Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2009 LYKILORÐIÐ ER SVEIGJANLEIKI! Momentum greiðslu- og innheimtuþjónusta ehf. | Suðurlandsbraut 18, 108 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Milliinnheimta sem er kröfuhafa að kostnaðarlausu Kynntu þér innheimtuaðferðir okkar á momentum.is A R G U S 0 8 -0 1 7 4 Hvort sem það snýr að innheimtuferlinu eða greiðslum viðskipti Tollar Sverfur til stáls milli Kína og Bandaríkjanna. 07 Viðskipti mbl.is Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is HLUTI erlendra kröfuhafa Kaup- þings, sem nú hafa eignast ráðandi hlut í Arionbanka, funduðu með for- svarsmönnum Þjóðarhags á dögun- um. Þjóðarhagur hefur lýst yfir áhuga á að kaupa smávöruverslana- keðjuna Haga, en formlegu tilboði hefur verið skilað inn til Arionbanka, sem er þó háð áreiðanleikakönnun. Morgunblaðið náði tali af þessum til- teknu kröfuhöfum. Þeir sögðu að fundurinn hefði ekki snúið að því að veita Þjóðarhag stuðning í tilboði sínu í Haga, eða aðstoð við fjármögn- un. „Okkur sýnist þó sem tilboði Þjóðarhags hafi ekki verið tekið vel af íslenskum bönkum, hverjar svo sem ástæður þess kunna að vera,“ sagði talsmaður kröfuhafahópsins í samtali við Morgunblaðið. Um er að ræða bandaríska fjárfesta. Ákvörðunin hjá bankanum Brynjar Níelsson, lögmaður Þjóðar- hags, staðfestir að hann hafi fundað með kröfuhöfum í þrotabú Kaup- þings um málefni verslunarkeðjunn- ar. Fundur kröfuhafanna með fulltrúum Þjóðarhags snerist meðal annars um hvort þeir síðarnefndu hefðu enn áhuga á að kaupa versl- unarkeðjuna. Aðspurðir hvort þeir hefðu skoðun á því hvort fyrrverandi eigendur Haga ættu að fá að halda fyrirtæk- inu sögðust þeir ekki geta haft áhrif á slíkar ákvarðanir. Slíkt væri skila- nefndar og stjórnar bankans að ákveða. „Það eina sem við getum gert er að afla okkur upplýsinga um eignirnar sem eru innan bankans, reyna að komast að verðmæti þeirra og ákvarða þannig virði fjárfestingar okkar í bankanum,“ sagði talsmaður kröfuhafanna við Morgunblaðið. Eignarhaldsfélagið 1998, sem á Haga, skuldaði Arion tæplega 50 milljarða króna áður en bankinn neyddist til þess að taka félagið yfir fyrr í vetur. Skuldin varð til þegar Kaupþing lánaði 1998, sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjöl- skyldu, fé til þess að kaupa Haga út úr Baugi í fyrra. Fram hefur komið að bankinn hefur veitt fyrrverandi eigendum 1998 tímafrest til þess að leggja fram nýtt fé til að endurfjár- magna skuld félagsins við bankann og þar með tryggja eignarhald sitt yfir Högum, í það minnsta að hluta. Langlíklegast er að ákvörðun um Haga verði tekin fyrir miðjan kom- andi janúar. Kröfuhafar funda með Þjóðarhag Lögmaður Þjóðarhags inntur eftir því hvort enn sé áhugi fyrir hendi á Högum Morgunblaðið/Ómar Hagar Vænta má ákvörðunar Arionbanka um hverjir hreppa Haga um miðj- an janúar. Erlendir kröfuhafar hafa fundað með fulltrúum Þjóðarhags. UM áramótin munu fasteignalán að andvirði tæpra 80 milljarða evra renna inn í hina nýstofnuðu rík- isstofnun National Asset Manage- ment Agency. Stofnunin mun gegna hlutverki einskonar rusla- fötu fyrir lánasöfn helstu banka Ír- lands og þangað geta þeir sett eitr- uðustu fasteignalán sín gegn því að fá írsk ríkisskuldabréf. Viðskiptin fara fram á gengi sem er lægra en bókfært verðmæti þeirra í efnahagsreikningi bank- anna og munu þeir því taka á sig umtalsvert tap. Það eykur líkurnar á að þeir þurfi frekar fjárframlag til þess að styrkja eiginfjárstöðu sína. | 6 Slæmur banki tekur til starfa á Írlandi MARKAÐURINN með skulda- bréf náði sér á strik á árinu. Þetta segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, en hann reiknar með umskiptum á hlutabréfamark- aðnum í lok þess árs sem nú er að ganga í garð. Heildarveltan á árinu var 2.776 milljarðar sem jafngildir 11,2 milljarða veltu á dag. Rúm 98% veltunnar voru með skuldabréf. Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um tæp 17% á árinu. | 5 Líflegur skuldabréfa- markaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.