Ísfirðingur - 15.12.1954, Síða 8
8
ÍSFIRÐINGUR
Kristinn Helgason:
Minningar frá Palestínu.
Seinnl Wuta aprílmánaðar 1951
barst mér skeyti frá m.s. Detti-
fossi til Jerúsalem, þar sem ég
var starfandi á vegum Samein-
uðu þjóðanna. Þetta skeyti var
frá íslenzkum presti, sem var á
leið til landsins helga með skip-
inu, og bað hann mig að taka á
móti sér, er skipið kæmi til Israel.
Ég varð harla glaður við þessi
tíðindi og gerði ráðstafanir til
að geta tekið á móti skipinu, en
það átti að koma til Haifa dag-
inn eftir. Þann dag fór ég til
Haifa og tók þar á móti séra
Sigurbimi Á. Gíslasyni, en með
honum var og séra Ingólfur Ást-
marsson, prestur að Mosfelli í
Biskupstungum. Er ég kom um
borð í Dettifoss, fannst mér ég
vera komin heim, ekki sízt vegna
þess, að nú gat ég talað móður-
málið við einhvem, en það hafði
ég ekki gert í nokkra mánuði.
Svo var það maturinn, sem þama
var á boðstólum, íslenzkur matur
af ýmsu tagi, og reyndi ég að
láta bera sem minnst á, hve mik-
ið hvarf ofan í mig. Ég var í
góðu yfirlæti um borð nokkra
stund í þessu litla, fljótandi Is-
landi.
Svo lögðum við, prestamir og
ég, af stað til Jerúsalem. Leiðin
lá suður með ströndinni að Tel
Aviv og stönzuðum við þar
skamma stund, en héldum svo
sem leið lá til Jerúsalem, sem
er um klukkustundar akstur frá
ströndinni. Þó að Jerúsalem
standi í um 800 metra hæð yfir
sjávarmáli, er ekki um nein veru-
leg fjöll að ræða, heldur er leiðin
frá ströndinni til borgarinnar að-
allega hæðadrög og hólar með
skomingum og dalverpum mis-
jafnlega djúpum á milli. Lands-
lagið hækkar jafnt og þétt þar
til komið er að austurbrún Júdeu-
hásléttunnar, og sézt þá vel yfir
Jórdandalinn. Jerúsalem stendur
vestan við Olíufjallið og skyggir
það á útsýni yfir Jórdandalinn.
Ekki sézt til borgarinnar fyrr
en komið er alveg að henni. Er
við nálguðumst borgina, varð ég
var við eftirvæntingu og óþolin-
mæði prestanna, enda spurðu þeir
oft um hvort ekki færi að sjást
til Jerúsalem. Gamli borgarWut-
inn stendur milli tveggja dala og
er umgirtur háum múrvegg, en
nýrri borgarhverfin standa fyrir
norðan og vestan múrana. Síðan
vopnahlé komst á milli Araba og
Gyðinga, er borgin klofin í tvo
Wuta. Gamla borgin tilheyrir
Aröbum en nýju hverfin Gyðing-
um. Þetta hefur torveldað mjög
allar ferðir útlendinga um helgi-
staði landsins. Mjög miklum erf-
iðleikum er það bundið að kom-
ast yfir landamæri ísraels og
Trans-Jórdan, en helgistaðimir
era skiptir milh þessara landa.
Þessu til skýringar má geta
þess, að meginWuti helgistaða
Jerúsalem og Betlehem era á
valdi Araba, en aftur á móti er
Nasaret og svæðið umhverfis
Genesaretvatnið í höndum Gyð-
inga. Það var vegna þessara tálm-
ana, að aðrir farþegar með Detti-
fossi í þessari ferð, vildu ekki
eyða tíma og fé í að koma til
Jerúsalem, án þess svo að fá að
sjá Grafarkirkjuna og aðra helga
staði. Þrátt fyrir þetta voru prest-
arnir mjög ánægðir með ferðina
til Jerúsalem, þó ákjósanlegra
hefði verið að geta komizt inn
fyrir múra gömlu borgarinnar.
Þeir gátu samt séð ýmsa forn-
helga staði svo sem Betlehem,
Getsemanegarðinn, Olíufjallið,
Betaníu og úr lítilli fjarlægð feng-
ið sæmilegt útsýni yfir gömlu
borgina.
