Morgunblaðið - 28.12.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.12.2009, Qupperneq 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2009 ✝ Guðmundur Sö-ren Magnússon fæddist í Reykjafirði, Vestur-Barðastrand- arsýslu 8. október 1922. Fyrrverandi bóndi í Hrauni í Keldudal og síðar Brekku í Dýrafirði. Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 15. desem- ber sl. Foreldrar hans voru Guðmunda Kristín Guðmunds- dóttir, f. 5.11. 1896, d. 15.7. 1976, og Magnús Helgi Guðmundsson, f. 29.1. 1888, d. 22.1. 1961. Guðmundur Sö- ren átti einn bróður, Guðmund Frið- geir Guðmundsson, f. 2.5. 1927, d. 22.6. 2004. Þau bjuggu á Suðureyri við Súgandafjörð þar til Guð- mundur Sören var sjö ára er fjöl- skyldan flutti að Hrauni í Keldudal árið 1929. Þar ólst hann upp við öll almenn sveitastörf og reri til fiskj- ar. Hann tók síðan við búi foreldra sinna er þau ásamt bróður hans fluttu inn að Þingeyri í Dýrafirði. Guðmundur Sören kvæntist ur börn. 7) Meybarn, f. 22.11. 1954, d. 22.11. 1954, andvana fædd. 8) Mikael Ágúst, f. 5.8. 1956, sambýlis- kona hans er Alexandra Sineenard Prangsri, hún á einn son frá fyrra sambandi. Hann á fjögur börn frá fyrra hjónabandi. 9) Ingibjörg María, f. 15.3. 1959, eiginmaður hennar er Þráinn Sigurðsson. Þau eiga tvær dætur. 10) Jónína Björg, f. 11.9. 1961, en hún lést 13.6. 2008, eiginmaður hennar var Hnikarr Antonsson. Þau eignuðust þrjú börn. 11) Sigríður Gerða, f. 1.2. 1966, sambýlismaður hennar er Ás- kell Sigurðsson. Þau eiga tvö börn. 12) Katrín, f. 18.5. 1967, sambýlis- maður hennar var Áskell Bjarnason sem lést 6.6. 2005. Hún á tvö börn. Guðmundur Sören og Kristín voru síðustu ábúendur á Hrauni í Keldudal en þau fluttu árið 1957 að Brekku í Brekkudal sem er skammt frá Þingeyri. Þar átti fjölskyldan síðan heima þar til íbúðarhús þeirra brann í nóvember 1964. Þá fluttust þau til Þingeyrar þar sem þau hafa búið síðan, en Guðmundur Sören hélt áfram búskap á Brekku þótt hann byggi á Þingeyri. Hann lét af bústörfum 1998 er hann seldi Brekku. Ásamt því að vera bóndi vann Guðmundur Sören ýmis störf á Þingeyri. Útför Guðmundar Sörens verður gerð frá Þingeyrarkirkju í dag, mánudaginn 28. desember, og hefst athöfnin kl. 14. Kristínu Gunn- arsdóttur, f. 17. júlí 1931 í Reykjavík. For- eldrar hennar Guðrún Árnadóttir, f. 14.6. 1903, d. 24.2. 1968, og Gunnar Ingiberg Ingi- mundarson, f. 17.4. 1894, d. 4.3. 1965. Guðmundur Sören og Kristín eignuðust 12 börn: 1) Bjarni, f. 29.5. 1945. 2) Guðrún Finn- borg, f. 11.8. 1948, en hún lést 16.1. 1972, eiginmaður hennar var Pétur Jakob Líndal sem lést 27.10. 1974. Þau eignuðust eina dóttur. 3) Guðmunda Kristín, f. 30.10. 1949, eiginmaður hennar er Höskuldur Ragnarsson og eiga þau þrjú börn. 4) Magnús Helgi, f. 21.11. 1950. 5) Sigurveig, f. 13.2. 1952, sambýlismaður hennar er Sölvi Ell- ert Sigurðsson og eiga þau tvö börn. Fyrir átti hún fjögur börn af fyrra hjónabandi með Guðmundi Júní Proppé sem lést 5.1. 2003. 6) Gunn- ar Benedikt, f. 22.11. 