Morgunblaðið - 28.12.2009, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.12.2009, Qupperneq 36
 Halldór Helgason, átján ára snjó- brettamaður, endaði í fimmta sæti á sterku snjóbrettamóti, Dew tour, í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Keppendur tryggðu sér rétt til að keppa í hópi þeirra bestu í forkeppn- inni og þar var Halldór efstur að stigum og endaði í fimmta sæti í að- alkeppninni, þar sem sextán ára pilt- ur sigraði. skuli@mbl.is STERKUR Á SNJÓBRETTI Halldór fimmti á sterku móti í Bandaríkjunum  TÓNLEIKAR sem umboðsmað- urinn Einar Bárðarson stendur fyrir til stuðnings Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna verða ekki haldn- ir milli hátíða eins og hefðin er. Tón- leikarnir, sem nú verða haldnir í 12. sinn, verða 16. janúar og er von á landsliði poppara landsins sem jafn- an hafa lagt málstaðnum lið með hljóðfæraslætti og söng. TÓNLEIKAR Krabbameinstónleikum frestað fram í janúar  Séra Sigríður Óladóttir prestur á Hólmavík sem þjónar í einu víðfeðm- asta prestakalli landsins messaði í fjórum kirkjum um hátíðarnar. Sungnar voru messur á Hólmavík, Drangsnesi, Kollafjarðarnesi og Óspakseyri. Ófært er hins vegar norður í Árneshrepp þar sem til stóð að messa um hátíðarnar. „Nei, ég fer ekki til messu á vélsleða. Það er ekki nóg að presturinn komist, það þarf líka að vera fært innansveitar,“ segir sr. Sigríður. KRISTNIHALD Presturinn komst ekki í messu vegna ófærðar MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 362. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heitast -0°C | Kaldast -10°C  Hæg norðlæg eða breytileg átt og él. Hvessir og fer að snjóa NA-lands í kvöld. Kaldast í innsveitum. »10 Fleiri rafbækur seldust á vefversl- uninni Amazon á jóladag að þessu sinni en prentaðar, í fyrsta skipti. »27 BÓKSALA» Rafrænar bækur í sókn FLUGAN» Fór í leikhús, á tónleika og kíkti í bæinn. »28 Avatar, kvikmynd James Cameron, er sú mest sótta í Bandaríkjunum yfir j́ólin. 27,3 milljarðar komu í kassann. »34 KVIKMYNDIR» Avatar vinsælust TÓNLEIKAR» Angurvær tónlist Árstíða ómaði í Fríkirkjunni. »32 BÓKMENNTIR» Bernska Tolstojs vel gert og heillandi verk. »27 Menning VEÐUR» 1. Lést eftir umferðarslys … 2. „Þá skaltu líka lifa“ 3. Frétt um íslenskan lottóvinning … 4. Veist að Íslendingi í Bretlandi … »MEST LESIÐ Á mbl.is Ljósmynd/Anna María Geirsdóttir Jólaboð Dave, Christine, Shana og Robin nutu matarins í boði Önnu Maríu Geirsdóttur á aðfangadagskvöld. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „Það eru aldrei hefðbundin jól hjá mér,“ segir Anna María Geirsdóttir myndlistarkennari, sem bauð fjórum gestum frá Simbabve að borða með sér mat á aðfangadagskvöld. Þrjá af þessum gestum hafði hún aldrei séð áður. Í huga flestra snúast jólin um að vera heima í faðmi fjölskyldunnar og borða góðan mat. Það eru hins vegar ekki allir sem geta verið heima um jólin og sumir sækjast beinlínis eftir því að lenda í ævintýri um jólin. Shana og Robin Watermeyer hafa dvalist á Íslandi í nokkrar vikur. Þau eru ættuð frá Simbabve, en hafa bú- ið í London sl. níu ár. Robin fékk vinnu hjá tölvufyrirtækinu CCP og hóf störf á Íslandi í vetur. Shana konan hans kom til Íslands fyrir ein- um mánuði. Fyrir þeim lá að halda saman jól í framandi landi. Vinir þeirra Dave og Christine (sem einn- ig eru ættuð frá Simbabve) komu