Morgunblaðið - 28.12.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.12.2009, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2009 Nú eru mennað takaupp þráð- inn á Alþingi. Þeir ætla að koma sam- an á milli jóladaga og gamlársdags og leitast við að fá hundraða millj- arða ríkisábyrgð samþykkta með eins atkvæðis meirihluta og er þá Þráinn Bertelsson hafður innan sviga, en þar hefur hann haldið sig að undanförnu. Fari þetta eins og ríkisstjórnin er að stofna til er stutt í að einn versti dagur í sögu Alþingis sem löggjaf- arstofnunar renni upp. Fyrrverandi formaður Sam- fylkingar birti nýverið yfirlýs- ingu, þar sem fram kemur að núverandi ríkisstjórn getur ekki vísað til fyrri stjórnar allri ábyrgð varðandi Icesave- samningana eins og hún hefur margreynt. Það hafi engin bindandi niðurstaða af nokkru tagi legið fyrir við ríkisstjórn- arskipti. Fyrri ríkisstjórn hefði vissulega viljað láta reyna á samningaleið og þá skyldi byggt á forsendum sem tóku raunverulegt mið af efna- hagsástandi á Íslandi og greiðslugetu þjóðarinnar og jafnframt höfð hliðsjón af að gallað regluverk Evrópusam- bandsins um innistæðutrygg- ingar á sína stóru sök á hvern- ig fór. Nú er staðan sú, að engum af þessum þáttum hefur verið haldið til haga og íslenskir samningamenn virðast hafa gengið til viðræðna við hina aðgangshörðu kröfugerð- armenn bognir og bitnir af sök og samvisku. Slíkir menn eru ekki til stórræða, og þess vegna fór sem fór. Þessi mynd verður ein lesin út úr greinargerð fyrr- verandi formanns Samfylkingarinnar. Sú mynd sem þannig blasir við er býsna athyglisverð. En athyglisverð- ari þó eru viðbrögð þingmanna Samfylkingar við orðum fyrr- verandi formanns síns. Það verður ekki séð að þeir geri neitt með þau, heldur láti allt hennar tal sem vind um eyrun þjóta. Þeir hljóta þó að sjá að botninn er þar með dottinn úr helstu kenningunni sem notuð hefur verið til að afgreiða ríkisábyrgðarmálið blindandi af hálfu samfylkingarmanna. Yfirlýsingin sýnir skýrt að ríkisstjórnin stóð ekki frammi fyrir gerðum hlut. Stjórn- arandstaðan er ekki að hlaupa frá samningum sem for- ystumenn stærsta stjórn- arandstöðuflokksins höfðu komið að ásamt forystu Sam- fylkingar. Framangreindir tveir flokkar höfðu vissulega ekki hafnað því að láta á samn- ingagerð reyna, áður en síð- asti kosturinn, dómstólaleiðin, yrði tekinn. En samn- ingagerðin sú var skilyrt og bundin skýrum forsendum. Þau skilyrði voru ekki virt. Á þeim forsendum var ekki stað- ið. Hryggðarmynd núverandi samnings hangir um háls nú- verandi ríkisstjórnar og hvergi annars staðar. Skýrt er fram komið að ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar hafði ekki skuldbundið þjóðina með Ice- save-samningum. } Vondur dagur í vændum Flest hryðju-verk sem öfgahópar vinna bitna á borgurum, sem ekkert hafa til saka unnið. Skýr- ingarnar eru þær að helstu forystumenn stór- þjóða sem hryðjuverkamenn telja sig eiga sökótt við njóta öflugrar verndar sérþjálfaðs fólks. Og árásir gegn almenn- um borgurum vekja ógn og skelfingu sem er viðvarandi. Áhrifa- og ógnunarvald hryðjuverkamanna vex að sama skapi. Sérhver ferða- langur, sérstaklega í milli- landaflugi, sætir óþægindum og tortryggni og jafnvel nið- urlægjandi eftirliti í fyrsta hluta síns ferðalags. Ekki þýð- ir að mögla, menn eiga ekki annan kost. Fáar fréttir hafa borist um að sprengiefni hafi fundist við vopnaleit, svo um- fangsmikil