Morgunblaðið - 28.12.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.12.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2009 Fjárlaganefnd Alþingis fékk áÞorláksmessu bréf frá breskri lögmannsstofu, Mishcon de Reya, sem nefndin hafði leitað til um sér- fræðiálit. Bréfið er svar við ásök- unum Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra sem hafði í við- tölum gert allt til að grafa undan áliti stofunnar.     Einhvern tím-ann hefði slík árás ráð- herra ríkis- stjórnar á er- lenda sérfræð- inga sem starfa fyrir Alþingi þótt tíðindum sæta. Atburða- rásin í Icesave- málinu hefur hins vegar verið svo ævintýraleg að nú kemur ekk- ert á óvart.     Það hefði þótt tíðindum sæta aðráðherra reyndi að gera lítið úr álitinu með því að halda því fram að lögmannsstofan væri óþekkt, en hún á sér langa sögu og nýtur virðingar á Englandi og í Wales.     Enn sérkennilegra var að ráð-herra skyldi halda því fram að lögmannsstofan hefði ekki haft að- gang að tilteknum hliðargögnum, þegar í svari stofunnar kemur skýrt fram að svo hafi verið.     Síðast en ekki síst hefði einhverntímann talist alvarlegt að ráð- herra rangtúlki afstöðu sem fram kemur í sérfræðiáliti. Mishcon de Reya þarf sérstaklega að leiðrétta þá missögn fjármálaráðherra að stofan telji verra að tefja málið en að afgreiða það strax frá Alþingi.     Hvernig málstað hefur ráðherraað verja sem kemur fram með slíkum hætti? Og hvernig má það vera að slíkur málflutningur ráða- manna komi ekki lengur á óvart? Steingrímur J. Sigfússon Kemur ekkert á óvart lengur? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík -5 léttskýjað Lúxemborg 0 slydda Algarve 15 skýjað Bolungarvík -3 snjókoma Brussel 5 skúrir Madríd 6 skýjað Akureyri -3 snjókoma Dublin 4 léttskýjað Barcelona 13 heiðskírt Egilsstaðir -5 snjóél Glasgow 2 skúrir Mallorca 13 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -5 léttskýjað London 7 alskýjað Róm 10 léttskýjað Nuuk -3 frostrigning París 7 léttskýjað Aþena 18 skýjað Þórshöfn 1 léttskýjað Amsterdam 5 skýjað Winnipeg -11 alskýjað Ósló -9 alskýjað Hamborg 5 skýjað Montreal 2 þoka Kaupmannahöfn 4 alskýjað Berlín 2 heiðskírt New York 9 heiðskírt Stokkhólmur -5 skýjað Vín 3 skýjað Chicago -7 snjókoma Helsinki -9 skýjað Moskva 1 snjókoma Orlando 13 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 28. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.10 3,3 9.34 1,3 15.34 3,2 21.50 1,1 11:23 15:37 ÍSAFJÖRÐUR 5.21 1,7 11.46 0,7 17.38 1,6 12:08 15:02 SIGLUFJÖRÐUR 1.07 0,4 7.33 1,1 13.46 0,3 20.09 1,0 11:53 14:43 DJÚPIVOGUR 0.16 1,6 6.39 0,7 12.38 1,4 18.42 0,5 11:01 14:58 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag Norðan og norðaustan 3-10 m/s og él, en léttskýjað SV- lands. Frost 2 til 12 stig, mildast við ströndina, en víða kaldara í innsveitum. Á miðvikudag og fimmtudag (gamlársdagur) Norðanátt, fremur hæg í fyrstu, en síðan 5-10 m/s. Víða létt- skýjað, en él við austurströnd- ina. Áfram kalt í veðri. Á föstudag (nýársdagur) og laugardag Norðaustanátt og él norðan- og austantil á landinu. Dregur úr frosti. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg eða breytileg átt og él víða um land. Hvessir og fer að snjóa NA-lands í kvöld. Frost 0 til 10 stig, mest í inn- sveitum, en kólnar á morgun. