Morgunblaðið - 28.12.2009, Side 26

Morgunblaðið - 28.12.2009, Side 26
26 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2009 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, MIG LANGAR AÐ FARA MEÐ ÞIG TIL DÝRAMIÐILS ÉG VIL VITA HVAÐ ÞÚ ERT AÐ HUGSA „GEFÐU MÉR AÐ ÉTA“ ENDEMIS FIÐRILDI! HELGA, HVERNIG MYNDIR ÞÚ LÝSA MANNINUM ÞÍNUM? HANN ER STERKUR, HLÝR, UMHYGGJUSAMUR OG DUGLEGUR... EN HANN HRÝTUR ÉG KOMST NÆSTUM ÞVÍ Í FYRSTA FLOKK VEGNA ÞESS AÐ HANN FÆR MIG TIL AÐ HLÆJA MAMMA! PABBI! SJÁIÐ HVAÐ ÉG FANN! NINTENDO DS! HÚN LÁ VIÐ TRÉ OG ENGINN VAR NÁLÆGT HENNI! ÞETTA ER MEIRA AÐ SEGJA NÝJA ÚTGÁFAN! AF HVERJU ERUÐ ÞIÐ EKKERT SPENNT? ELSKAN, ÞÚ VERÐUR AÐ SKILA ÞESSARI TÖLVU HVERNIG HEFUR ÞÚ HUGSAÐ ÞÉR AÐ GÓMA VULTURE? MARÍA... HELDUR ÞÚ AÐ FBI HAFI SAGT DILLINGER... MIG SVIMAR ÚT AF FLENSUNNI... EN ÉG MÁ EKKI LÁTA ÞAÐ SJÁST PETER, SEGÐU BARA GÓÐA NÓTT OG KOMDU SVO BEINT HEIM ÉG SÉ AÐ PETER ER AFTUR FARIÐ AÐ SVIMA Hinar köldu klær skattsins ÉG var að horfa á störf Alþingis og atkvæða- greiðslur og allir þessir skattar sem verið er að leggja á núna munu setja svip á samfélagið til frambúðar. Hrædd er ég við, að fyrirtæki og launafólk eigi eftir að berjast í bökkum og fara jafnvel í þrot. Hvað um þessa skjald- borg heimilanna sem forsætisráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir, talaði um? Er það kannski bara að verða að tjaldborg? Það var líka verið að skerða dagpen- inga fólks sem þarf að vera á stofn- unum. Þetta er nú það aumasta sem ég hef vitað hjá velferðarstjórn Steingríms J. Sigfússonar. Svo er það Icesave-reikningurinn. Hvernig í ósköpunum á fámenn þjóð, skuldum vafin, að geta borgað þetta? Ég heyrði í fréttum að um 10 þúsund manns hefðu þurft að þiggja aðstoð hjálparstofnana til þess að eiga mat um jólin. Varla getur það fólk greitt reikninginn. Um daginn kom til mín eldri kona, hún var grátandi og illa á sig komin. Hún hefur unn- ið mikið um sína löngu ævi en er núna búin að missa allt sitt fyrir það að hafa verið ábyrgð- armaður. Hún hafði ekki borðað í marga daga og var bæði horuð og illa á sig komin. Svona á norrænt velferðarsam- félag ekki að vera. Finnst mér að þessi ríkisstjórn ætti að taka pokann sinn og hætta. Hún hefur algjörlega brugðist sínum kjósendum. Sigrún Reynisdóttir. Ást er… … að bylta þér varlega svo þú truflir ekki svefninn hennar. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Opin vinnustofa kl. 9- 16.30, útskurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8-15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, fé- lagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Dalbraut 18-20 | Myndlist, postulín og leikfimi falla niður í dag. Brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinnustofa opin kl. 8-16. Bænastund og umræða kl. 9.30- 11.30. Félagsheimilið Gjábakki | Opið í dag eins og venjulega frá kl. 9, hádegis- verður, heitt á könnunni og lomber kl. 13. Hæðargarður 31 | Gjafabréf í félags- starfið er góð nýársgjöf. Ekkert síðdeg- iskaffi milli jóla og nýárs, s. 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við hring- borðið, spjallhópur kvenna, kl. 10.30, handverks- og bókastofa opin kl. 11.30, boccia kl. 13.30, veitingar kl. 14.30, söngstund kl. 15. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15- 15.30, boccia kl. 9, leikfimi kl. 11, matur, kóræfing kl. 14.30, tölvukennsla kl. 14.30, veitingar. Sigrún Haraldsdóttir yrkir á jólum: Lífið vil ég ljósum orðum lofa og mæra alvaldinum ótal þakkir einlæg færa fyrir það að finna til og fagna og gráta þakka vil ég þyt í greinum þresti káta fyrir regnið, ferska vinda frost og þíðu ljósa morgna, liti himins logn og blíðu gráan mosa, gróna ása grösin valla vonir, drauma, vökustundir veröld alla stillu nætur, sterkar kenndir stjörnubjarma mánaskinið, mjúkar varir mennska arma fyrir vinar heita hönd í hendi minni allt sem góður guð mér léð́ af gæsku sinni. Þá Kristbjörg Steingrímsdóttir: Skammdegið hopar hækkar lággeng sól hrekur á burtu langnættisins skugga, annríki mæddur heimur heldur jól hátíðarljósin skína í hverjum glugga. Gefðu þér tíma til að staldra við taktu þér næðisstund og þú munt finna einlæga gleði, hljóðan helgifrið og hreinan fögnuð bernskujóla þinna. Vísnahorn pebl@mbl.is Af lífi og þakklæti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.