Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 6 Fréttir Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is N ú um áramótin munu eitruð veð úr bókum sex írskra banka verða færð til National Asset Management Agency (NAMA), en svo nefnist „vondi bankinn“ sem stjórnvöld hafa sett á lagg- irnar með það að augnamiði að skapa ein- hverskonar ruslakistu fyrir helstu banka landsins. Bókfært verð veðanna sem færð verða í NAMA er 77 milljarðar evra en nú- verandi markaðsverð er ríflega 40 milljarðar evra. Um er að ræða fimmtung af heildarútl- ánum bankanna sex og þar af leiðandi er ekki um neinar smáupphæðir að ræða. Með þessu markast skil í írsku fjármálakreppunni sem er að mörgu leyti keimlík þeirri sem skall á hér landi þó svo að stjórnvöld í Dyfl- inni hafi brugðist við henni með allt öðrum hætti en þau íslensku. Tvíeggjað sverð Írska efnahagsundrið einkenndist af bætt- um lífskjörum og miklum hagvexti. En að sama skapi óx skuldsetning mikið og írska hagkerfið var afar háð erlendu láns- fjármagni. Segja má að aðild Írlands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu hafi verið tvíeggjað sverð stærstan hluta þess- arar aldar: Það er að segja að hagkerfið naut góðs af því að eiga greiðan aðgang að er- lendu fjármagni en á sama tíma voru stýri- vextir, sem tóku fyrst og fremst mið af hæg- um gangi þýsku hagvaxtarvélarinnar, sennilega of lágir fyrir hið kraftmikla írska hagkerfi. Þetta tvíeggjaða sverð er reyndar enn á lofti yfir írska hagkerfinu í dag þar sem evran útilokar gengisfellingu í takt við breyttar aðstæður í hagkerfinu og þarf því öll aðlögun að fara fram í gegnum lækkun raunlauna og kaupmáttar; þó ber að nefna að evran gerir hinsvegar fjármögnun auk- innar skuldabyrði írska ríkisins vegna björg- unaraðgerða á fjármálamarkaði bærilegri en ella. Það voru þessar ytri aðstæður sem lögðu grunninn að þeirri eignabólu sem nú hefur hrunið. Þáttur bankanna í þeirri bólumyndun er sérstaklega áhugaverður með hliðsjón af því sem gerðist á Íslandi. Á áratugnum sem leið eftir að Írar tóku upp evruna sjöföld- uðust útlán írskra banka og námu alls 400 milljörðum evra rétt fyrir hrun. Samkvæmt rannsóknum hagfræðingsins Martin Kelly, sem er einn þeirra manna sem orðinu dóms- dagur hefur verið skeytt fyrir aftan doktors- titil þeirra, uxu útlán úr því að vera 60% árið 1997 af landsframleiðslu í það að vera 200% árið 2008 eða helmingi meira en það sem gengur og gerist í öðrum þróuðum hag- kerfum. Stór hluti af þessari útlánaaukningu rann til byggingariðnaðarins og kynti undir tröllaukinni fasteignabólu. Bankamenn við fýsibelginn Írskir bankamenn stóðu sveittir við fýsi- belginn á meðan eignabólan bólgnaði út. Það er sérstaklega áhugavert að skoða þátt tveggja írskra banka í þessari þróun. Eins og Dan White, sem skrifar dálka um við- skipti í írska blaðið Evening Herald, bendir á þá óx samanlögð markaðshlutdeild bank- anna Anglo Irish og Irish Nationwide úr því að vera nánast engin í það að verða meira en fimmtungur á einum áratug. Þannig jókst verðmæti lánabókar Anglo Irish úr því að vera 2 milljarðar evra í það að vera ríflega 70 milljarðar á einungis tíu árum. White spyr hvernig sé eiginlega hægt að auka útlán í svo miklum mæli og á sama tíma að sýna aðgát og hófsemi. Svar hans við spurning- unni er einfalt: Það er ekki hægt. Enn- fremur segir White að þessi ofvöxtur bank- anna tveggja hafi leitt til þess að þeir sem fyrir voru köstuðu frá sér allri aðgát og reyndu að verja markaðshlutdeild sína. Þetta ásamt sofandahætti regluvarða hins opinbera hafi leitt til þess að það fór sem fór. Þegar fjara tók undan fjármálamörkuðum á haustmánuðum árið 2007 stóðu írsku bank- arnir berskjaldaðir. Margboðað fárviðri skall svo loks á þegar bandaríski fjárfestingabank- inn Lehman Brothers féll haustið 2008. Þá varð staða írsku bankanna nánast vonlaus og sú skrýtla gekk á milli enskumælandi manna að eini munurinn á Íslandi og Írlandi væri einn bókstafur og sex mánuðir. Írsk stjórn- völd fóru aðra leið en þau íslensku og gerð- ust bakhjarl stærstu bankanna og tryggðu skuldbindingar þeirra. Það dugði þó ekki til. Stjórnvöld neyddust til þess að leggja bönk- unum til nýtt eigið fé og jafnframt rík- isvæddu þau Anglo Irish-bankann. Dýr björgun Þessar