sem hún er um allan heim. Vonandi er það vegna fælingarmáttar hennar. En fyrir kemur að óþokkarnir hafa sloppið í gegn og tvívegis hefur farþegum í háloftum tekist að yfirbuga menn sem ætluðu að sprengja vél í loft upp. Slík tilvik verða til þess að þrengja enn kost og auka óþægindi farþega, draga úr ferðavilja og auka útgjöld ein- staklinga og ríkja. Hryðju- verkamenn hafa því náð að skaða efnahagslíf og öryggis- tilfinningu fólks. Til þess er leikurinn einnig gerður. Litlu munaði að hryðjuverkamaður tortímdi hundruðum farþega.} Hryðjuverkamenn vinna hálfan sigur Í upphafi nýrrar ljóðabókar Gyrðis Elí- assonar, Nokkur orð um kulnun sól- ar, dregur hann upp mynd á ferðalagi um hálendið og skáletrar til skýr- ingar: „Smáskilaboð til Kristjáns Fjallaskálds“: Vegurinn inn á Sprengisand er ljós í fyrstu en verður svo hægt og hægt dekkri Þannig er líka vegurinn að dauðanum „Á Kaldadal“ nefnist vísan alkunna sem Gyrðir vísar til: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima; nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. Mörkin á milli lífs og dauða eru óljós fyrir skáldinu; þetta er sami vegurinn. Og kannski leitar það aldrei sterkar á mann en í óbyggðum. Þar eru endimörk mannlegs samfélags. Endalok Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns voru í Feneyjum, sem eru að sökkva í sæ. En dauðinn er víðar en í Feneyjum. Hrjóstrug náttúran á norðurhjaranum eirir engum. Í því faðm- lagi getur sálin myrkvast, eins og ljóðabrotið ber með sér: Í tjaldi við Drekagil vakna ég um miðja nótt af þungum draumi inn í annan enn þyngri (sem er lífið sjálft) Enn leitar Gyrðir á kunnuglegar slóðir í ljóðinu „Svartnætti í Langadal“. Og maður hlýtur að dást að þrákelkninni að fara um því- líkan skuggadal til að sækja ljósið við leið- arendann, eins og höfundur vísunnar þjóð- kunnu hefur ekki talið sér eftir: Ætti ég ekki vífaval von á þínum fundum, leiðin eftir Langadal löng mér þætti stundum. En kvæði Gyrðis eru ekki aðeins myrk; þau eru öðrum þræði kómísk og tilþrifin minna stundum á Þórarin Eld- járn. Freistandi er að álykta að ljóðið „Undur í Þistilfirði“ vísi til frægrar fyrirsagnar úr Íslendingi: „Negri í Þistil- firði“. Og svo er það hrossaflugan. Þegar systir mín bjó í Skotlandi fylltist heimilið af hrossaflugum, svo henni varð nóg um, en skoskt vinafólk hennar sagði hughreystandi: „Þetta er vorboði!“ Í Nútímamanninum má greina vissa aðdáun hjá Gyrði á flugum sem eru vinsælar hjá Skotum: Ég gæti þegið leiðbeiningar í hugleiðslutækni hrossaflugunnar. Pétur Blöndal Pistill Af ljóðum 11 ára fangelsi fyrir að krefjast umbóta FRÉTTASKÝRING Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is K ínversk stjórnvöld eiga erfitt með að kyngja gagnrýni. Þegar gagn- rýnin beinist að flokksræðinu, yfir- ráðum eins flokks yfir Kína, tekur steininn úr. Á jóladag var Liu Xi- aobo dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir málflutning sinn. Viðbrögð víða um heim voru að saka kínversk stjórn- völd um ofsóknir á hendur pólitísk- um andstæðingum. Liu var gefið að sök að „hvetja til undirróðurs gegn ríkisvaldinu“ eins og það er orðað í kínverskum lögum. Hann var handtekinn fyrir ári fyrir að vera einn af höfundum pólitískrar yfirlýsingar, Charter 08, þar sem krafist er umbóta og mannréttinda. Tíu þúsund manns hafa undirritað yfirlýsinguna þar sem segir meðal annars að gera eigi „málfrelsi, prentfrelsi og akademískt