Af þeim 7 Wiðum, sem era
á múrunum umhverfis gamla
borgarWutann, er Damaskushliðið
nú aða inngangurinn inn í hana.
í gamla borgarWutanum búa nú
um 70 þús. manns, og um þetta
Wið fer megin hluti þess varn-
ings, sem til hans kemur, svo
að það er ekki að undra þó að
hávaðasamt sé utan við Damas-
kushliðið. En þama safnast sam-
an öll möguleg farartæki. Má
þar sjá handvagna, vörabifreiðir,
múldýr, asna, hjólbörur, strætis-
vagna, glæsilega arabíska hesta,
að ógleymdum burðarkörlunum.
Þarna mátti líka sjá framrétta
litla hönd til ferðamannsins hróp-
andi baksis, baksis, sem þýðir
peningar. Þegar maður sér þessa
litlu betlara skítuga og vafna í
einhverjar druslur, sem eiga að
heita föt, fyllist maður samúð
með þessum olnbogabömum. —
En það er annars bezt að bregða
sér inn fyrir hliðið og athuga
hvað fyrir augun ber. Hér fær
maður skýringuna á því, hvað
stöðvaði alla umferðina utan við
hliðið. Gatan, sem tekur við er
inn kemur, er all breið. Ég tel þó
réttara að kalla þessa götu
tröppugötu, því gatan hallar frá
hliðinu og er með tröppum á
köflum. Þessi gata er ekki nema
um 50 metrar á lengd, en þá
klofnar hún í tvær götur, sem
era 3—5 metrar á breidd, eins
og flestar aðrar götur bæjarins.
Nú fer maður að skilja hvers
vegna farartæki fá ekki að fara
inn fyrir hliðið.
í stað bifreiða og annara tækja
taka nú burðarkarlarnir við öll-
um vamingi og bera hann á sinn
stað í borginni. Marga rekur í
roga stanz, er þeir koma inn fyr-
ir Damaskushliðið, og þessi örfáu
spor gegn um hliðið virðast færa
mann margar aldir aftur í tím-
ann.
Allt er nú breytt og með ann-
arlegum blæ. Turnar og hvolf-
þök blasa við, götumar eru víða
dimmar og þröngar, og oft eru
þær í undirgöngum. Mannfjöldinn
er ógurlegur, og fyrst í stað virð-
ist manni allir vera að flýta sér.
Kaupmennirnir eru með varning
úti á götum og bjóða hann til
kaups með mikilli háreisti. Kon-
umar eru blæju klæddar og karl-
amir margir hverjir í skósíðum
skikkjum, er dragast um fætur
þeirra, og flaksandi arabahöfuð-
búning. Og þrátt fyrir skítinn,
sem er á öllu, bæði matarkyns
og öðra, og ódauninn, sem er
megn, hefur allt umhverfið á
sér einhvern ævintýraljóma.
Margt er það, sem kemur í hug-
ann, þegar maður rifjar upp
dvölina í Pelestínu. Sennilegast
verður jólakvöldið í Betlehem
árið 1950 minnistæðast.
Konan mín var þá hjá mér í
Jerúsalem og vorum við á að-
fangadagskvöld við guðsþjónustu
mótmælenda á Betlehemsvöllum,
þar sem fjárWrðamir voru stadd-
ir fyrstu jólanóttina. Við komum
að völlunum. í bifreið frá Jerú-
salem, en. gengum svo frá þjóð-
veginum að messustaðnum. Við
gengum um staðinn um stund og
skoðuðum hellinn, sem fjárhirð-
arnir höfðust við í. Utan við
hellismunnan er birgi, sem hefur
myndast af jarðfalli, og þar fór
messan fram. Nú brá svo við,
að það fór að finnast matarlykt,
og þegar að var gáð, voru tveir
Fimm lögreglumenn S.Þ. í Palestínu. Talið frá vinstri eru
þar fyrst Frakki, þá lslendingurinn Kristinn Helgason, þá
Norðmaður, Dani og Belgíumaður.
Arabískir bændur hafa lítið að segja af vélamenningu enn.
Hér er arabískur bóndi að plægja akur sinn með uxum sín-
um og tréplóg, en á veginum stendur nýtízkubifreið ferða-
fólksins.