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is DR. STURLA Friðriksson erfða- fræðingur gaf nýlega út áttundu ljóðabók sína og heitir hún Ljóð úr lífshlaupi. Þar birtir Sturla safn lausavísna, limra og stuttra kvæða sem hann hefur ort á ýmsum skeið- um ævi sinnar. Þar á meðal eru nokkrar af fyrstu vísum og ljóðum sem hann orti en Sturla er nú á 88. aldursári. „Við góð tækifæri reyni ég að ríma eitthvað og það hef ég gert í gegnum ævina,“ sagði Sturla. Hann kvaðst vera kominn af skáldmæltu fólki í báðar ættir og voru foreldrar hans ljóðelskir. Guðný skáldkona á Klömbrum, fyrsta konan sem gaf út ljóðabók á Íslandi, er langalang- amma Sturlu. Jarþrúður Jónsdóttir föðursystir hans var líka skáld- mælt. Sem drengur lærði Sturla ljóð og fór hann snemma að yrkja. Eftirfarandi sléttubönd orti Sturla þegar hann var aðeins 12 ára og í fyrsta bekk Gagnfræðaskóla Reykjavíkur: Sáran bítur jörðu jel, jafnvel skrugga kemur. Báran fleyi vaggar vel, veður gluggann lemur. Sturla hefur lesið mikið af ljóðum um ævina, nema af ljóðum yngri skálda. Þau hefur hann sniðgengið. Hann kveðst hafa alist upp við hefð- bundna ljóðagerð með ljóðstöfum og rími, en ekki „einhverja rím- lausa þvælu“. Auk þess að yrkja hefur Sturla myndskreytt mörg ljóðanna í bókinni. „Ég er svolítið drátthagur og þegar ég hef skrifað dagbók hef ég stundum sett ein- hverja teikningu inn í hana.“ Ný fyrir jólin kom út önnur bók eftir Sturlu og heitir hún Heims- hornaflakk. Þar eru frásögur af ferðalögum hans víða um heim. Sturla kveðst oft hafa notað frí- stundir á ferðalögum til að yrkja. Í ljóðabókinni Ljóð úr lífshlaupi birt- ist m.a. kvæðið Vínlandsför. Það orti Sturla í lok siglingar vestur um haf með Goðafossi haustið 1942 en þá stóð seinni heimsstyrjöldin sem hæst. Þá var Sturla á leið til fram- haldsnáms við Cornell-háskóla í Íþöku. Goðafoss sigldi í skipalest og stóð sjóferðin í 21 dag. Sturla lýsti ferðalaginu í bragnum og flutti svo kvæðið fyrir ferðafélagana í ferð- arlok. Ljóðabókina tileinkar Sturla starfsfélögum sínum. Nokkrar lausavísnanna eru ortar á vinnu- stað eða í ferðalögum með starfs- félögum. „Þá hef ég þurft að ergja þá með einhverjum vísum,“ sagði Sturla. Ljóð sem spanna langt lífshlaup Morgunblaðið/Eyþór Ljóðskáld Dr. Sturla Friðriksson erfðafræðingur sendi nýlega frá sér sína áttundu ljóðabók. Ólst upp við hefð- bundna ljóðagerð FJÖLMENNI sótti guðsþjónustur í kirkjum landsins um hátíðar og er mat sóknarpresta að kirkjusókn hafi sjaldan verið meiri. „Í þeim hremm- ingum sem þjóðin er nú að fara í gegnum hafa margir snúið vörn í sókn og taka afstöðu með kirkju og kristinni trú með því að mæta vel í messu. Ég hef fundið vel fyrir þessu að undanförnu,“ sagði sr. Óskar Haf- steinn Óskarsson, sóknarprestur á Selfossi, í samtali við Morgunblaðið. Á Selfossi voru tvær messur á að- fangadagskvöld, hátíðarguðsþjón- usta á jóladag og fjölskyldumessa á öðrum degi jóla auk helgihalds á sjúkrahúsi. Þá eru tíu börn borin til skírnar á Selfossi um hátíðar og tvenn brúðhjón ganga upp að alt- arinu. Almennt voru helgiathafnir á höf- uðborgarsvæðinu fjölsóttar og í tutt- ugu kirkjum þar voru haldnar fimm- tíu guðsþjónustur. sbs@mbl.is Helgiathafnir um allt land fjölsóttar um hátíðarnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.