Magni - 01.05.1971, Blaðsíða 6

Magni - 01.05.1971, Blaðsíða 6
6 M A G N I , Laugardagur 1. maí 1971 Gullna hliðið í Logalandi Ungmennafélag Reykdæla sýndi Gullna liliðið eftir Davíð Stefánsson, á Logalandi í vetur, undir stjórn Bjarna Steingrímssonar. Var sérlega vel til sýningarinnar vandað, og flutningur leiksins tókst fram úr skarandi vel, og var bæði félagi og leikendum, svo og öðrum þeim, sem að sýn- ingunni unnu, til hins mesta sóma. Flutningur þessa leikverks vakti Iíka óskipta athygli í hér- aðinu, og varð aðsókn bæði mikil og góð. Urðu sýningar alls þrettán og sótti þær fólk víða að. — Myndin sýnir leikstjóra og leikendur við gullna hliðið að lokinni frumsýningu. (Ljósm. V.E.) NO ERU HÚSIN TVÖ ! 100 BÍLAR OG ÓTAL HÚSBÚNAÐAR- VINNINGAR SALA HAFIN OKTÓBERHUSID VERÐ ÓBREYTT KR. 100 Á MÁN. dae Umboðið er í verzluninni ÓÐINN hf. Akranesi — Sími 1986 KAUPFELAG BORGFIRÐINGA BORGARNESI Afli á Vesturlandi Fjölþætt verzlun og þjónusta við félagsmenn kaupfélagsins •gerir okkur einnig fært, að bjóða ferðafólki margs konar vörur og þjónustu. í í Borgarnesi starfrækjum við margar verzlunardeildir, sem meðal annars hafa á boðstólum flestar nauðsynjar til ferða-1 laga. Matvörur — fatnað — sportvörur — blöð og bækur — bensín og olíu — o.m.fl. Starfrækjum verzlunar-útibú í Ólafsvík og á Hellissandi. — Að Vegamótum í Miklaholtshreppi höfum við verzlun og veit- ingahús. Verið velkomin. — Reynið viðskiptin. KAUPFÉLAG BORGFIRDINGA BORGARNESI Allt útlit er fyrir að þessi vetrar- vertíð ætli mjög; að bregðast. Heildar- aflinn í verstöðvum frá Vestmannaeyj- um til Snæfellsness er mun minni en á sama tíma í fyrra og verstur mun hann vera við Faxaflóa og Breiðafjörð. Eru sjómenn mjög vondaufir um að nokkur umtalsverð aflahrota komi héð- an af. Hér á eftir fer stutt yfirlit yfir hverja verstöð og er aflinn miðaður við 24. apríl. Aflinn talinn í tonnum. AKRANES: í>ar hafa lagt upp afla 20 vélbátar og er það a.m.k. þremur bátum fleira en í fyrra. Samt er aflinn aðeins 5.460 tonn á móti 7.117 tonnum á sama tíma 1970 eða 1.657 tonnum minna. Hinsvegar hafa verið lögð þar á land um 11.000 tonn af loðnu, en sáralítið barst á land af henni sl. ár á Akranesi. Afli ein- stakra báta var þessi: Árni Magnússon 213 Ásmundur 216 Fram 279 Grótta 207 Haraldur 253 Höfrungur 226 Höfrungur II 179 Höfrungur III 371 Jörundur III 123 Keilir 252 Ólafur Sigurðsson 90 Óskar Magnússon 101 Rán 372 Sigurborg 455 Sigurfari 418 Sigurvon 379 Skírnir 370 Sólfari 452 Sæfari 357 Þristur 147 Alls 5.460 tn Af þessum bátum stunduðu loðnu- veiðar: Árni Magnússon, Haraldur, Höfrungur II og Höfrungur III, Jör- undur III, Ólafur Sigurðsson og Óskar Magnússon. Ber að hafa það í huga í sambandi við aflaskýrslu þessa, því veiðitími þeirra á þorskaveiðum er miklu styttri. RIFSHÖFN: Heildarafli þar er 3.748 tonn í 554 sjóferðum. Á sama tíma í fyrra var aflinn 4.677 tonn í 702 sjóferðum. Afli einstakra báta var þessi: Guðrún María 266 Hafrún 284 Haförn 256 Hamar 365 Saxliamar 381 Skarðsvík 749 Tjaldur 273 Vestri 339 Þar að auki voru nokkrir bátar með minni afla og nokkur afli barst þar á land af aðkomubátum. Eins og kem- ur fram í yfirliti þessu er Skarðsvík- in lang hæst með 749 tonn og er sá afli fenginn í 64 róðrum. Á sama tíma í fyrra hafði hún fengið 948 tonn í 63 róðrum. Skipstjóri er Sigurður Krist jónsson. ÓLAFSVÍK: Þar er heildaraflinn 