1953, eig- inkona hans er Guðrún Kristín Ingimundardóttir og eiga þau fjög- Mjök erum tregt tungu at hræra eða loptvætt ljóðpundara; esa nú vænligt of Viðurs þýfi né hógdrægt ór hugar fylgsni (Egill Skallagrímsson) Elsku pabbi við kveðjum þig nú með harmi og söknuð í hjarta en minnig þín mun ætíð lifa með okk- ur. Við minnumst þín með þakklæti og ást í huga fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Þú varst mjög fróður um allt, víðlesinn og ávallt tilbúinn til að lesa fyrir okkur og uppfræða og sérstakt dálæti hafðir þú á Íslendingasögunum. Við gát- um alltaf leitað til þín því ráðagóð- ur varstu. Við minnust ófárra ferða í Keldudalinn þinn sem var þér svo hugleikinn þar sem þú þekkir hvern steinn og hverja þúfu frá því þú áttir heima þar sem barn og seinna meir sem bóndi í Hrauni. Það voru alltaf skemmtilegar og fræðandi ferðir. Einnig minnumst við bústarfana á Brekku, vetur, sumar, vor og haust, sem við tók- um öll þátt í með þér og mörg skemmtileg atvik rifjast upp. Það var alltaf svo gaman að vera með þér pabbi. Það var stutt í grallarann í þér og þú hafðir góða kímnigáfu. En fyrst og síðast munum við þig sem ástríkan, umhyggjusaman og fræðandi föður sem við litum öll upp til. Elsku mamma, þú stóðst við hlið pabba í blíðu og stríðu öll þessi ár, þið studduð og styrktuð hvort ann- að og undir það síðasta annaðist þú hann í veikindum sínum og gerðir honum kleift að vera sem lengst heima en þar vildi hann vera. Sam- an styðjum við og styrkjum hvert annað í sorg okkar og söknuði og höldum á lofti minningu hans. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Guð geymi þig elsku pabbi okk- ar. Þín börn, Bjarni, Guðmunda Kristín, Sigurveig, Magnús Helgi, Gunnar Benedikt, Mikael Ágúst, Ingibjörg María, Sigríður Gerða og Katrín. Elsku afi minn þú varst einstak- ur maður og ég leit ávallt upp til þín, þú varst vitur maður og víðles- inn sem gast frætt mig um heima og geima betur en nokkur annar. Þú sagðir ávallt skemmtilegar sög- ur og það var alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu og gott að geta spjallað við hann afa sinn. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég var í fyrsta sinn ein fyrir vestan á Þingeyri hjá þér og ömmu, ég var með hroðalega heimþrá svo að þú leyfðir mér að sofa á milli þín og ömmu. Svo dróstu upp bláu stílabókina og last fyrir mig eina sögu og það var besta saga sem ég hafði heyrt. Öll heimþráin hvarf og ég var handviss um að þetta væri fyndnasta saga sem ég hefði heyrt. Mér finnst hún ekki jafnfyndin í dag þegar ég heyri hinn rétta höfund lesa upp söguna af því hann er ekki afi og enginn segir sögur eins og afi. Þegar þú tókst upp á því að gefa mér kindina Slaufugránu í jólagjöf var það besta gjöf sem ég hef feng- ið og á hverju vori hringdir þú til að leyfa mér að skíra lömbin henn- ar, ég hlakkaði alltaf til þess. Ég á margar góðar minningar um þig afi minn og allan þann tíma sem við eyddum saman, alltaf þegar ég minnist þín fylgja endurminning- unum hlýja og hamingja. Þú varst uppátækjasamur og hafðir lausn á flestu, góður og fróður afi og ég mun sakna þín mjög. Vertu sæll afi minn og guð geymi þig. Elsku amma ég bið Guð að hugga þig og styrkja. Kristín Áskelsdóttir. Elsku afi. Þegar við reynum að rita nokkur orð um afa er erfitt að velja úr öllum þeim ótal góðu minningum sem við eigum. Allar okkar minningar eru fullar af hlýju, ást, kímni og þakklæti. Það eru ekki allir sem njóta þeirra for- réttinda að eiga besta afa og ömmu í heimi. Alltaf var hægt að leita til þeirra ef eitthvað kom upp á, eða bara ef okkur langaði að sitja í fanginu á afa og hlusta á sögu. Það