Magni - 01.05.1971, Blaðsíða 4

Magni - 01.05.1971, Blaðsíða 4
4 MAGNI' Laugardagur 1. maí 1971 Frá kjördœmisþingi Framsóknarmanna í Borgarnesi: Látum þessar kosningar verða þjóðfylk- ingu um nýja sókn í landhelgismálinu Kjördæmisþing Sambands Framsóknarfélaganna í Vestur- landskjördæmi var haldið í Borg arnesi laugardaginn 6. marz og sóttu það um 50 fulltrúar að- ildarfélaga, auk stjórnar, mið- stjórnarmanna og formanna fé- laga, alþingismanna og nokk- urra gesta. Þingið samþykkti allmargar ályktanir um kjör- dæmismál og landsmál, og verða þær birtar hér í blaðinu nú og síðar. Fráfarandi formaður sam- bandsins, Snorri Þorsteinsson, setti þingið og bauð fulltrúa velkomna, svo og ritara Fram- sóknarflokksins, Helga Bergs, sem flutti erindi á þinginu. Að tillögu formanns voru þeir Þórður Pálmason, fyrrv. kaup- félagsstjóri og Leifur Jóhannes- son, ráðunautur, kjörnir þing- forsetar, en þingritarar Bjarni V. Guðjónsson, Njáll Gunnars- son og Guðmundur Sigurðsson. Snorri Þorsteinsson flutti skýrslu stjórnarinnar og gerði fyrst grein fyrir undirbúningi skoðanakönnunar, er fram fór á sl. hausti um framboð flokks- ins í kjördæminu við næstu Al- þingiskosningar, skipun upp- stillingarnefndar og starfi henn- ar. Hann taldi, að vel hefði til tekizt um skipan listans í heild, þótt í öndverðu hefði komið fram nokkur ágreiningur um skipun í einstök sæti hans, og að lokinni ákvörðun mundi ríkja um hann góð eining. Þá skýrði formaður frá því, að stjórn sambandsins hefði sam ið um að fá til umráða mál- gagn Framsóknarmanna á Akra nesi, Magna, fram yfir Alþingis- kosningarnar, og yrði Magni málgagn sambandsins í kjördæm inu fram yfir kosningar. Hann kvað starf sambands- félaga hafa verið misjafnt, en sum félögin hefðu starfað af töluverðu fjöri. Snorri gat þess að lokum, að hann mundi nú ekki gefa kost á sér lengur til formennsku í sambandinu, en hann hefur gegnt henni óslitið síðan 1963. Hann þakkaði með- stjórnendum sínum gott og ánægjulegt samstarf. ERINDI HELGA BERGS Þessu næst flutti Helgi Bergs ritari Framsóknarflokksins er- indi um starf og málflutning Framsóknarflokksins. Helgi ræddi m.a. að nokkru væntanleg verkefni næsta flokksþings, sem haldið var í þessum mánuði, en þau yrðu að sjálfsögðu ekki sízt mótun væntanlegrar kosninga- baráttu í heild. Einnig væru breytingar á lögum flokksins á dagskrá þingsins, og rætt mundi verða um breytingar á tilhögun sjálfs flokksþingsins. Ræddi hann þessi mál allýtarlega. Hann ræddi einnig stefnu Fram- sóknarflokksins í ýmsum mál- um, þar á meðal landhelgis- málinu, og væri það m.a. krafa Framsóknarflokksins, að Al- þingi lýsti þegar yfir vilja og rétti Islendinga til að færa fisk- veiðilandhelgina út í 50 mílur að minnsta kosti. Helgi ræddi einnig um stjórn- sýsluna í landinu og menntamál og margt fleira. Loks minntist hann á kosningarnar, sem fram undan eru og hvatti til öflugrar baráttu, þar sem eitt þingsæti gæti vel ráðið úrslitum um mögu leika núverandi stjórnarflokka og framhaldandi samstarfs um ríkisstjórn, og þingsæti gæti nú sem stundum áður oltið á einu! einasta atkvæði. Þingfulltrúar gerðu góðan róm að þessu langa og ýtar- lega erindi Helga. Alexander Stefánsson tók til máls á eftir Helga, þakkaði hon- um ágætt erindi og minntist á Siál$hhðslu- og heyflulningsvagnarnir ha$a rutt braulina PEGGY sjálfhleðsluvagninn. Rúmtak með þurrheysgrindum 18 m'!, með votheys- grindum 7 m3, hlassþyngd 1750 kg. Auk þess að vera sjálfhleðsluvagn, má losa sóparann og heygrindur af og nota vagninn sem alhliða flutningavagn. Verð ca. kr. 127.000.00. Kostir Fella vagnanna eru framúr- skarandi, sem hin langa reynsla við íslenzkar aðstæður hefur tvímæla- laust sannað. Fella vagnarnir eru útbúnir með 2 drifsköftum með öryggistengsli, sem gefur öryggi í beygjum, mikil sporvídd 1,8 mtr, sem eykur stöð- ugleika, belgmikíir hjólbarðar (11,5x15,8 str.l.), sem eykur stöð- ugleika og hindrar sporun. Uni- versal beizli fyrir allar gerðir drátt- arvéla, sérstaklega styrkt yfir- grind, sem eykur endingu og ör- yggi og sóparinn er ekki í gangi við losun, sem kemur í veg fyrir óþarfa slit og álag, auk þess, sem mikið öryggi er í því fólgið. Bændur! Kynuið yður nýjustu tækni. Berið saman Fella- vagnana og aðrar gerðir, og sannfærizt um, hvar þið gerið beztu kaupin. