Morgunblaðið - 28.12.2009, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.12.2009, Qupperneq 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2009 Smáauglýsingar 569 1100 Garðar MultiOne fylgihlutir Eigum á lager mikið úrval fylgihluta fyrir MultiOne fjölnotavélarnar. Orkuver ehf. www.orkuver.is Sími: 534-3435. MultiOne Eigum á lager nýjar MultiOne fjölnotavélar í ýmsum stærðum. Orkuver ehf. www.orkuver.is Sími: 534-3435. Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri- Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í 618-2800. Hljóðfæri Dúndurtilboð!!!! Kassagítarar: 1/4 stærð kr 10.900. pakkinn með poka, strengjasett og stilliflautu. 4/4 stærð 15.900.- Rafmagnsgítar- pakkar frá kr. 39.900. Þjóðlaga- gítarpakkar frá 19.900.- Hljómborð frá kr. 8.900.- Trommusett kr. 79.900.- með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125. www.gitarinn.is0 Atvinnuhúsnæði Fasteignafélag til sölu Fjórar litlar verslunareiningar í 105 Reykjavík, allar í útleigu. Öll skipti skoðuð. Upplýsingar í síma 695 0495. Miklir möguleikar t.d. í ferða- iðnaði - Til sölu eða leigu á Stokkseyri. Skoðum einnig samvinnu- verkefni. 350 fm með mikilli lofthæð, möguleiki á veitingastað og fl. Skoðum allar góðar hugmyndir. Uppl. í síma 695 0495. Bílskúr Flash 2 Pass fjarstýringar Fjarstýringar f. bílskúrshurðaopnara. Virkar með ljósabúnaði bílsins eða mótorhjólsins. Kynntu þér málið. www.orkuver.is Sími: 534-3435. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Ýmislegt Teg. Olimpia - mjög flottur push up í D, DD, E, F, FF, G-skálum á kr. 6.885. Teg. Karmazyn - glæsilegur push up í D, DD, E, F-skálum á kr. 6.885. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Dömu kuldastígvél úr leðri og fóðruð með lambsgæru. Littir: brúnt og svart. Stærðir: 36 - 42 Verð: 28.850.- Misty skór, Laugavegi 178, sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. á Þorláksmessu 10 - 20 og aðfangadag 10 -12 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www,mistyskor.is Bátar Sennilega ódýrustu skrúfurnar á Íslandi Útvega koparskrúfur á allar gerðir báta, beint frá framleiðanda. Upplýsingar á www.somiboats.is Óskar, 0046704051340. Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. 8921451/5574975. Visa/Euro. Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Kerrur Kerrur sem hægt er að fella saman - Orkel FoldTrailer kerrurnar er hægt að fella saman, þær taka því lítið pláss í geymslu. Orkuver ehf. www.orkuver.is Sími: 534-3435. Varahlutir Kaupi frímerki, umslög, kort og seðla Kaupi frímerki, umslög, póstkort med frímerkjum á og seðla, síðan fyrir 1960. Upplýsingar í síma: 691 7794, Sverrir. Atvinnuauglýsingar Yfirvélstjóri Erlent útgerðarfyrirtæki leitar að yfirvélstjóra á frystitogara sem stundar veiðar í Barents- hafi. Viðkomandi þarf að hafa full réttindi (4. stig) og reynslu af frystitogara vélstjórn. Enskukunnátta nauðsynleg. Um er að ræða langtímastarf.Yfirvélstjóri er á aflahlut og er kauptrygging 10.000 evrur per mánuð. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, með tölvupósti til: barentstrawl@live.com. Atvinna óskast Viðskiptafræðingur með M.A. í fjármálum óskar eftir atvinnu Vanur fjármálum, rekstri, bókhaldi, uppgjörs- vinnu og starfsmannahaldi en er til í hvað sem er.Til í að vinna á hagstæðum kjörum. Uppl. í síma 896 6751 eða bergurst@talnet.is Raðauglýsingar Tilkynningar Aðalfundur Sjómannafélags Íslands verður haldinn að Skipholti 50d, 3. hæð, þriðjudaginn 29. desember kl. 16:00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Minnum félagsmenn á heimasíðu félagsins www.sjomenn.is Stjórnin. Veiði Veiðiá til leigu Leigutilboð óskast í Litlá í Kelduhverfi ásamt Skjálftavatni. Leigutími allt að 5 árum. Tilboðum skal skila til formanns félagsins Loga Helgasonar, Dofraborgum 38, 112 Reykjavík, fyrir 20. janúar næstkomandi. Hann veitir einn- ig allar nánari upplýsingar í símum 557 1390 og 895 1255. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórnin. Við kveðjum nú kæran frænda og þökkum honum sam- fylgdina. Við biðjum algóðan Guð að styrkja fjölskyldu hans. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Ólafur Helgi Runólfsson ✝ Ólafur Helgi Run-ólfsson fæddist á Búðarfelli í Vest- mannaeyjum 2. jan- úar 1932. Hann lést á Gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 7. desember sl. Útför Ólafs fór fram frá Áskirkju 17. desember 2009. margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Inga, Petra, Ester, Birgir og fjölskyldur, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Sóley, Smári, Guðný Stefanía og fjölskyldur. Ég man fyrst eftir Óla Run þegar við peyjarnir vorum að þvælast og komum stundum við í Nýja komp- aníinu til að sníkja efni í boga og örvar. Þar var alltaf mikið fjör á verkstæðinu enda mannskapurinn léttur í betra lagi og ýmislegt látið fjúka. Við peyjarnir vorum stundum að velta einhverju fyrir okkur þegar skyndilega heyrðist „skot“ frá ein- hverjum kallanna eitt núll, svo kom „skot“ úr öðru horni annað „skot“ 2-1, var kallað, svo 2-2, þeir voru í stuði kallarnir, gáfu í skotin og gerðu þetta með stæl en mikið líf og fjör var alltaf ríkjandi á verkstæð- inu hjá Nýja kompaníinu. En það var þessi stóri, glaðlegi og hlýi mað- ur sem tók svo vel á móti okkur í hvert skipti sem við komum, „vantar ykkur eitthvað peyjar?“ var kallað og svo fylgdi einhver grallarabragur og athugasemdir sem kom öllum til að hlæja. Fyrstu kynnin af Óla Run voru hlýleg og skemmtileg, þau gáfu tóninn fyrir það sem síðar var góð vinátta. Óli Run var hress og skemmti- legur, fagurkeri og vandvirkur mað- ur með afar fallega rithönd. Alltaf vel klæddur, í gráum fötum, skyrtu og með bindi, teinréttur með vind- ilinn, bar sig hátt og vel og spókaði sig um Básaskersbryggjuna þegar Herjólfur kom í land, hann var alveg eins og póker. Það var oft galsi í’on- um og hann fór oft mikinn þegar því var að skipta. Óli Run var fjölhæfur maður sem hugsaði vel um umhverfi sitt og það mátti sjá hvar Óli Run bjó á snyrtimennsku og smekkvísi. Ólafur Runólfsson var stór og myndarlegur maður. Hann var svona eins og amerískur greifi, flott- ur í tauinu, sló um sig með vindil í munninum. Þá brá hann fyrir sig alslags slanguryrðum og frösum sem hann notaði mikið. Þá beit hann í vindilstubbinn út í öðru munnvik- inu og lét móðan mása út um hitt munnvikið, og var með þennan fína gálgahúmor, skemmtilegar athuga- semdir og gat verið drepfyndinn og undir mestu hlátrarsköllunum bætti hann við einni og einni athugasemd sem virkaði eins og bensín á eld. Þá gat hann sjálfur tottað vindilinn al- varlegur í bragði, án þess að stökkva svo mikið sem bros á vör, það var hluti af húmornum. Óli Run var skemmtilegur kall og mér leið vel í návist hans. Ólafur var framkvæmdastjóri Herjólfs hf. í Vestmannaeyjum til margra ára og ég var þar ritari í stjórninni í tæp 10 ár. Í störfum sín- um hjá fyrirtækinu bar Ólafur hag fyrirtækisins, starfsmanna sinna og Eyjamanna fyrir brjósti og bar öll umgjörð útgerðarinnar, skrifstof- unnar og afgreiðslunnar snyrti- mennsku Ólafs gott vitni. Óli Run var nákvæmur maður og skráningar hans um ýmsa hluti í rekstrinum sem nauðsynlegt var að skrá, enda engar tölvur, farþegafjölda og þess háttar var ótrúlega vel og smekk- lega gert. Eftir veikindi síðustu ára hefur Ólafur barið nesti sitt, ég kveð góðan vin, fjölhæfan og skemmti- legan mann sem gaf lífinu lit og gleði. Ólafur Runólfsson var borinn og barnfæddur Eyjapeyi frá Búðarfelli við Skólaveg. Hann var alla tíð mik- ill Eyjamaður í hjarta sínu og þar á hann stóra fjölskyldu, kæra vini mína, sem ég og fjölskylda mín vott- um allri okkar dýpstu samúð. Ásmundur Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.