Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2009 Í fréttum hefur komið fram aðóefnislegar eignir 365 miðla séu tæpar sex þúsund milljónir króna.     Því hafði verið spáð af mönnum,sem rétt þótti að hlusta ekki á mánuðina og árin fyrir hrun, að hinar óefnislegu eignir væru loft- kenndar í meira lagi. Það væri svo sem hugs- anlega skaðlítið að vitna til þeirra á meðan allt væri á fljúgandi ferð í þjóð- félaginu. En ef harðnaði á dalnum og grípa ætti til slíkra eigna yrði lítið handfast.     Það vill svo til að eigendur 365miðla áttu mikið safn af óefn- islegum eignum í fjölda félaga, sem hafa horfið eða skroppið sam- an eins og blöðrur sem leka lofti. Þeir eigendur en þó ekki síst kröfuhafar þeirra ættu að vera á tánum þegar aðalgreiðslugetan og þó einkum veðhæfnin felst í óefn- islegum efnum. Því verður nefni- lega ekki neitað að margir hafa skaðast á að festa veð sín í froðu.     Myndu margir bankar taka viðsjálfskuldarábyrgð frá ósýni- lega manninum? Þeir gerðu það að vísu í töluverðum mæli sumir fram á haust ársins 2008 en eru þeir enn við það heygarðshorn?     Auðvitað er hægt að hugsa séraðstæður þar sem svokallaðar óefnislegar eignir gætu orðið eft- irsóttar.     Það má til dæmis hugsa sér al-þjóðlega ráðstefnu spíritista á Íslandi. Þeir myndu ekki slá hendi á móti því að vera styrktir til fundarhaldanna með óefnislegum eignum. Og þá sérstaklega ef svo frábærlega vildi til að akkúrat 365 miðlar væru þar saman komn- ir til fundar. Efnilegar óefnislegar eignir Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 4 léttskýjað Lúxemborg 9 skúrir Algarve 19 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Brussel 11 skýjað Madríd 11 alskýjað Akureyri 4 skýjað Dublin 7 skúrir Barcelona 15 léttskýjað Egilsstaðir 3 rigning Glasgow 8 skúrir Mallorca 16 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 4 léttskýjað London 10 heiðskírt Róm 13 heiðskírt Nuuk -5 heiðskírt París 11 léttskýjað Aþena 15 alskýjað Þórshöfn 8 þoka Amsterdam 11 léttskýjað Winnipeg -9 snjókoma Ósló 2 súld Hamborg 9 skúrir Montreal 0 skýjað Kaupmannahöfn 6 þoka Berlín 7 skýjað New York 2 heiðskírt Stokkhólmur 3 skúrir Vín 2 þoka Chicago -1 skýjað Helsinki 2 skýjað Moskva -4 alskýjað Orlando 14 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 7. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.39 0,7 9.58 4,0 16.23 0,7 22.35 3,5 11:02 15:38 ÍSAFJÖRÐUR 5.46 0,3 11.54 2,1 18.35 0,3 11:42 15:07 SIGLUFJÖRÐUR 2.16 1,1 7.58 0,3 14.18 1,2 20.42 0,1 11:27 14:49 DJÚPIVOGUR 0.43 0,2 7.09 2,1 13.29 0,5 19.26 1,8 10:40 14:59 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en úrkomulítið. Austan 8-15 og rigning sunnanlands síðdegis. Hiti kringum frostmark inn til landsins, en annars 1 til 7 stig. Á miðvikudag Austan og síðan suðaustan 8- 13 m/s og rigning sunnan- og austanlands, en skýjað og úr- komulítið annars staðar. Snýst í sunnanátt seinni partinn. Hiti 2 til 9 stig. Á fimmtudag, föstudag og laugardag Útlit fyrir suðaustlæga átt með vætu, en úrkomulítið norðaust- anlands. Milt veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðaustlæg átt, skýjað og þurrt að mestu, en dálítil rigning með köflum á aust- anverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig. www.noatun.is CHICAGO TOWN DEEP PAN PIZZUR KR./STK.599 VERÐ GOTT Fljótlegt og gott á mánudegi 699 ENGIN áform eru um hækkanir bifreiðatrygginga nú um áramót, umfram vísitöluhækkanir, að sögn forstjóra þriggja stærstu tryggingafélaganna. Aðspurðir segja þeir Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvár, Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS og Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, engar gjald- skrárhækkanir fyrirhugaðar á bílatryggingum, hvorki á ábyrgðartrygg- ingum né kaskótryggingum. Þær hækki eingöngu í takt við verðbólgu. „Þetta er náttúrulega mikill samkeppnismarkaður, þannig að það er mjög erfitt að vera með einhverjar einhliða hækkanir,“ segir Lárus. ben@mbl.is Engar gjaldskrárhækkanir á bílatryggingum STOFNUN Styrktarfélagsins Lífs sem starfa mun í þágu kvennadeildar Landspítalans fer fram í safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld, mánudag- inn 7. des. kl. 20. Líf mun styrkja alla þætti kvennadeildar, bæði fæðingarþjónustu og kven- lækningar. Fyrsta verkefni nýstofnaðs félags er að ljúka við framkvæmdir við húsnæði meðgöngu- og sængurkvennadeildar. Að félaginu standa núverandi og fyrrverandi starfsmenn kvennadeildar ásamt breiðum hópi fólks víðsvegar úr þjóðfélaginu. Félagið er fyrir karla og konur enda njóta karlar einnig þjónustu kvennadeildar þar sem börn þeirra fæðast og margir dvelja þar einnig meðan á fæðingu/sæng- urlegu stendur. Samkvæmt upplýsingum frá Hildi Harðardótt- ur, yfirlækni á kvennasviði, var húsnæði deildar- innar byggt árið 1973 og hafa nánast engar end- urbætur verið gerðar á því síðan. Fyrr á árinu var um helmingur deildarinnar endurnýjaður fyrir fé frá framkvæmdastjórn spítalans. Kostnaður við þessar endurbætur á tæplega 400 fermetra svæði nam 73 milljónum. Ekki tókst að afla fjár til að ljúka verkinu. Eftir eru um 400 fermetrar sem þarf að lagfæra og er áætlaður kostnaður um 80 milljónir. Endurnýjun er dýr þar sem t.d. þarf að setja upp loftræstikerfi sem í dag er ekki til stað- ar. „Þó þetta stóra verkefni sé hvati að stofnun fé- lagsins þá er félagið stofnað með langtímaverkefni í huga,“ segir í tilkynningu. Stofnfundur nýs styrktarfélags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.