hins vegar í heimsókn til að fagna jólum með þeim á Íslandi. Anna María kynntist móður Shönu þegar þær stunduðu saman meistaranám í myndlist á Englandi í fyrra. Þegar Anna María frétti að Shana væri á leið til Íslands dreif hún í að bjóða þeim í mat á að- fangadag. Hún þekkti Shönu lítillega en hin þrjú hafði hún aldrei hitt. Oft með finnska skiptinema Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem Anna María býður ferða- löngum að halda með sér jól. Hún er ættuð frá Finnlandi og hefur oft boð- ið finnskum skiptinemum að borða með sér jólamatinn. Anna María segir að það sé reynd- ar ekki alveg nákvæmt að segja að hún bjóði gestum heim til sín. Hið rétta sé að hún bjóði gestum heim til móður sinnar, Maritu Garðarsson. Þessi jólin hafi verið boðið upp á hefðbundinn finnskan jólamat, salt- aða skinku, ofnbakaða kartöflu- stöppu, ofnbakaða gulrótastöppu og í forrétt var boðið upp á síld og snafs. „Annars er mér sama hvað er í matinn. Aðalatriðið er að hann sé góður,“ sagði Anna María sem sagði að jólin hefðu verið mjög góð. Gest- irnir frá Simbabve hefðu verið skemmtilegir og það hefðu átt sér stað áhugaverðar umræður við mat- arborðið. Hafði aldrei hitt jólagestina Bauð gestum frá Simbabve að borða með sér um jólin „FERÐ á Oliver! er fín byrjun á bókmenntalegu upp- eldi,“ segir Guðmundur Brynjólfsson gagnrýnandi í dómi sínum um söngleikinn sem frumsýndur var í Þjóð- leikhúsinu annan dag jóla. Kveðst Guðmundur hrópa húrra fyrir uppsetning- unni, sem hann gefur fjórar stjörnur. „Stjörnur þess- arar sýningar eru Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þórir Sæmundsson,“ segir í dómnum. Fáir hnökrar séu á leikstjórn Selmu Björnsdóttur og dansar Alettu Collins falli vel að sýningunni. Hópatriðin fá einnig lof og eru sögð „flott og full af skemmtilegum hugmyndum og ag- inn og stjórnin á öllum litlu (mögulegu) senuþjófunum til fyrirmyndar“. | 29 Morgunblaðið/Eggert Fögnuður Þeim var vel tekið leikurunum í Oliver! Hér tekur Tryggvi Björnsson, sem lék Hrapp, við uppklappi. Oliver sögð fjög- urra stjarna sýning HAUKAR leika til úrslita um deilda- bikarinn í handknattleik, bæði í karla- og kvennaflokki, en úrslita- leikirnir fara fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í kvöld. Haukar lögðu Val og Akureyri sigr- aði FH í undanúrslitunum í karla- flokki í gær og Haukar mæta því Ak- ureyri klukkan 18. Í úrslitaleik kvenna eigast við Haukar og Fram klukkan 20 en Fram lagði Stjörnuna í gærkvöld og Haukum var dæmdur sigur gegn Val. | Íþróttir Haukar í úr- slitaleikjum „Þetta var yndislegt kvöld. Við er- um nýflutt til landsins, en fengum vini okkar í heimsókn. Það var ánægjulegt að njóta jóla með vin- um og fá boð um að borða jólamat með íslenskri fjölskyldu,“ sagði Shana Watermeyer þegar hún var spurð hvernig væri að dvelja á Ís- landi um jólin. Shana og Robin, maður hennar, hafa ferðast talsvert um Reykjavík og nágrannasveitir um jólin ásamt vinum sínum og notið þess að borða góðan mat. „Það er kalt en gaman,“ sagði Shana. Shana og vinir hennar ólust upp í Simbabve, en þar fer hiti sjaldan niður fyrir 18 gráður yfir vetrar- tímann. „Við erum ekki vön kulda og myrkri um jólin. Sólarlagið hér er fallegt og það er skemmtilegt ævintýri að vera hér.“ Skemmtilegt ævintýri að vera á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.