frelsi al- gilt og tryggja þannig að borgarar geti verið upplýstir og neytt réttar síns til pólitísks aðhalds“. Í yfirlýs- ingunni er einnig hvatt til að undir- róðurslögin, sem notuð voru til að dæma Liu, verði afnumin. Liu verð- ur 54 ára gamall í dag. Hann er rit- höfundur og hefur um langt skeið hvatt til umbóta og lýðræðis í Kína. Þegar stjórnvöld létu til skarar skríða eftir sex vikna mótmæli á Torgi hins himneska friðar 3. júní 1989 tók Liu þátt í að semja um að þúsundir mómtælenda fengju að komast af vettvangi óáreittar. Hann var handtekinn fyrir þátt sinn í mót- mælunum á Torgi hins himneska friðar skömmu eftir að þau voru kveðin niður með hervaldi og látinn laus aftur í upphafi 1991 án kæru. Þrjú ár í þrælkunarbúðum Liu var handtekinn á ný fyrir að sækjast eftir því að þeir, sem voru settir í fangelsi eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar, yrðu látnir lausir og andæfa dómi stjórn- valda um að mótmælin væru upp- reisn gegn kínversku byltingunni. Honum var refsað með vist í þrælk- unarbúðum frá 1996 til 1999. Liu er með doktorspróf í kín- verskum bókmenntum og var pró- fessor við háskóla í Peking (Beijing Normal University), en eftir mót- mælin 1989 hefur honum verið bann- að að kenna við ríkisstofnanir. Honum hefur einnig verið bannað að birta skrif sín í Kína, en margt eftir hann hefur birst í Hong Kong og víða erlendis. Sumt af þessum skrifum er hægt að nálgast á netinu innan Kína og er sagt að þau hafi verið notuð gegn honum í réttar- höldunum. Liu er kvæntur. Kona hans, Liu Xia, mátti ekki að fylgjast með rétt- arhöldunum, en fékk að hitta hann í tíu mínútur á jóladag og sagði eftir þann fund að hann myndi áfrýja dómnum. Ýmsum öðrum var einnig meinaður aðgangur, þar á meðal kínverskum andófsmönnum og vest- rænum stjórnarerindrekum. Fjöldi manns, sem styður yfirlýs- inguna Charter 08, hefur stutt Liu. Margir hafa undirritað yfirlýsingu þar sem segir að eigi að rétta yfir Liu á þessum forsendum „eigum við allir heima í dómsalnum með honum og verði hann dæmdur sekur um „glæp“ mun sá dómur standa sem yfirlýsing um að hver okkar hafi einnig framið þann glæp“. Reuters Handtaka Stuðningsmanni Liu Xiaobo ýtt inn í lögreglubíl í Peking eftir ryskingar við lögreglu fyrir utan dómsalinn þar sem réttað var yfir Liu. Tíu þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist að kínversk stjórnvöld geri umbætur og virði mannrétt- indi. Einn þeirra var dæmdur í 11 ára fangelsi á jóladag. Yfirvöld í Kína láta fylgjast ræki- lega með andófsmönnum. Réttar- höldin yfir Liu Xiaobo, sem var dæmdur í 11 ára fangelsi meðal annars fyrir að undirrita yfirlýs- ingu, Charter 08, þar sem krafist er umbóta, bera því vitni hvað kínversk stjórnvöld óttast andóf. Þau gera lítið úr yfirlýsingunni, en þó er bannað að nefna hana í fjölmiðlum og netsíur notaðar til að hreinsa hana burt af netinu. 303 einstaklingar undirrituðu yf- irlýsinguna upprunalega og hefur lögreglan heimsótt þá alla til að vara þá við því að fylgja henni eft- ir. Þá er augljóst að tímasetning réttarhaldanna yfir Liu miðaðist við að lítið færi fyrir þeim. Þegar tilkynnt var um réttarhöldin voru umhverfismál í deiglunni í Kaup- mannahöfn og dómur var felldur á jóladag til þess að hann vekti sem minnsta athygli á Vesturlöndum. ›› Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon ÓTTINN VIÐ ANDÓF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.