var líka það sem var erfiðast við að flytja frá Þingeyri, að geta ekki lengur bankað uppá hjá þeim. Fyrstu jólin okkar fyrir sunnan voru ömurleg, okkur fannst þetta ekki vera mikil jól. Við vorum vön að fara í kvöldkaffi til þeirra á að- fangadag. Og hangikjötið í hádeg- inu á jóladag. Það voru alvöru jól. Margar lífsreglurnar lagði hann okkur. Vinna fyrir hlutunum. Standa sig í vinnu. Vera fljótur að vinna, fljótur að éta og fljótur að sk … jah þið lesið á milli línanna. Upptalningin er endalaus, allt sem hann kenndi okkur. Allt sem við upplifðum með honum, kristaltær- ar minningar sem gætu fyllt heilu bindin. Við látum þessa upptaln- ingu nægja í bili. Það er sárt að horfa á eftir afa. Elsku afi, nú ert þú horfinn á fund forfeðra þinna. Á fund kærra ástvina. Hvíldu í friði. Takk fyrir allt. Elsku amma, Guð veri með þér. Óli, Dagný og Fjóla Mikaelsbörn. Við viljum ekki sleppa, við viljum hafa að eilífu. Við viljum ekki sleppa, þá þurfum við aldrei að gleyma. Því við eigum minningar, minningar um gleði og hamingju, minningar um grát og sorgir. En það dýrmætasta sem við eigum eru minningarnar um afa. Minningarnar um þann mann sem við virtum og dáðum. Minningarnar sem að eilífu eiga eftir að lifa. Þegar við fengum símtalið að heiman um að afi hefði fallið frá byrjuðu minningar að streyma fram, minningar frá Brekku, frá Keldudal, frá Fjarðargötu og frá Bekkugötu. Endalausar minningar um visku og fróðleik. Það var alveg sama hvað var verið að gera, afi hafði alltaf þá guðsgjöf að geta deilt fróðleik. Það var nú ekki sjaldan, þegar við vorum öll samankomin í Keldu- dal á okkar árlega ættarmóti, að afi og Geiri heitinn frændi löbbuðu með okkur um dalinn og spjölluðu um staðhætti og gamla tíma og það skipti ekki máli hvort það voru full- orðnir eða börn, allir hlustuðu og reyndu að ná sem flestu og muna sem flest. Það sama var upp á ten- ingnum þegar kom að Brekku, afi hafði alltaf tíma til að segja okkur krökkunum frá fjöllunum, steinun- um, lækjunum og sögu alls í kring. Afi kenndi okkur mjög snemma að bera virðingu fyrir öllu í nátt- úrunni, sérstaklega fyrir dýrum og plöntum, og höfum við aldrei kynnst manni sem vissi eins mikið um náttúruna og afi gerði. Afi, það er svo sárt að geta ekki komið og verið á landinu núna, að geta ekki fylgt þér til þinnar hinstu hvílu. Við erum svo þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman í sumar, fyrir að hafa getað farið fyrir nes saman og geta spjallað um daginn og veginn. Elsku amma, allar okkar hugs- anir eru hjá þér á þessum tímum og þú veist að við erum alltaf hjá þér. Hvíl í friði elsku afi. Ásta, Hugrún og fjölskyldur. Nú ertu farinn frá okkur elsku afi minn. Þú háðir hetjulega bar- áttu við illvígan sjúkdóm og eins og alltaf í lífinu þegar á móti blés stóðstu þig eins og hetja. Mig lang- ar að þakka þér fyrir allar ynd- islegu stundirnar sem ég átti með þér, það eru orðin ansi mörg ár síðan ég uppgvötaði hversu mikil forréttindi það voru að fá að eiga þig fyrir afa. Þrátt fyrir stóran hóp barnabarna höfðuð þið amma alltaf tíma fyrir mig og mér leið alltaf eins og ég ætti sérstakan stað í hjarta ykkar. Það eru ófá skiptin sem ég minnist, þegar þú sóttir mig á dráttarvélinni þinni til þess að ég gæti komið með upp á Brekku að gefa kindunum. Þó svo ég hafi sennilega ekki