Magni - 01.05.1971, Blaðsíða 1

Magni - 01.05.1971, Blaðsíða 1
J)., 'SeSW Árnaðaróskir 1. maí 1. tölublað Akranesi, laugardaginn 1. maí 1971 11. árgangur Listi Framsóknarflokksins á Vesturlandi Ásgeir Bjarnason bóndi í Asgarði, f. 6. sept. 1914 í Ás- garði. Nam í Beykholti, búfr. frá Hólum 1937. Framlialds- nám í búfræði í Noregi og búnaðarstörf þar og í Sví- þjóð. Alþingismaður Dala- manna 1949 og Vesturlands- kjördæmis síðan 1959. Hefur lengi átt sæti á Búnaðarþingi og fundum Stéttarsambands bænda. Átti sæti í Norður- landaráði 1953-57. Nýkjörinn form. Búnaðarfélags Islands Ásgeir var kvæntur Emmu Benediktsdóttur frá Kvern- grjóti, en hún er látin. Seinni kona Asgeirs er Ingibjörg Sig urðard. frá Hvoli í Saurbæ. Halldór E. Sigurðsson f. að Haukabrekku í Fróðárhreppi. Nám í Beykholti 1937, búfr. frá Hvanneyri 1938. Bóndi í Staðarfelli 1937-55, sveitar- stjóri í Borgarnesi 1955-67. Þingmaður Mýramanna 1956 og Vesturlandskjördæmis síð an 1959. Hefur gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum í skóla- ungmennafélags- bún- aðar- og sveitarstjórnarmál- um héraðs síns. Hefur mjög látið f járhags- og atvinnumál til sín taka á Alþingi. Halldór er kvæntur Margréti Gísla- dóttur frá Æsustöðum í Langadal. Alexander Stefánsson, odd- viti, f. í Ólafsvík 6. okt. 1922. Nám í héraðsskólanum á Laugarvatni og Samvinnu- skólanum 1942-1943. Kaup- félagsstjóri Dagsbrúnar í Ól- afsvík 1947 til 1960. í hrepps- nefnd Ólafsvíkur síðan 1954. Stofnaði Trésmiðju Ólafsvík- ur 1945 og stjórnaði henni. Hefur lengi átt sæti í stjórn- um samtaka Framsóknar- manna á Snæfellsnesi og í Vesturlandskjördæmi og gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum öðrum í sveit og hér- aði. Alexander er kvæntur Björgu Hólmfríði Finnboga- dóttur frá Gerðum í Garði. Daniel Ágústínusson, forseti bæjarstjórnar Akraness, f. 18. marz 1913 á Eyrarbakka. Daníel tók kennarapróf 1936. Kennari héraðsskólan- um Núpi 1936-37, kennari í Stykkishólmj 1937-39 og Gagnfræðaskóla Austurbæjar Rvflt 1947-54. Erindreki Framsóknarfl. 1939-47. Bæj arstjóri Akranesi 1954-1961, nú forseti bæjarstjórnar. Sam bandsritari UMFl 1933-57. Á sæti í miðstj. Framsóknarfl. og hefur verið varaþingm. Vesturlandskjördæmis. Á sæti í Orkuráði rikisins. Daní el er kvæntur Önnu Erlends- dóttur frá Odda. Magnús Óskarsson á Hvann- eyri, er fæddur 5. júlí 1927 að Saurum í Mýrasýslu. Hann stundaði nám á Hvanneyri °g lauk þaðan kandidatsprófi 1953. Síðan stundaði hann öám í Landbúnaðarhaskólan- um í Kaupmannahöfn og lauk Þaðan próf i 1955. Þá fór hann að Hvanneyri og hefur verið Þar kennari síðan en jafn- íramt haft þar umfangs- miklar jarðræktartUraunir. Magnús hefur átt sæti í ftreppsnefnd Andakílshrepps °g gegnt ýmsum fleiri félags- °S trúnaðarstörfum. Leifur K. Jóhannesson ráðunautur f. 12. nóv. 1932 að Saurum í Helgafellssveit. Búfr. frá Hvanneyri 1954, kandidatspróf í búfræði 1957. Héraðsráðunautur Búnaðar- sambands Austurlands 1957- 59 og hjá Búnaðarsambandi Snæf. síðan 1959. Formaður FUF á Snæfellsnesi 1959 og hefur átt sæti í stjórn kjör- dæmissambands