Morgunblaðið - 28.12.2009, Side 16

Morgunblaðið - 28.12.2009, Side 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2009 VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum leggja til að flug- félög minnki orkunotkun farþegavéla með því að láta þær fara á milli milli áfangastaða í oddaflugi eins og gæsir, að sögn Guardian. Þýskur fræðimaður, Carl Wieselsberger, sýndi fram á það með útreikningum fyrir nær 100 árum að gæsir notuðu oddaflug vegna þess að fremsta gæsin skapaði með vængjatakinu uppstreymi lofts sem þýddi að hinar þyrftu minni orku til að blaka vængjunum og gætu því flogið lengra. Franskir vísindamenn hafa gert tilraun með pelík- ana sem voru þjálfaðir í að fljúga í kjölfar flugvélar en mælitæki voru fest á fuglana. Í ljós kom að hjart- slátturinn varð hægari hjá fuglunum í hópnum en fuglum sem flugu einir. Talið er að með oddafluginu geti fuglarnir flogið allt að 70% lengri vegalengd en ella. Rannsóknateymi undir forystu Ilan Kroos, prófess- ors við Stanford-háskóla í Kaliforníu, segir að flugvél myndi nota að jafnaði 15% minna eldsneyti ef aðferðin yrði tekin upp. Auk sparnaðarins myndi einnig verða losað mun minna af koldíoxíði sem talið er geta valdið gróðurhúsaáhrifum og hlýnun jarðar. Flugfélög reyna nú í örvæntingu að finna leiðir til að minnka losunina en verði jafnmikil aukning í flugi og spáð er næstu tvo áratugina verður farþegaflug ein af helstu orsök- um aukins magns koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Vandinn er að oddaflug gæti stefnt flugöryggi í voða og einnig gæti orðið ákaflega snúið að samræma flugáætlanir. Kroo og liðsmenn hans segja að hægt verði að leysa þau vandamál með því að þróa hug- myndina frekar. kjon@mbl.is Þotur taki upp oddaflug Flugsérfræðingar benda á að þannig megi spara orku Minnst fjórir féllu í Teheran ANDÓFSMENN sjást hér berjast við lögreglu á götum Teheran, höfuðborgar Írans, í gær. Minnst fjórir féllu í átökunum sem eru þau hörðustu í meira en hálft ár. Var frændi andstöðuleiðtogans og forsetaframbjóðandans Mir Hoss- eins Mousavis meðal hinna föllnu. Um 300 manns voru hand- teknir, að sögn Ahmads Reza Radans aðstoðarlögreglustjóra sem staðfesti að fjórir hefðu týnt lífi, þrír þeirra af slysförum. Einn hefði fallið fyrir byssukúlu en lög- reglan hefði ekki beitt skotvopn- um. Opinbera fréttastofan Fars sak- aði erlenda fjölmiðla um að æsa til óeirða en svartir reykj- arbólstrar stigu til himins yfir borginni. Á vefsíðum róttæklinga voru sýnd myndskeið þar sem særðir mótmælendur voru bornir burt af götum Teheran. Á einni vefsíðunni sagði að lögreglumenn hefðu neitað að hlýða fyrirskip- unum um að skjóta á mótmæl- endur. Mótmælendur hrópuðu „Þetta er mánuður blóðsúthell- inga“ og kröfðust þess að æðsta- klerki Írans og voldugasta manni landsins, ajatollah Ali Khamenei, yrði steypt af stóli. kjon@mbl.is Reuters Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÖRYGGISREGLUR voru hertar mjög á flug- völlum um allan heim í gær í kjölfar misheppn- aðrar tilraunar 23 ára gamals Nígeríumanns, Um- ars Farouks Abdulmutallabs, til að sprengja upp farþegavél Northwest-félagsins með 290 manns um borð yfir Detroit á jóladag. Annar Níger- íumaður var handtekinn eftir að sama vél lenti í Detroit í gær en ekki var ljóst hvað hafði gerst um borð. Hann mun hafa læst sig inni á salerni. