en lést mig aldrei komast upp með annað en að taka ákvörð- un sjálfur þó að þú værir auðfús að gefa ráð. Og ráð þín og álit skiptu miklu máli. Þú gafst mér besta veganesti sem nokkur getur gefið, ást þína og umhyggju. Allt sem þú gerðir var gert af vand- virkni og heilum hug. Síðustu vikurnar sem þú lifðir sást glöggt hve trú þín var einlæg og sönn og hvílíkan frið hún veitti þér. Hún veitti þér sálarró og Agnar Þór Hjartar SÍÐUSTU daga hef- ur verið nokkur um- fjöllun í fjölmiðlum um væntanlega skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis og birtingu hennar, sem og kosn- ingu sérstakrar þing- mannanefndar til að fjalla um niðurstöður skýrslunnar. Til að eyða öllum misskilningi vil ég taka skýrt fram að skýrsla rannsóknarnefndarinnar verður birt í heild sinni um leið og hún verður af- hent Alþingi. Aldrei hefur staðið til að hafa annan hátt á í þeim efnum. Jafn- framt er mikilvægt að Alþingi, sem setti rannsóknina af stað, sé vel undir það búið að taka við skýrslunni. Frumvarpi forsætisnefndar Alþingis, um kosningu sérstakrar þingmanna- nefndar, er ætlað að tryggja að niður- stöður rannsóknarnefndarinnar fái eðlilega meðferð innan þingsins. Rannsókn á ábyrgðinni á bankahruninu Þegar rannsóknarnefnd Alþingis var komið á fót var meginhlutverk hennar að leita sannleikans um ástæður bankahrunsins og lýsa af- stöðu sinni til þess hverjir beri ábyrgð á því. Rannsóknarnefndinni var hins vegar ekki falið að úrskurða um sekt og sakleysi manna eða ákveða hvernig bregðast eigi við. Málinu lýkur því ekki þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar liggur fyrir heldur verður að fylgja niðurstöðum hennar eftir. Þannig munu sérstakur saksóknari og einstök ráðuneyti, dómstólar og stjórnvöld þurfa að vinna úr ábendingum rannsóknar- nefndarinnar um mögulega ábyrgð einstakra manna á því sem gerðist í aðdraganda bankahrunsins. Það kemur hins vegar í hlut Alþingis að fjalla almennt um skýrsluna, m.a. í þeim tilgangi að draga megi lærdóm af því sem gerðist haustið 2008. Nokkuð hefur borið á efasemdum um að Alþingi sé réttur aðili til að fylgja skýrslu rannsóknar- nefndarinnar eftir. Í okkar lýðræðissam- félagi er Alþingi eina stofnunin sem hefur lýðræðislegt umboð til að ráða fram úr sam- eiginlegum hagsmuna- málum þjóðarinnar og segja handhöfum fram- kvæmdarvaldsins fyrir verkum. Þá bera ráð- herrar ábyrgð á emb- ættisathöfnum sínum gagnvart Al- þingi og þingið getur eitt tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé til að ákæra ráðherra samkvæmt 14. gr. stjórnarskrárinnar. Þess vegna er það beinlínis hlutverk Alþingis að leggja mat á viðbrögð ráðherra og annarra stjórnvalda í þessu máli, draga lærdóm af mistökum og bæta úr því sem aflaga hefur farið. Þó að hrun fjármálakerfisins sé á ýmsan hátt sneypa fyrir ríkisvaldið, verður ekki undan því vikist að Alþingi fjalli um það út frá þessum forsendum. Tryggja þarf vandaða þingmeðferð Í frumvarpi forsætisnefndar er umfjöllun Alþingis um niðurstöður rannsóknarnefndarinnar sett í ákveð- inn farveg. Þar er leitast við tryggja að skýrslan fái vandaða og ítarlega meðferð og að viðbrögð þingsins verði bæði fumlaus og skýr. Á Alþingi er enginn föst eftirlitsnefnd eins og víða í nágrannalöndum okkar. Því er fyrirhugað að kjósa níu manna þing- mannanefnd sem er ætlað að fara vandlega yfir skýrslu rannsóknar- nefndarinnar og móta viðbrögð Al- þingis við niðurstöðum hennar. Henni er síðan ætlað að skila skýrslu til Al- þingis ásamt tillögum að öðrum þing- málum eftir því sem efni máls krefur. Þingmannanefndin getur leitað að- stoðar sérfræðinga í störfum sínum . Eins getur hún falið einum eða fleiri sérfróðum aðilum að rannsaka ein- stök atriði og gefa sér skýrslu um nið- urstöðuna. Stjórnskipanin leyfir aftur á móti ekki að aðrir en þingmenn eigi hlut í flutningi þingmála. Því verður nefnd sem er ætlað þetta hlutverk að vera skipuð þingmönnum, en ekki utanþingsmönnum. Þá er mikilvægt að skipan nefndarinnar endurspegli eftir fremsta megni litróf stjórnmálanna á Alþingi. Því hefur forsætisnefnd