Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 4 Fréttir Þórður Gunnarsson thg@mbl.is EKKI ER víst að allir eigendur gagnavera sem rísa á Íslandi hljóti sömu ívilnanir og nú er rætt um að Verne Holdings njóti. Þetta staðfest- ir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráð- herra í samtali við Morgunblaðið. Nú þegar er undirbúningur gagnavers- ins Thor Data Center við Ásvelli í Hafnarfirði langt kominn. Talið er að það gagnaver muni veita um 30 manns atvinnu, flestum sérfræði- menntuðum. Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið líta svo á að samningarnir gagnvart Verne Hold- ing væru fyrirmynd samninga fyrir fyrirtæki í sambærilegum rekstri: „Þessir samningar hljóta að gilda líka á öðrum stöðum þar sem sam- bærileg atvinnustarfsemi fer fram. Ég hef ekki skilið yfirlýsingar iðn- aðarráðuneytisins öðruvísi en að menn líti á þetta sem einhvers konar uppskrift að samningum sem stjórn- völd séu tilbúin að gera við fyrirtæki í þessum rekstri,“ segir Lúðvík. Í þeim fjárfestingasamningi sem nú liggur fyrir ætla stjórnvöld að veita Verne Holdings vernd gegn skattlagningu. Þannig verður tekju- skattur fyrirtækisins aldrei hærri en 15% fyrsta 5 árin, aldrei hærri en 18% fimm árin eftir það og ekki hærri en 25% til framtíðar. Ingvi Már Pálsson, lögfræðingur á skrif- stofu orkumála í iðnaðarráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið á Þorláksmessu að samningurinn við Verne Holding yrði fyrirmynd samninga við önnur gagnaver sem kunna að hefja starfsemi hér á landi. Hann tók hins vegar fram að stað- setning verkefnis væri mikilvæg, þar sem Eftirlitsstofnun EFTA þarf að samþykkja skattaívilnanir af hálfu ríkisins er byggjast á byggðaaðstoð. Hafnarfjörður ekki á kortinu Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráð- herra, segir í samtali við Morgun- blaðið að vonandi verði fjárfesting- arsamningurinn við Verne sá síðasti sem er gerður við einstakt fyrirtæki. Nú sé unnið að frumvarpi um íviln- aninir sem eigi að skapa skýran ramma um hvaða ívilnanir nýfjár- festingar geti fengið hjá hinu opin- bera. „Slíkar ívilnanir miðast alltaf við stærð fjárfestingar. Ef nýfjár- festing er nægilega stór til að rétt- lætanlegt sé að veita fjárfestum ívilnun, þá er allt opið í þeim efnum,“ segir Katrín. Ráðherra segir sér ekki hafa borist beiðnir um skatta- legar ívilnanir frá öðrum aðilum sem hyggja á rekstur gagnavera hér á landi, aðeins óformlegar fyrirspurn- ir. „Allt veltur þetta á reglum Evr- ópusambandsins um byggðastyrki,“ segir Katrín. „Staðan er einfaldlega þannig að Hafnarfjörður er ekki inni á byggðakorti Evrópusambandsins,“ segir hún. Þar af leiðandi sé líklega erfitt fyrir gagnaver í Hafnarfirði að fá sambærilega ívilnun og gagnaver á Reykjanesi, en þar er fyrirhugað að starfrækja gagnaver Verne Hold- ings. Katrín segir hendur ráðuneyt- isins vera bundnar af byggðaviðmið- um Evrópusambandsins. Samkvæmt þeirri skilgreiningu falla landsbyggðarkjördæmin þrjú inn á byggðakortið, en Reykjavíkurkjör- dæmin og Kraginn utan þess. Byggðakort ESB ræður styrkjum Gagnaver hafa misjafnan aðgang að stuðningi stjórnvalda Morgunblaðið/Ómar Gagnageymsla Fyrirhugað gagnaver Verne Holding mun starfa á varn- arsvæðinu gamla í Keflavík. Suðurkjördæmi er hluti af byggðakorti ESB. Í HNOTSKURN »Nýfjárfestingar á Íslandigeta ekki notið skatta- legra ívilnana ef staðsetning viðkomandi atvinnustarfsemi er ekki inni á byggðakorti Evrópusambandsins. »Bæjarstjóri Hafnarfjarðartelur eðlilegt að sami stuðningur sé við uppbygg- ingu atvinnustarfsemi