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. LADUP-JUNIOR sjálfhleðsluvagninn Rúmtak með þurrheysgrindum 23 m3, heildarþyngd með hlassi 4 tonn. Þetta er afkastamikill og traustur vagn. -— Verð ca. kr. 160.000.00. G/obust LÁGMÚLI 5, SÍMI 815 55 Snorri Þorsteinsson Bjarni Arason nauðsyn þess, að Framsóknar- flokkurinn tæki ekki lengur þátt í „þögn“ um landhelgismálið og flytti þingsályktunartillögu um uppsögn brezka samningsins og útfærslu landhelginnar. Þingmenn kjördæmisins fluttu því næst erindi. Ásgeir Bjarna- son ræddi aðallega um vegamál og rafmagnsmál kjördæmisins. Hann minnti á, að enn vantaði rafmagn á 185 býli í kjördæm- inu, og áætlað væri, að það kostaði 75 millj. að koma sam- sveiturafmagni á þau. Um vega- málin ræddi hann almennt, en minntist þó sérstaklega á Hey- dalsveg, sem vonir stæðu til, að lokið yrði 1972. Síðan ræddi hann um kosn- ingabaráttuna, og hvernig Framsóknarmenn ættu að keppa að því takmarki að koma þrem- ur mönnum úr kjördæminu á þing. Halldór E. Sigurðsson minnt- ist á kjördæmabreytinguna 1959 og benti á þá annmarka, sem menn fyndu nú glögglega, að komnir væru í ljós, stjórnar- flokkarnir ekki síður en aðrir. Síðan ræddi hann um efnahags- málin og minnti á, að síðasti áratugur hefði markað þau skil í þjóðarframleiðslu, að fullkom- ið stökk mætti kalla. Nýting þessara tekna hefði hins vegar orðið hörmuleg, og nú væri flest uppbygging þjóðfélagsins á nið- urleið í stað þess, að stórtekjurn ar hefðu átt að verða lyftistöng. Þetta væri sönnun þess, að efna hagsmálastefna núverandi ríkis- stjórnar væri alröng, og það væru hagsmunir allra lands- manna, að skipt væri um ríkis- stjórn. Þeir hagsmunir færðust beinlínis sífellt nær spurning- unni um það, hvort þjóðin ætti að fá að lifa með fullum umráð- um í landinu og sitja að gögn- um þess og gæðum einboðið. Daníel Ágústínusson tók einn ig til máls og ræddi fyrst um starfsemi flokksins og næsta flokksþing. Kvaðst hann álíta, að breyta þyrfti starfsháttum flokksþings í því skyni að gera þá virkari. Hann ræddi einnig atvinnumál og eflingu útflutn- ingsatvinnuvega og kvað engan veginn fráleitt að leita erlends fjármagns, til uppbyggingar ís- lenzkra atvinnuvega og hættu- laust, ef rétt væri að slíkum samningum staðið. Hann kvaðst fagna því, að Framsóknarflokk- urinn ætlaði að knýja á um landhelgismálið betur en áður og brýnt væri orðið að færa út landhelgina og segja upp samn- ingnum við Breta. Daníel Kristjánsson bar fram fyrirspurn um það, hvort kom- andi flokksþing mundi ekki fjalla um landhelgismálið og af- greiða yfirlýsingu um það, og kvað Helgi Bergs lítinn vafa á því. Helgi ræddi síðan nokkur atriði, sem fram höfðu komið í umræðum. KOSNIN GASTARFIÐ Snorri Þorsteinsson bar fram ýtarlega tillögu að skipulagi og starfsháttum Framsóknar- manna í kjördæminu við undir- búning vegna alþingiskosning- anna, og var hún samþykkt sam hljóða. Er þar gert ráð fyrir að ráða kosningastjóra og koma upp kerfi trúnaðarmanna í hreppum og kauptúnum, og kosningaskrifstofur verði opn- ar a.m.k. í mánuð fyrir kosn- ingar í Borgarnesi og á Akra- nesi og hálfan mánuð a.m.k. á Hellissandi, Ólafsvík, Grundar- firði, Stykkishólmi og Búðardal- Þá var og samþykkt heimild til sambandsstjórnar um að ganga frá samningi um leigu á blaðinu Magna fram yfir kosn- ingar. Þessu næst var kosið í starfs- nefndir þingsins, og síðan gert fundarhlé meðan þær störfuðu, en eftir kvöldverð hóf þingið umræður um nefndaálit og af- greiðslu mála. KOSNINGAR Vegna væntanlegs formanns- kjörs hafði fyrr á fundinum komið fram ábending um skip- un uppstillingarnefndar, og var fallizt á, að viðstaddir formenn flokksfélaga tækju sæti í henni. Framsögumaður, Þórarinn Sig' urðsson, kynnti tillögur nefndar innar og gerði grein fyrir þeirri uppástungu, að Bjarni Arason héraðsráðunautur yrði kosinn formaður sambandsins. Saro- þykkti þingheimur tillöguna með lófataki, og lýsti þingfor- seti Þórður Pálmason því yfír> að hann væri rétt kjörinn for- maður S.F.V.K. — Aðrir í stjórn voru kosnir: Fyrir Akranes: Sigurdór Jó- hannsson. Til vara: Bent Jóns- son. Fyrir Borgarfjarðarsýslu: Jón Þórisson. Til vara: Jón Magnús- son. Framhald á bls. 7

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.