Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1954, Page 12

Ísfirðingur - 15.12.1954, Page 12
12 ISFIRÐINGUR L ö g t a k * á öllum áföllnum ógreiddum iðgjöldum til Sjúkrasam- lags Isafjarðar hefir verið úrskurðað í dag af bæjar- fógeta og má þáð fara fram á kostnað gjaldenda að átta dögum liðnum frá fyrstu birtingu þessarar auglýsingar. Þess er fastlega vænzt, að þeir samlagsmenn, sem skulda áfallin iðgjöld, greiði þau nú fyrir áramótin, svo ekki þurfi til lögtaks að koma. Isafirði, 7. desember 1954. Sjúkrasamlag Isafjarðar. L ö g t a k Lögtak hefur verið úrskurðað á eftirtöldum gjöldum ársins 1954: Fasteignaskatti, tekju- og eignaskatti, tekjuskattsvið- auka, almannatryggingariðgjaldi, námsbókagjaldi, kirkj- ugarðsgjaldi, sóknargjaldi, bifreiðaskatti, lesta- og vita- gjaldi og söluskatti. Lögtök verða hafin fyrir gjöldunum, ásamt dráttar- vöxtum, þegar átta dagar eru liðnir frá birtingu þessarar auglýsingar hafi gjöldin þá eigi verið greidd eða samið um greiðslu á þeim. Skattgreiðendur eru því alvarlega áminntir um að greiða gjöldin nú þegar. Bæjarfógetinn á Isafirði. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu. 7. desember 1954. JÓH. GUNNAR ÓLAFSSON. Læknaskipti. Stjórn Sjúkrasamlags Eyrarhrepps hefur ákveðið að láta fara fram læknaval. Samkvæmt því ber öllum meðlimum samlagsins að velja sér heimilislækni fyrir 31. desember n.k. Velja má um læknana: Kjartan J. Jóhannsson, Ragnar Ásgeirsson og IJlf Gunnarsson. Læknavalið skal tilkynnt gjaldkera samlagsins. Sjúkrasamlag Eyrarhrepps. Sundhöll ísafjarðar verður opin fyrir almenning, frá 20. desember til ára- móta, sem hér segir: • Virka daga kl. 8.30 til 12 á hádegi og kl. 2—7 og8—9e.h. Á Þorláks messu er þó opið til kl. 11 e.h. Á aðfangadag er opið til kl. 4 e.h. Á gamlársdag er opið til kl. 4 e.h. Lokað er báða jóladagana. HÁTIÐAMESSUR. Isafjörður: Aðfangadagskvöld kl. 8 e.h. Jóladag kl. 2 e.h. í kirkjunni, á sjúkrahúsinu kl. 3 e.h. Gamlársdag kl. 8 e.h. Nýársdag kl. 2 e.h. 1. sunnudag eftir þrettánda: kl. 2 á elliheimilinu. Hnífsdalur: Aðfangadag kl. 6 e.h. Jóladag kl. 5 e.h. Súðavík: Annan jóladag kl. 2 e.h. Skutulsfjörður: sunnudag 2. janúar kl. 2 e.h. ÍSFIRÐINGUR tltgefandi: Framsóknarfélag Isfirðinga. Ábyrgðarmaður: Guttormur Sigurbjörnsson Austurveg 12. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 Laugardag og sunnudag kl. 9: SUMARDANSINN Sunnudag kl. 3: SMÁMYNDASAFN Teikni- og músikmyndir Sunnudag kl 5: SMYGLARAEYJAN Jólabók allra íslenzkra kvenna: Konan í dalnum og dæturnar sjö S A G A húsfreyjunnar á Merkigili, Moniku Helgadóttur, skrásett af Guðmundi G. Hagalín. í bók þessari er brugðið upp stórfenglegu baráttusviði íslenzkr- arsveitakonu. Saga hennar er einnig túlkun á þeim reginkrafti og þreki, sem íslenzka konan ræður yfir og mótað hefur þjóð- arsvip Islendinga um aldir. Konan í dalnum og dæturnar sjö er saga konu, er gædd var mikilli viðkvæmni og heitum til- finningum, en um leið frábæru þreki, þolgæði, kjarki og sönn- um manndómi. L'ífið hefir lagt á hana margvíslegar þrautir, sjúkdóma og sárustu harma, og hún hefir búið við sérstæða erfiðleika á mjög afskekktu býli. En hún hefir vaxið við hverja raun og borið úr býtum hinn glæsilegasta sigur í lífsbaráttunni, staðið með dætrum sínum í stórbrotnum framkvæmdum og orð- ið ímynd þess kjarnmesta og jákvæðasta í íslenzku þjóðareðli, reynzt fágæt móðir, frábær húsfreyja og framtakssamur bóndi. Monika á Merkigili sómir sér vel í liópi þeirra kvenhetja, sem höfundar fornsagnanna hafa skapað. Hún er aðeins sannari og mannlegri heldur en þær flestar, enda vitum við, að hún liefir ekki einungis verið til, heldur lifir enn og starfar í fullu fjöri. Meistari íslenzkra ævisagna, Guðmundur Gíslason Hagalín, hef- ir skrifað sögu þessarar konu, og sagan hefir í hans höndum orðið einstæð bók og merk. Bókaútgáfan Norðrá Konan í dalnum og dæturnar sjö hefur algjöra sérstöðu í íslenzkum bókmenntum. SUNDHÖLL ISAFJARÐAR.

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.