Morgunblaðið - 28.12.2009, Síða 15

Morgunblaðið - 28.12.2009, Síða 15
Fréttir 15VIÐSKIPTI | ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2009 Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir: Styrkir til náms og rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála Í boði eru styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi og styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála. Heildarupphæð styrkja að þessu sinni er allt að 50 m. kr. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur@lv.is. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2010. Auglýst er eftir umsóknum um námsstyrki og verkefnastyrki K A K A Á R S I N S 2 0 0 9 Þessi er alveg svakaleg! Kveðjum árið með köku ársins. bankinn hefur spáð. Annar vog- unarsjóðsstjóri, John Paulson, er að stofna gullsjóð í sama tilgangi. Bendir á mjög hraða aukningu peningamagns í bandaríska hag- kerfinu og segir hana geta leitt til mikillar verðbólgu á næstu árum. Tedford spáir nú 3-4 prósenta verðbólgu í árslok 2010 og 5-6 pró- senta verðbólgu árið 2011. Hann varar hins vegar við því að verð- bólgan gæti orðið mun meiri. Erfitt aðgengi að lánsfé í Þýskalandi Varað við mikilli verðbólgu í Bandaríkjunum á næstu árum Reuters Þýska kauphöllin Forsvarsmenn þýskra fyrirtækja kvarta sáran undan erfiðu aðgengi að lánsfé og vilja að þarlend stjórnvöld leggi þeim lið. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÞÝSK fyrirtæki óttast að takmark- að aðgengi að lánsfé getið valdið nýrri lánsfjárkreppu í landinu á næsta ári, að því er kemur fram í skoðanakönnun, sem unnin var fyr- ir Reuters-fréttastofuna. Stærstu samtök þýskra fyrir- tækja búast við litlum hagvexti á næsta ári, en vara við því að hann geti að engu orðið batni ekki að- gengi fyrirtækja að lánsfé. Vilja þau að stjórnvöld hvetji þarlenda banka til að liðka fyrir um lánveit- ingar til fyrirtækja. Á seinni hluta ársins hefur að- gengi þýskra fyrirtækja að fjár- magni batnað, en lánsfjármarkaðir stífnuðu óvænt í desember og hafa ekki verið erfiðari fyrir fyrirtæki síðan í júlí. Varar við verðbólgu Hans-Peter Keitel, forseti BDI, samtaka iðnfyrirtækja, segist ótt- ast að fjármögnun muni enn verða erfiðari á næsta ári og koma í veg fyrir efnahagsbata. Segir hann að botninum hafi verið náð, en langt sé í að hagkerfið hafi náð bata. Nokkur ár muni líða þar til hag- kerfið nái þeim styrkleika sem það hafði árið 2008. Fjárfestar í Bandaríkjunum ættu að festa fé sitt í hrávörum eins og timbri, olíu, landbúnaðarvörum og málmum, til að verja sig gegn óþægilegum afleiðingum verðbólgu, að sögn Bill Tedford, sérfræðings í skuldabréfaviðskiptum. Í samtali við Wall Street Journal, segist Tedford búast við meiri verðbólgu á næstu árum en bandaríski seðla- EFNAHAGSÁÆTLUN japanskra stjórnvalda gerir ráð fyrir metút- gjöldum hins opinbera, sem ætlað er að koma í veg fyrir aðra niðursveiflu í landinu. Munu útgjöld ríkisins nema um 125.000 milljörðum króna og ný skuldabréfaútgáfa um 60.000 milljörðum. Er ætlunin að hvetja til meiri einkaneyslu, t.d. með stuðningi við barnafjölskyldur. Skuldir jap- anska ríkisins eru nú þegar á við tvö- falda verga landsframleiðslu. Japanar auka opinber útgjöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.