þar eins og annars staðar. Iðn- aðarráðherra segir byggða- kortið ráða för. SPÁKAUPMENN hafa á þessu ári tekið á leigu mikinn fjölda olíu- skipa, sem þeir hafa fyllt af olíu en látið sitja kyrr. Var þetta gert á þeim tíma sem staðgreiðsluverð á olíu var umtalsvert lægra en það verð sem fékkst fyrir olíu til af- hendingar nokkrum mánuðum síð- ar. Þessi skip, sem talin eru um 170 talsins, verða tæmd á næstu mán- uðum og hefja á ný siglingar með olíu. Þessi skip samsvara um 6% af heildarflutningsgetu heimsflotans. Þýðir þetta að flutningskostn- aður á olíu geti dregist saman um 25% á dag. Kostnaðurinn er nú um 40.000 dalir (um fimm milljónir á dag) á dag að meðaltali, en sérfræð- ingar telja að hann geti farið niður í 30.000 dali á dag þegar öll geymslu- skipin eru aftur tekin að sigla. Talið er að í geymsluskipunum sé nú að finna um 50 milljónir fata af hráolíu og 98 milljónir fata af unn- um olíuvörum, t.d. bensíni og dísil- olíu. Að ári er talið að 19 milljónir fata af hráolíu verði enn í geymslu- skipum og 29 milljónir fata af unn- um olíuvörum. Í frétt Bloomberg er vitnað í sér- fræðinga sem spá því að meðalverð á hráolíu verði á næsta ári um 75 dalir á fatið, en er um þessar mund- ir um 77 dalir. bjarni@mbl.is Reuters Tankskip Skip sem þetta hafa verið notuð til að geyma olíu. Geymslu- olían fer á markað Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is EINS OG greint var frá í Morgun- blaðinu fyrir skömmu nam hagnaður Íslandsbanka á fyrstu sex mánuðum þessa árs 8,1 milljarði króna. Af- komutölur bankans koma fram í skýrslu skilanefndar Glitnis sem dreift var á kröfuhafafundi um miðj- an desember. Í skýrslunni er jafn- framt gefið í skyn að afkoma bank- ans sé betri en skilanefndin vænti þegar ákveðið var að taka yfir 95% eignarhlut í Íslandsbanka. Því er jafnframt spáð að afkoma á síðari sex mánuðum ársins verði álíka og á fyrri sex, en í skýrslunni segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar hefur sama þróun hald- ið áfram frá miðju ári og fram til loka nóvember. Því má reikna með að eigið fé bankans verði orðið um 84 milljarðar í lok árs. Verðmæti vel yfir eigin fé Í eignayfirliti skilanefndar bank- ans kemur fram að 95% eignar- hlutur er metinn á 100 milljarða króna. Samkvæmt því er allt hlutafé bankans ríflega 105 milljarða virði. V/I-gildi bankans er því tæplega 1,4 – miðað við fyrstu sex mánuði ársins. Sá mælikvarði mælir skráð virði eignar í hlutfalli við innra virði þess, það er að segja eigið fé. Í saman- burði við aðra norræna banka er þetta gildi nokkuð hátt. Til að mynda er V/I-hlutfall SEB í Svíþjóð 0,99, og hlutfall Danske Bank 0,8. Þessir bankar eru þeir norrænu bankar sem eru með allra hæstu V/ I-margfaldarana. Samkvæmt upp- lýsingum fengnum frá Bloomberg er meðaltal V/I-hlutfalls 67 norrænna banka 0,67 til helmingi lægra en hjá Íslandsbanka. Á tímum fjármála- kreppu og lausafjárþurrðar er vana- lega talið viðeigandi að virði banka miðist við eigið fé þeirra, þótt auðvit- að séu til fleiri mælikvarðar í þeim efnum. Á þeim árum sem íslensku bönkunum gekk einna best voru þeir jafnan meðal dýrustu banka Evrópu ef tekið er mið af V/I-hlutfalli. Þann- ig var V/I-hlutfall íslensku bankanna á bilinu 2,1-2,6 árið 2007. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins liggur ekki tæknilegt verð- mat að baki 100 milljarða verðmati á Íslandsbanka í eignayfirliti skila- nefndar. Hins vegar er það von skilanefndarmanna að Íslandsbanki sé jafnvel enn verðmætari en fram kemur í gögnum sem dreift var til kröfuhafa, enda afkoma bankans betri en þeir áttu von á. Að sama skapi hefur nánast allt eignasafn Ís- landsbanka verið endurmetið á efna- hagsreikningi við flutning eigna úr gömlu bönkunum í þá nýju. Þeir sér- fræðingar sem Morgunblaðið ræddi við voru hins vegar efins um hvort að í íslenskum banka með V/I- hlutfallið 1,4 fælist vænlegt kaup- tækifæri. Að því gefnu að skilanefndin breyti ekki verðmati sínu á bank- anum í næsta eignayfirliti og afkoma bankans á síðari helmingi ársins verði ámóta hinum fyrri verður V/I- hlutfall þá 1,25. Dýr banki í norrænum samanburði Morgunblaðið/Golli Dýr banki Samkvæmt heimildum blaðsins liggur ekki tæknilegt verðmat að baki 100 milljarða verðmati á Íslandsbanka í eignayfirliti skilanefndar. Skilanefnd metur Íslandsbanka á ríf- lega 105 milljarða V/I-hlutföll norrænna banka Nordea SEB Jyske Bank Sparekassen Grønlandsbanken Vestjysk Bank Íslandsbanki Meðaltal 67 banka á Norðurlöndum 1,30 0,99 0,95 0,41 1,04 0,49 1,40 0,67 V/I-hlutfallBanki S E B LÁN til einkaaðila í Evrópu drógust saman í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra og er það þriðja árið í röð sem útlán minnka í álfunni. Samdrátturinn í ár nam 0,7 pró- sentum og segir í grein Bloomberg að búast megi við því að vöxtur út- lána verði lítill sem enginn á næsta ári. Þessi samdráttur útlána hefur orðið til þess að svokallaður M3 mælikvarði á magn peninga í um- ferð dróst saman um 0,2 prósent í nóvember og er það í fyrsta sinn síðan mælingar hófust árið 1981, sem það hefur gerst á evrusvæðinu. Mælikvarðinn M1 á peningamagni, sem mælir reiðufé og fé á ákveðnum tegundum innstæðu- reikninga, hefur hins vegar aukist um 12,6 prósent síðustu tólf mán- uði. bjarni@mbl.is Samdráttur í útlánum í Evrópu BANDARÍSKA ríkið hefur selt ríkisskuldabréf að andvirði 118 milljarða dala, um 14.750 milljarða króna, í þessari viku. Verð banda- rískra ríkisskuldabréfa hefur fallið um 3,6 prósent á árinu og er það mesta lækkun frá árinu 1978 hið minnsta. Ríkisstjórn Baracks Obama slær nú fyrri met í skuldsetningu rík- isins. Útistandandi ríkisskuldabréf nema nú alls 7.170 milljörðum dala, en námu 5.800 milljörðum í lok síð- asta árs. Rekja menn verðlækkunina ann- ars vegar til mikillar aukningar í framboði á ríkisbréfum, en einnig til aukinna verðbólguvæntinga fjár- festa. Vegna þess að ríkisbréfin eru ekki verðtryggð óttast fjárfestar að þau geti tapað hluta verðgildis síns verði verðbólga umfram vænt- ingar. bjarni@mbl.is Verð á banda- rískum bréfum lækkar SÚ HUGMYND, að banna á ný að sama fjármálafyrirtæki starfræki viðskiptabanka- og fjárfesting- arbankastarfsemi, er sögð njóta vaxandi fylgis meðal bandarískra þingmanna. Bannið var í gildi frá árinu 1933 til ársins 1999, en síðan það var af- numið hafa mörkin milli fjárfest- ingarbanka og viðskiptabanka orð- ið óskýrari. Drög að frumvarpi um að taka upp slíkt bann að nýju, þótt í breyttri mynd væri, ganga nú manna á milli í þingheimum vestra og samkvæmt þeim gæti þurft að skipta risabönkum eins og Bank of America og Citigroup upp í smærri einingar. Aðrir segja að það hefði engu skipt fyrir hrunið í fyrra þótt bann sem þetta hefði verið fyrir hendi. Stærstu fórnarlömb hrunsins hefðu verið hreinir fjárfestingarbankar eins og Bear Stearns og Lehman Brothers. Þá hefðu reglurnar kom- ið í veg fyrir að JP Morgan bjargaði ákveðnum eignum Bear Stearns. bjarni@mbl.is Vilja setja aftur á aðskilnað í bankarekstri Bankar Stórir bankar eins og Citigroup gætu sætt því að vera skipt upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.