hjálpað mik- ið til þá var ég alltaf velkomin. Þegar ég síðan eignaðist mín eigin börn þá fengu þau líka að kynnast þér og hversu einstakur afi þú varst. Alltaf tilbúinn að segja þeim sögur og af sögum kunnir þú nóg, enda gæddur miklum gáfum og frábærri frásagnarsnilld. Mér er minnisstætt kvöld eitt núna í októ- ber þegar þú komst suður til að fara til læknis og þú gistir hérna uppi. Embla Ýr dóttir mín vildi fara og kyssa þig góða nótt og ég sagði henni að læðast upp og koma svo strax aftur, en þegar hún kom ekki þá fór ég að kíkja eftir henni og heyrði þá hvar þú varst að segja henni söguna af Búkollu. Þú sagðir að það væri alveg ómögulegt að enginn væri búinn að segja henni þessa sögu. Kvöldið eftir læddist hún svo aftur upp til þín til að heyra fleiri sögur. Höskuldur minn á ófáar minningar um skemmti- legar samverustundir sem þið tveir áttuð, enda áttuð þið sameiginleg tvö af helstu áhugamálum þínum: veiði og steinasöfnun. Þegar þú varst orðinn svo veikur að börnin gátu ekki heimsótt þig lengur bað Höskuldur mig að bera þér kveðju, önnur var sú að hann vildi segja þér fermingarheitin sín, því hann var hræddur um að þú næðir ekki að heyra hann fara með þau: „Ég er ljós heimsins. Sá, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“ Jóh. 8:12. Svo langaði hann að segja þér hversu mikið hann elskaði þig, en hann gat ekki fundið réttu orðin svo hann bað mig að skila til þín öllum fallegustu orðunum sem ég fyndi í orðabók um ást, vináttu og góðar samverustundir. Elsku fal- legi afi minn, mér finnst ég óenda- lega rík af öllum góðu minning- unum sem ég á um þig, það var alltaf svo gott að koma til þín og ég man eftir að stinga köldum fingr- unum mínum í þínar heitu og þú hafðir alltaf orð á því hvað ég var köld á hendinni og alveg fram á seinustu stundu hlýjaðir þú mér á hendi og þó ég hafi núna neyðst til að sleppa takinu af hendinni þinni þarf ég aldrei að sleppa takinu af öllum yndislegu minningunum, sem munu búa í hjarta mér um ókomna tíð. Elsku amma mín, eins og alltaf stendur þú þig eins og hetja þó byrðin sé þung, Guð veiti þér styrk í þinni miklu sorg. Ástar- og saknaðarkveðjur, Kristín Ragna Höskulds- dóttir og fjöskylda. Guðmundur Sören Magnússon Bróðir minn KRISTJÁN JÓN JÓNATANSSON vélstjóri Holtagötu 20 Súðavík sem lést að morgni fimmtudagsins 17. desember á Sjúkrahúsi Ísafjarðar verður jarðsunginn frá Súðavíkurkirkju, þriðjudaginn 29. desember kl. 14.00. Magnea Jónatansdóttir. HINSTA KVEÐJA Það sækja á mig ótal minn- ingar þegar ég hugsa til þín afi. Góðar minningar þegar við lás- um saman brandarabókina, fór- um í ótal veiðiferðir, fórum reglulega í göngutúra til að tína steina, heyskapinn á Brekku. Ég var hjá ykkur ömmu hver jól og áramót þar til 1998, maður hlakkaði alltaf til að koma til ykkar í sveitina og vildi alltaf vera lengur hjá ykkur. Þú varst alltaf með góðar sögur og alltaf tilbúinn til að gera allt til að gleðja okkur. Elsku amma mín og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur innilega samúð mína. Aron Þór. Kæri afi við söknum þín öll. Það var gaman að lesa með þér og skoða allar bækurnar þínar, fara með þér í veiðiferðir. Það var gott að heimsækja ykkur ömmu og gista hjá ykkur. Þakka þér fyrir að vera svona góður afi. Halldóra. AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.