Magni - 01.05.1971, Blaðsíða 3

Magni - 01.05.1971, Blaðsíða 3
L-_"g:arda.gtir 1. maí 1971 MAGNI Nýr bœjarritari Þann 15. febr. sl. tók Guð- niundur Rúnar Óskarsson við störfum bæjarritara á Akranesi, samkv. samþykkt bæjarstjórn- arinnar frá 29. des. sl. Hann er fæddur í Reykjavík 15. janúar 1946. Lauk ágætu prófi frá Sam vinnuskólanum í Bifröst vorið 1967 og hefur síðan starfað hjá Samvinnutryggingum í Reykja- vík. Hann er Seyðfirðingur í föðurætt en Dýrfirðingur í móð- urætt. Magni býður hinn unga bæjarritara velkominn til starfa á Akranesi. Aðalfundur Aðalfundur Hf. Eimskipafélags íslands verður hald- inn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, föstudaginn 21. maí 1971 kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. gr. sam- þykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félags- ins, samkvæmt 15. grein samþykktanna (ef tillögur koma fram). 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar aö fundinum verða afhentir hluthöf- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félags- Reykjavík 17.-19. maí. Kjarabardttan hefur einhennzt oj eilífnm vornarsainingum ms Reykjavík, 19. marz 1971, STJÓRNIN Kjörskrá fyrir Akraneskaupstað til alþingiskosninga sem fram eiga að fara hinn 13. júní 1971, liggur frammi á bæjarskrifstofunni, Kirkjubraut 8, á venjulegum af- greiðslutíma, frá og með 13. apríl til 11. maí nk. Kærum út af kjörskránni ber að skila til skrifstofu bæjarstjóra eigi síðar en laugard. 22. maí 1971. BÆJARSTJÓRI Magni hitti sem snöggvast að máli Þorvald Loftsson, formann Sveinafélags málmiðnaðar- manna á Akranesi og átti við hann stutt spjall um kjaramál og önnur baráttumál stéttar hans og annarra launþega eins og þau horfa við á hátíðis- og baráttudegi vinnustéttanna, 1. maí að þessu sinni. — Eru margir málmiðnaðar- menn í félagi ykkar, Þorvaldur? — Þeir munu vera um 70. — Hvenær var félag þitt stofnað? — 7. apríl 1966. — Hér á Akranesi er þá um töluverðan málmiðnað að ræða. — Já, hér eru ein fjögur all- stór verkstæði og smiðjur auk allmargra minni verkstæða. Sem entsverksmiðjan hefur eitt all- stórt verkstæði. Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan annað, einnig Haraldur Böðvarsson og Co., og svo er það Dráttarbraut og vél- smiðjan Þorgeir og Ellert hf. sem leysir af hendi umfangs- miklar skipasmíðar og hefur smíðað skip á annað hundrað lestir að stærð. Hún mun nú hafa verkefni allt næsta ár. — Hefur þá vinna verið næg í iðngrein þinni á Akranesi? — Það má heita, og raunar má segja um atvinnuástandið almennt á Akranesi síðustu miss eri, að vinna hefur verið næg að kalla fyrir verkfæra karlmenn. — Þó hefur vertíðin brugð- izt að nokkru enn. — Já, afli hefur verið tregur, en þó oftast reytingur og nokk- ur vinna í fiskverkunarstöðv- um. Hér er nú að taka til starfa nýtt hraðfrystihús. Slíkar at- vinnustöðvar eru afar mikils virði. — Hvað viltu segja um launa inálin eins og þau horfa við í dag? — Við málmiðnaðarmenn átt um í löngu og ströngu verkfalli sl. vor og sumar, og við náðum fram ýmsum mikilvægum lag- færingum, en þó má ekki láta staðar numið, og ég tel að samn ingar og starfsmat ríkisstarfs- Nú verður 40 stunda vinnuvika að komast á, en í þetta sinn setjum við landhelgismálið á oddinn, því að það er og verður kjara- og baráttumál verkalýðsins, segir Þorvaldur Loftsson, formaður Sveinafélags málmiðnaðarmanna á Akranesi í stuttu spjalli við Magna. 