mælst til þess að þingflokkarnir komi sér saman um einn lista við kjör í nefndina, þar sem allir þingflokkarnir eiga a.m.k. einn fulltrúa. Ekki er á þessu stigi hægt að ákvarða viðfangsefni þingmannanefnd- arinnar. Það mun ráðast af umfjöllun rannsóknarnefndarinnar og niður- stöðum hennar. Væntingar standa þó til þess að skýrsla hennar geti orðið faglegur grundvöllur að almennu upp- gjöri málsins og að íslensk stjórnmál og samfélagið í heild geti dregið af því einhvern lærdóm. Þá má ætla að þing- mannanefndin muni fylgja eftir ábend- ingum rannsóknarnefndarinnar um breytingar á lögum og reglum. Við það er miðað að þingmanna- nefndin geri grein fyrir athugun sinni í áliti sem lagt verður fyrir Alþingi. Þar verður eftir atvikum unnt að gera til- lögu eða tillögur til þingsályktunar sem kæmu til afgreiðslu við lok um- ræðunnar um skýrsluna. Þó að ekki sé í frumvarpi forsætisnefndar settur ákveðinn tímafrestur fyrir athugun þingmannanefndarinnar er eftir sem áður er mikilvægt að hraða meðferð málsins eftir fremsta megni og að þing- mannanefndin setji sér skýr markmið í þessu efni. Þá mun ég sem þingforseti gera mér far um að tryggja þing- mannanefndinni sem besta aðstöðu til að sinna verkefni sínu, bæði með að- stoð skrifstofu þingsins og sérfræð- ingum utan hennar. Hlutverk þingmannanefndar við meðferð skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis Eftir Ástu R. Jóhannesdóttur »Rannsóknarnefndinnivar hins vegar ekki falið að úrskurða um sekt og sakleysi manna eða ákveða hvernig bregðast eigi við. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Höfundur er forseti Alþingis. LÍFIÐ tekur mikl- um breytingum þegar sorgin vitjar og staðið er frammi fyrir andláti ástvinar. Ekkert er eins og áður og það reynir á að læra að lifa með þeirri reynslu sem sorgin er. Sorgin lætur engan ósnortinn og er hluti af mannlegu lífi. Allar manneskjur mæta sorginni fyrr eða síðar á lífsleiðinni það er einungis spurning um tíma eða stund. Þjóð- kirkjan sinnir eftirfylgd við syrgj- endur og starfsfólk hennar veitir sér- hæfða sálgæslu og stuðning til þess að takast á við þá sáru reynslu sem sorgin er. Þess má jafnframt geta að ýmsar einingar á Landspítala og Hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustan Karitas hafa skipulagt eftirfylgd sem hluta af þeirri þjónustu sem verið er að veita. Eftirfylgdin felst í því að syrgjendum er fylgt eftir í ákveðinn tíma eftir andlát ástvinar með ýmsum hætti og m.a. er boðið til sam- verustunda reglubundið. Undanfarin ár hefur sérstök sam- vera verið haldin á aðventu fyrir syrgjendur að frumkvæði fagfólks innan heilbrigðisþjónustunnar í sam- starfi við þjóðkirkjuna en slík sam- vera var haldin í fyrsta skipti fyrir tíu árum í Grensáskirkju. Samveran er ætluð þeim sem eiga um sárt að binda og er þeim boðið til kirkju á aðventu. Markmiðið er að koma saman fyrir jólin til að veita stuðning í tengslum við undirbúning jólanna og jólahald. Í samverunni er áhersla lögð á sam- félagið og gildi þess að koma saman til þess að hljóta stuðning, uppörvun og styrk. Tónlistin skipar stóran sess, jólasálmar eru sungnir, hugvekja er flutt og tónlistarfólk bæði leikur á hljóðfæri og syngur. Hápunktur sam- verunnar er minningarstund þar sem tendruð eru ljós um alla kirkjuna til að minnast látinna ástvina. Ljósið, Jesús Kristur, sem jólahátíðin vitnar um er þungamiðjan og ítrekað er mikilvægi þess að horfa til ljóssins, leyfa því að varða vegferðina og vísa leiðina í myrkri sorgar og erfiðleika. Samveran hefur fest sig í sessi og er orðin fastur liður í starfi þjóðkirkj- unnar í samstarfi við Landspítala og Hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustuna Karitas. Hvatning og undirtektir þeirra sem sótt hafa samverurnar hefur orðið til þess að þetta starf hef- ur vaxið og er orðinn ómissandi þátt- ur fyrir marga. Sumir koma á hverju ári og margir hafa tjáð sig um gildi þess að safnast saman með fólki sem er að takast á við sambærilega reynslu. Við sem höfum frá upphafi tekið þátt í undirbúningi þessa starfs höfum