Framsóknar manna. I skólanefnd Stykkis- hólms, þar sem hann býr. Leifur er kvæntur Maríu Steinunni Gísladóttur frá Skáleyjum. Elín Sigurðardóttir, ljós- móðir í Stykkishólmi er fædd 22. júlí 1930 í Dal í Mikla- holtshreppi. Hún útskrifað- ist úr Ijósmæðraskólanum 1950 og var eftir það ljós- móðir í fæðingarsveit sinni, Miklaholtshreppi í þrjú ár. Arið 1955 fluttist hún til Stykkishólms og hefur verið ljósmóðir þar siðan. Hún hef- ur starfað að kvenfélagsmál- um, átt sæti í stjórn Krabba- meinsfélagsins og setið í skólanefnd Stykkishólms. EI- ín er gift Sigurði Agústssyni bifreiðarstjóra í Stykkis- hólmi og eiga þau sex börn. Steinþór Þorsteinsson kaup félagsstjóri í Búðardal f. 25. maí 1937 á Hólanesi, Skaga- strönd. Stundaði nám í Reyk- holti og tók landspróf þar 1953. Próf frá Samvinnuskól- anum 1958. Stundaði verzlun- ar- og skrifstofustörf í Rvík 1954-56. Hefur verið kaup- félagsstjóri Kaupfélags Hvammsfjarðar í Búðardal síðan 1959. Steinþór er kvænt ur Gunni Axelsdóttur Svein- björnssonar kaupmanns á Akranesi. Davíð Aðalsteinsson kenn- ari er fæddur á Arnbjargar- læk í Borgarfirðí 13. des. 1946 og ólst þar upp. Hann stundaði nám í Reykholti og fór síðan í Kennaraskólann, þar sem hann lauk kennara- prófi 1967. Með námi stund- aði hann búskap heima á sumrum. Síðan hefur hann stundað búskap heima, sjó- sókn og ýmis önnur störf. Um skeið var hann einnig er- indreki Framsóknarmanna á Vesturlandi. Davíð er kvænt- ur Guðrúnu Jónsdóttur frá Akranesi. Ragnheiður Guðbjartsdótt- ir húsfreyja á Akranesi er fædd 15. febr. 1919 að Hjarð- arfelli í Miklaholtshreppi og ólst þar upp. Síðan fluttist og átti þar heima nokkur ár en fluttíst síðan með manni sínum, Hjálmi Hjálmssyni, að Hvammi. Þar bjuggu þau unz maður heiuiar lézt. Arið 1960 fluttist Ragnheiður til Akraness og hefur búið þar síðan með seinni manni sín- um, Halldóri Jörgenssyni, tré smið. Rágnheiður hefur gegnt ýmsum félagsstörfum, en þó helgað sig mest starfi kirkju kórsins og er í stjórn hans. 1. maí Magni, málgagn Framsókn- armanna í Vesturlandskjör- dæmi, sendir verkafólki, körl um og konum, og öðrum laun þegum á Vesturlandi árnað- aróskir og samstarfskveðjur á þessum hátíðis- og baráttu- degi með von um, að dagurinn efli sókn verkalýðsfélaganna fyrir betri kjörum og starfs- umbótum. Framsóknarflokkurinn von ar, að varnarbarátta verka- Iýðshreyfingarinnar síðasta áratug snúist senn í virka sókn að nýjum áföngum, sókn er færi nýja sigra í kjarabaráttu, starfsaðbúð og menntun stéttanna. Markið: 40 stunda vinnuvika með líf- vænlegum launum, verður að nást að fullu í næstu atrennu og treysta þarf á ný launa- stefnu með skynsamlegum og hóflegum launamun. Framsóknarflokkurinn hvetur og eindregið til þess, að fjöldahreyfingar almenn- ings á Islandi, verkalýðshreyf ingin og samvinnuhreyfingin, efli og styrki hvor aðra sem bezt með nánara og árangurs ríkara samstarfi og samkomu lagi um kjaramál. Heill íslenzkri verkalýðs- stétt og launþegum til sjávar og sveita á þessum hátíðis- degi.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.