3yrir fcrminguna Eins og ávallt áður bjóðum við allt sem með þarf í f ermingarveizluna. ★ SMURT BRAUÐ ★ KÖLD BORÐ ★ HEITUR MATUR ★ ÍSTERTUR ★ KAFFITERTUR Pantið tímanlega. Sl< Símar 1775 og 1776. manna nú í vetur hljóti að hafa veruleg áhrif á almenna kjara- baráttu nú á næstunni og breyta viðhorfi manna. Þar var lagður grundvöllur að svo stórfelldum launamun manna, að hann er bein ögrun við vinnustéttir landsins. Ég held, að óhætt sé að segja, að þetta stökk og stefnu mörkun þess mælist mjög illa fyrir hjá almenningi og jöfn- unarstefna hafi beðið við þetta mikinn hnekki. Þetta kemur til að mynda greinilega fram í ályktun, sem Sveinafélag málm- iðnaðarmanna á Akranesi sam- þykkti einróma á fundi sínum í vetur um þessi mál, en sú ályktun hljóðaði svo: „S.M.A. lýsir furðu sinni á því ríkisvaldi, sem semur um stórfelldar kauphækkanir og kjarabætur til þeirra hálaunuðu starfsstétta, sem mesta atvinnu- öryggið hafa, mestan kaupmátt tímakaupsins og beztu starfs- aðstöðuna, á sama tíma og það beitir lagaþvingunum til að rýra kaupmátt láglaunafólks í verka lýðsfélögunum. S.M.A. mótmælir því, að fram leiðslustéttirnar, sem standa undir efnahagslegri velferð þjóð arinnar, skuli ekki metnar til jafns við embættismannastétt- ir landsins, eins og fram kom í nýgerðum samningum ríkisvalds ins við BSRB. S.M.A. ályktar, með tilliti til fjandsamlegs ríkisvalds í garð launafólks, þar sem löggjafar- samkoma þjóðarinnar er notuð sem baráttutæki gegn því, að láglaunafólk verði að tryggja rétt sinn með aukinni íhlutun á löggjafarsamkomunni. Þessu marki verður ekki náð, fyrr en launamenn og konur þjappa sér saman um þá menn og málsvara se mskeleggast halda á málum launafólks á Alþingi.“ — Hvernig finnst þér verð- stöðvunin svonefnda hafa reynzt? — Ég sé ekki betur en hún sé nafnið tómt, og það finna allir launamenn. Vörur eru sí- fellt að hækka, og þetta getur vart leitt til annars en átaka um kjaramál á næstunni. — Hver telur þú helztu bar- áttumálin nú 1. maí, að slepptum beinum kauphækkunum ? — Ég tel kröfuna um fulla og algilda 40 stunda vinnuviku nú þegar brýna og sjálfsagða. Hana verður launafólk að knýja fram. Mörg önnur hagsmuna- og umbótamál kalla að. Ég nefni aðeins verkalýðsskólann — það hugsjónamál verður nú að fara að komast í höfn. Ég nefni einn- ig stórbætt heilbrigðiseftirlit á vinnustöðvum, bæði vegna fram leiðslunnar sjálfrar og starfs- fólks. 1 þeim efnum er víða svo ömurlegt ástand að engu tali tekur. Auðvitað mætti telja upp fjölmörg slík mál. En á þessum baráttudegi hljót um við að leggja mikla og sér- staka áherzlu á landhelgismál- ið. Það er að vísu mál alþjóðar, en jafnframt hljóta verkalýðs- stéttirnar að líta á það sem kjaramál og eitt mikilvægasta baráttumál verkalýðsins. — Virðist þér kjarabarátta síðustu ára hafa verið virk og raunhæf? — Nei, því fer fjarri. Við höf um átt í sífelldri varnarbaráttu við fjandsamlegt ríkisvald, sem beitt hefur hvers konar ráðum til þess að taka aftur af launa- fólki meira en það lét í samn- ingum. Allir samningar hafa því verið varnarsamningar, og oft hefur orðið að berjast hart fyr- ir því, sem áður var sjálfsagt talið en af okkur tekið, svo sem verðlagsbótum á laun. — Er ekki góð samstaða um hátíðahöldin 1. maí og baráttu- mál dagsins hér á Akranesi? — Jú, ekki er annað hægt að segja. Hér hafa launþegafél- ögin myndað 1. maí nefnd og standa vonandi myndarlega að hátíðahöldunum eins og vant er. — A.K. Orðsending Magni hefur lokið 10 ára ferli sínum og hefst nú 11. árgangur blaðsins. Magni var upphaflega stofnaður sem bæjarmálablað Framsóknar- manna á Akranesi, enda þótt hann hafi víðar farið og sinnt ýmsum öðrum verkefnum. Nú hefur það orðið að ráði milli Framsóknarfélaganna á Akranesi og Kjördæmissam- bands Framsóknarfélaganna í Vesturlandskjördæmi að Magni verði málgagn Fram- sóknarmanna í öllu kjör- dæminu I þeirri kosningabar- áttu, sem framundan er og hefur blaðstjórnin verið stækkuð í samræmi við það. Jafnframt hefur blaðstjórn Magna verið svo heppin að fá Andrés Kristjánsson rit- stjóra til starfa við blaðið fram yfir kosningarnar 13. júní nk. Gat þeim málum ekki skipazt á betri veg. Ég vænti þess að Framsóknarmenn víðsvegar um kjördæmið veiti Andrési Kristjánssyni og blað stjórninni allan þann stuðn- ing, sem þeir mega, svo breyt ing þessi á útgáfu blaðsins komi að tilætluðum notum. Akranesi 20. apríl 1971. F.h. blaðstjómar Magna, Daníel Ágústínusson.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.