aðgerðir afstýrðu vissulega yfirvof- andi áhlaupi á helstu banka Írlands. Að sama skapi hafa flestar þær raddir sem boð- uðu efnahagshrun og gjaldþrot írska ríkisins að mestu þagnað. En þar með er ekki sagan sögð: Írska ríkið hefur axlað miklar skulda- byrðar vegna þessara aðgerða og nið- ursveiflan í hagkerfi landsins er bæði djúp- stæð og mikil. Samkvæmt breska blaðinu Financial Times hefur ríkið gengið í ábyrgð fyrir bankana fyrir um 400 milljarða evra en það er um tvöföld landsframleiðsla. Fæstir trúa því að írska ríkið gæti reitt slíkar upp- hæðir fram ef örlögin höguðu því þannig að áhlaup yrði gert á bankana. Þar að auki stendur ríkið frammi fyrir miklum fjár- lagahalla sem er mun hærri en reglur evru- svæðisins kveða á um, hækkandi fjármagns- kostnaði, atvinnuleysi og mikilli skuldsetningu einkageirans. Ríkisstjórn landsins hefur að vísu gengið vasklega fram í niðurskurði til þess að koma böndum á fjárlagahallann. Auk þess hefur samkeppnisstaða írska hagkerfisins hríð- versnað á undanförnum árum vegna geng- isþróunar evrunnar og á því er aðeins ein lausn: Laun verða að lækka. Þrátt fyrir þetta eru sérfræðingar ekki eins svartsýnir fyrir hönd írska hagkerfisins og fyrir ári. Menn leita suður á bóginn, til Grikklands, þegar þeir vilja benda á sjúka hagkerfið í hópi evruríkja og segja írsk stjórnvöld vera fyrirmynd sem aðrir ættu að líta til þegar kemur að nauðsynlegum en sársaukafullum niðurskurði í ríkisfjármálum. Fjárvana uppvakningar En á sama tíma eru mörg vandamál óleyst. Áðurnefndur Kelly bendir á að írsk stjórnvöld hafi aðeins leyst eitt af þremur bráðavandamálum fjármálakerfisins: Útlána- vanda bankakerfisins vegna hruns á fast- eignamarkaðnum. Þau lán og eitruð veð þeim tengd fara inn á bækur NAMA á næst- unni. Eftir stendur vandinn við skuldbind- ingar hagkerfisins til erlendra skuldabréfa- eigenda og gagnvart Evrópska seðlabankanum og í þriðja lagi sá vandi sem mun stafa af frekari rýrnun lánasafna bank- anna vegna slæmra efnahagshorfa. Kelly segir að írska bankakerfið sé eins og upp- vakningur sem hafi eingöngu þá áherslu að draga úr skuldbindingum sínum og lána því ekkert út til hagkerfisins og standi það frammi fyrir mikill hættu vegna frekari rýrnunar útlánasafna sinna. Það er því með öllu óljóst hvort fjárhagslegt bolmagn írska ríkisins til þess að standa bakvið bankana er yfirhöfuð til staðar. Reuters Tígrisdýr Á uppgangsárunum á Írlandi var efnahagsundrið oft kennt við keltneskan tígur og kallaðist það nafn á við sambærileg heiti á útflutn- ingshagkerfum í Suðaustur-Asíu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Allt tal um tígra hefur þó þagnað að mestu að undanförnu. Írski tígurinn er lafmóður, skuldsettur og illa á sig kominn Írskir bankar voru á vonarvöl áður en ríkið bjargaði þeim en kostnaðurinn er ærinn. Í apríl lýstu stjórnvöld því yfir að þau hygðust setja á laggirnar National Asset Management Agency (NAMA) sem myndi gegna hlutverki einhverskonar ruslatunnu fyrir útlánasöfn bankanna. Helsta ruslið í þeim tengist fasteignalán- veitingum. Hugmyndafræðin gengur út á að þessi lán renni í NAMA og að bankarnir fái þess í stað greitt fyrir þau með írskum ríkisskuldabréf- um. Bankarnir sem stendur þetta til boða eru Bank of Ireland, Allied Irish Banks, framlagi að halda. Írska ríkið hefur lýst því yfir að það sé reiðubúið til þess að leggja bönkunum til frekara fé gegn eignarhlut í þeim. NAMA er ekki óumdeilt fyrirbrigði. Bent hefur verið á að það er með öllu óljóst hver kostnaður ríkisins verði vegna aðgerðarinnar og þar með sé verið að taka ótæpi- lega áhættu á kostnað skatt- greiðenda – þeirri áhættu sé engan veginn deilt á milli þeirra og bankanna, þeirra sem eiga skuldabréfin í þeim og stofnanafjárfesta. Anglo Irish Bank, EBS, Irish Life og Permanent and Irish Nationwide. NAMA mun kaupa lán, sem eru bókfærð á 77 millj- arða evra í bókum bank- anna, með umtalsverðum af- slætti. Bankarnir þurfa því að taka tapið á sig og þar af leiðandi er hugsanlegt að þeir þurfi á endurfjár- mögnun að halda. Reyndar hafði Wall Street Journal eftir írska seðlabankastjór- anum á dögunum að allar líkur væru á að þeir þyrftu á umtalsverðu eiginfjárfram- Reglulega vondur banki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.