fengið að heyra vitnisburði syrgjenda um samverurnar og þeir vitnisburðir hafa hvatt okkur til þess að halda áfram þessu starfi ár eftir ár. Það er sterkt að heyra setningar og orð eins og „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef farið í kirkju frá því útför ástvinar míns fór fram“ eða „Ég kveið því að fara í kirkju á að- fangadagskvöld, en þessi samvera hefur hjálpað mér að mæta þeim kvíða“ og „Mér finnst svo gott að fá tækifæri til þess að syngja jólasálm- ana áður en jólin koma og búa mig þannig undir komu þeirra“. Einnig hafa sumir syrgjendur sagt „að það sé svo gott að fá tækifæri til að hitta aftur fólkið sem sinnti fjölskyldunni á þessum erfiða tíma í lífinu“. Í ár verð- ur samvera á aðventu fyrir syrgj- endur í Grensáskirkju 10. des. Samvera á aðventu Eftir Rósu Krist- jánsdóttur og Guð- laugu Helgu Ás- geirsdóttur » Samveran er ætluð þeim sem eiga um sárt að binda og er þeim boðið til kirkju á að- ventu. Markmiðið er að veita stuðning við und- irbúning jólanna. Rósa Kristjánsdóttir Rósa Kristjánsdóttir er djákni, Guð- laug Helga Ásgeirsdóttir er sjúkra- húsprestur. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir ✝ Tryggva Guð-mundsdóttir Söe- bech fæddist 25. júlí 1914 á Akureyri. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 26. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Guðmundur Haf- liðason, fæddur í Fljótum, Skag., 6. apr- íl 1874, og Stefanía Tryggvadóttir, fædd Hofi á Höfðaströnd, Skag., 10. mars 1873. Tryggva var næst- yngst af sex systk- inum. Sigurlína, f. 1899, d. 1976. Kristjana, f. 1903, d. 1933. Hafliði, f. 1906, d. 1984. Sigríður f. 1910, d. 1994. Jóhann, f. 1916, d. 1989. Tryggva giftist Benedikt Péturs- syni Söebech 22. janúar 1944. Þau eignuðust 3 börn 1) Sigurgeir, f. 21. júlí 1945, kvæntur Þuríði Hauks- dóttur, f. 19. maí 1948. og eiga þau tvo syni og sex barnabörn. 2) Ágúst- ína, f. 14 júní 1950, gift Heimi Jó- hannssyni, f. 26. maí 1949, og eiga þau þrjú börn og sjö barna- börn. 3) Pétur, f. 16. febrúar 1954, d. 19. mars 1977. Tryggva ólst upp á Jarlstöðum í Bárð- ardal frá átta ára aldri til fullorðinsára er hún flutti til Ak- ureyrar. Fósturforeldrar Tryggvu voru systk- inin Sigurgeir Guðna- son og Jónína Guðna- dóttir. Einnig elst upp á Jarlstöðum systursonur Tryggvu, Hermann Baldvinsson, f. 19. júlí 1928, d. 1. júlí 2009. Tryggva vígðist í Hjálpræðisher Akureyrar 24. janúar 1937 og var virk þar til heilsu hennar hrakaði. Tryggva verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, mánudag- inn 7. desember, og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku mamma mín. Þá er komið að kveðjustund í bili hjá okkur. Er ég hugsa til baka frá því að ég var barn og til fullorðinsáranna, þá eru minn- ingarnar ljúfar og umhyggju þinni fyrir okkur er varla hægt að lýsa í orðum, því ást þín var mikil. Við bjuggum í sama húsi frá því ég fór að búa og síðast fluttir þú til mín, þang- að til þú fórst upp í Hlíð. Löngu áður barst í tal hjá okkur elliheimili og þá tókstu það loforð af mér að ef þú færir þangað, þá myndi ég ekki gleyma þér þar og sjá til þess að þú værir alltaf hrein og vel til fara. Ég vona að ég hafi staðið við þetta loforð. Og þau forréttindi sem börnin mín bjuggu við að hafa afa og ömmu alltaf í sama húsi eru alveg einstök. Sorg þín var mikil þegar Pétur bróðir dó, en þú barst hana af miklu æðruleysi og eins þegar pabbi féll frá, þá hjálp- aði trúin þér. Nokkrum vikum seinna flutti Hafliði bróðir þinn til þín. Og skrýtið að hugsa til þess hvað þið nýttuð tíman vel, því þrem mánuðum seinna dó hann. Og enn og aftur sannaðist hvað trúin hjálpaði þér mikið á þessum tímum. Ég veit að þú hefur fengið góðar móttökur á nýjum stað. Hvíldu í friði, elsku vina mín, ég leita huggunar í trúnni eins og þú kenndir mér. Ég þakka starfsfólki á Lerkihlíð fyrir kærleika og um- hyggju sem þau sýndu þér og bið guð að blessa starf þeirra. Hafðu þökk fyrir allt, mamma mín. Þín, Ágústína (Didda). Tryggva Guðmunds- dóttir Söebech

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.