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur gefið skipun um að farið verði yfir viðvörunarkerfi sem notað er til að fylgjast með fólki sem grunað er um lausleg tengsl við hryðjuverkasamtök en Níger- íumaðurinn var á lista yfir þannig fólk. Alls munu vera um 550 þúsund manns á nokkrum gátlistum en talið er að samvinnu skorti milli ým- issa stofnana vestra sem ann- ast öryggismál. Abdulmutallab, sem er menntaður í Bretlandi, Dubai og Jemen, kom frá Amsterdam til Detroit í Bandaríkjunum og embættismenn Evrópusam- bandsins rannsaka nú hvort farið hafi verið eftir öryggis- reglum á flugvöllum. Farþegar yfirbuguðu Abdulmutallab þegar hann reyndi að sprengja efni sem hann faldi á sér en kveikibúnaður hans mun ekki hafa virkað. Bandaríkjamenn segja að ekkert bendi til þess að Nígeríumaðurinn sé þátttakandi í stærri áætlun al-Qaeda samtakanna. „Það er ekkert sem bendir til þess að tilræðið sé liður í stærri áætlun, en rannsóknin heldur að sjálfsögðu áfram,“ segir Ja- net Napolitano heimavarnaráðherra. Engin tengsl við al-Qaeda  Miklar truflanir á alþjóðaflugi vegna hryðjuverkatilraunar í vél Northwest  Annar Nígeríumaður handtekinn í sömu vél eftir lendingu í Detroit í gær Reuters Töf Farþegar í biðröð á alþjóða- flugvellinum í Chicago. Umar Farouk Abdulmutallab Í HNOTSKURN »Abdulmutallab er múslími og sonurauðugs bankamanns í Nígeríu en sleit nýlega öll tengsl við fjölskyldu sína. »Faðirinn lét nýlega bandaríska sendi-ráðið og leyniþjónustu Nígeríu vita af áhyggjum sínum vegna ofstækis sonarins. Norðmaðurinn Knut Haugland, sem var síðasti maðurinn á lífi úr áhöfn Kon Tiki- leiðangursins árið 1947, lést á jóla- dag, 92 ára að aldri. Fimm Norðmenn og einn Svíi sigldu á flekanum Kon Tiki frá Perú um 8.000 km leið yfir Kyrrahafið til Suð- urhafseyja á 101 degi til að sanna kenningar stjórnandans, Thors Heyerdahls, um að Inkar frá Suður- Ameríku hefðu numið eyjarnar. kjon@mbl.is Haugland látinn Knut Haugland STUNDUM gerir jólasveinninn ófyrirgefanleg mistök. Tveir sænsk- ir strákar, átta og tólf ára, í borginni Gällivare í norðurhluta landsins voru svo óánægðir með jólagjafirnar sínar að þeir struku að heiman á að- fangadag, að sögn blaðsins Norr- ländska sosialdemokraten. Foreldrarnir hringdu áhyggju- fullir í lögregluna um sjöleytið á að- fangadagskvöld og sögðu drengina hafa horfið. Fjöldi lögreglumanna hóf þegar leit og leigubílstjórar voru einnig beðnir um að hafa augun hjá sér ef þeir sæju grunsamlega stráka. Tveim klukkustundum síðar fundust þeir á ráfi í miðborginni eftir ábend- ingu frá leigubílstjóra. kjon@mbl.is Jólasveinninn gerir mistök Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SVO getur farið að reglum um birt- ingu skattskráa í Noregi verði breytt vegna þess að glæpamenn eru sagðir nota upplýsingarnar. Lögreglan í tveim umdæmum hefur rannsakað málið og telur að vísbendingar séu um slíka misnotkun, að sögn Aften- posten. „Könnunin bendir til þess að lík- legt sé að skattskrárnar séu notaðar til að skipuleggja ýmiss konar glæpi, til dæmis rán, hótanir, þjófnaði og svik,“ segir í skýrslu norsku lögregl- unnar til dómsmálaráðuneytisins í Ósló. Nefnt er m.a. dæmi um bréf til nokkurra tekjuhárra Óslóbúa í októ- ber. Þeim var hótað öllu illu ef þeir borguðu ekki stórar summur. Deilt er um birtingu skattskránna á hverju ári í Noregi eins og hér á landi. Sumum finnst óþarfi að leyfa öllum að hnýsast í mál sem í reynd komi aðeins við embætti skattstjóra og umræddum skattborgara. Á móti eru sett fram þau rök að aðgangur að skránum auki aðhald og dragi þann- ig úr tilraunum til skattsvika. Ætla að kanna málið vandlega Dómsmálaráðuneytið norska, sem bað lögregluna um að rannsaka hvort glæpamenn notuðu upplýsing- arnar, sendi gögnin áfram til fjár- málaráðuneytisins sem hyggst nota þau sem grundvöll ef ákveðið verður að breyta reglum um birtinguna. Í fjármálaráðuneytinu segjast menn ætla að fara í saumana á þessu máli. „Komi í ljós að gera þurfi breyt- ingar mun ráðuneytið stefna að því að þær taki gildi áður en skattskrár verða lagðar fram haustið 2010,“ segir í svari fjármálaráðuneytisins. Skattskrám lokað í Noregi?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.