6.781 tonn í 930 sjóferðum. í fyrra var aflinn á sama tíma 6.492 tonn en eigi er vitað um sjóferðir þá. Hinsvegar fóru nokkr ir stærstu bátarnir í fyrra suður fyrir land og lögðu afla sinn þar upp. Það hafa þeir ekki gert í vetur. Mun því raunverulega minni afli hjá bátunum nú en í fyrra, eins og í öðrum verstöðv um. Afli einstakra báta var þessi: Auðbjörg 392 Garðar 332 Geysir 277 Halldór Jónsson 546 Jón Jónsson 470 Jökull 495 Kári 342 Eárus Sveinsson 615 Matthildur 482 Ólafur 351 Pétur Jóhannsson 450 Stapafell 420 Svanur II 254 Sveinbjörn Jakobsson 536 Valafell 393 í»ar að augi eru ýmsir smærri bátar, sem lagt hafa upp afla og eigi eru taldir hér með. 1 ólafsvík er Lárus Sveinsson langhæstur, með 615 tonn. Skipstjóri á honum er Guðmundur Kristjónsson, en hann er bróðir Sig- urðar skipstjóra á Skarðsvíkinni, sem er aflakóngur í Rifi. GRUNDARFJÖRÐUR: Þar var heildaraflinn 15. apríl 2.127 tonn í 439 róðrum, en var á sama tíma í fyrra 3.000 tonn, en róðrafjöldi liggur ekki fyrir. Afli einstakra báta var þessi: Ásgeir Kristjánsson 342 Farsæll 214 Gnýfari 335 Grundfirðingur 287 Haddur 66 Lundi 93 Siglunesið 453 Sigurfari 218 í»ar að auki eru nokkrir bátar með minni afla. í>á hafa 2 bátar — Haraldur og Islendingur — stundað rækjuveiðar og aflað um það bil .50 tonn af rækju. Hefur sú vinnsla skapað drjúga vinnu, einkum fyrir konur. STYKKISHÓUMUR: Þar lá ekki fyrir yfirlit um aflabrögð nú eða samanburður við sl. ár, þar sem vigtarmaðurinn var staddur í Reykjavík. Hinsvegar munu þessir þrír bátar vera aflahæstir: Nöfn: tonn Arney 445 Gullþórir 315 l>órsnesið 442 I næsta blaði mun koma nýtt yfir- lit og verður það í lok vertíðarinnar. Fréttamaður Magna á Snæfellsnesi —- Jónas Gestsson í Grundarfirði — tók saman yfirlit um aflann í verstöðv- um á Snæfellsnesi, en aflaskýrslan á Akranesi er frá Sigurði Vigfússyni. Landhelgi Framliald af bls. 2 mennirnir hefðu ráðið ferðinni. Útfærslan 1958 kostaði mikil átök við Sjálfstæðisflokkinn, sem leynt og ljóst barðist gegn henni allt þar til 1. sept. er slagurinn hófst við Breta. Árið 1958 hafði Framsóknar- flokkurinn forustu í landhelgis- málinu með því að halda saman þeim öflum, sem að því stóðu. Það sama hefur skeð nú. Fram- sóknarflokkurinn hefur beitt sér fyrir eins víðtækri samstöðu um nýja útfærslu og mögulegt er. Hann stendur því í fylkinga- brjóti í máli þessu. Efling Fram sóknarflokksins er því bezta tryggingin fyrir sigri þjóðar- innar í þessu mikla hagsmuna- máli. Þótt stjórnarflokkarnir hafi ekki skilið þá brýnu nauðsyn, sem á því er að stíga nú djarft spor í landhelgismálinu m.a. vegna væntanlegrar ráðstefnu 1973 og hagsmuna þjóðarinnar almennt, þá er þess að vænta að kjósendur landsins hafi fyrir löngu komið auga á þessa nauð- syn — og þá ekki sízt kjósendur á Vesturlandi jafn mikið og stór hluti þeirra á bókstaflega af- komu sína undir því að sóknin í Iandhelgismálinu haldi áfram og hin gjöfulu mið út af Faxaflóa og Breiðafirði verði vemduð fyr ir erlendum veiðiflota og þeirri tækni, sem honum fylgir. Það fer vel á því, að þessir kjósendur, sem aðrir landsmenn geti með einföldum hætti komið vilja sínum fram í máli þessu við kosningarnar í júní. Þar verð ur kosið um tvær leiðir. Nýja sókn í landhelgismálinu eða á- framhaldandi aðgerðarleysi. Val ið ætti að vera auðvelt. — D.Á.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.