Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 2
2' ISFIRÐINGUR Áramótaspjall Islendingar kjósi að halda í aust- urátt“, eða þeir ætli að slíta tengsl við vestrænar þjóðir, þótt við krefjumst þess að losna við erlent herlið af íslenzkri grund, nema óumflýjanleg nauðsyn krefji að láta það dvelja hér ennþá. Jafn- framt hafa verið slegnar niður hin- ar fáránlegu slúðursögur, er Sjálf- stæðismenn símuðu til ýmissa stórblaða vestan hafs og voru síð- an endurprentaðar í flokksblöðum þeirra. — Þetta hefir allt miðað til réttari skilnings á sjónarmiði rík- isstjómarinnar í hervamarmálum hjá Bandaríkjastjóm. Og þetta hefir ennfremur styrkt Alþýðu- bandalagsmenn í þeirri skoðun, að ekki tjái að berja höfðinu við steininn í þessu máli hvað sem persónulegri löngun einstakra manna í þeim efnum líður. Efnahags- og framleiðslumálin. Það var vitað að efnahagsmálin yrðu örðug viðfangs, og ein hin heitasta ósk og von Sjálfstæðis- flokksins var, að stjórnarflokkarn- ir gæfusst upp við að leysa þann vanda, að koma í gegn lögum frá Alþingi, um lausn þessara mála. Þetta hefir þó tekizt og má teljast afrek ekki lítið, eins og málum þessum er nú komið. Það hefir líka kostað mikla fyrirhöfn og vinnu að sameina stuðningsflokka ríkisstjórnarinnar um markvissar aðgerðir í efnahagsmálunum. Ófamaður framleiðsluatvinnu- veganna stafar af því, að til þeirra em gerðar meiri kröfur, meiri fjárhagsbyrgðar lagðar á þessar atvinnugreinar, en þeir fá undir risið. Á þetta einkum við um sjáv- arútgerðina, sérstaklega togaraút- gerðina. Hitt er aftur frek rangsleitni, sem Sjálfstæðisblöðin hafa jafnan klifað á, að hér sé verkamönnum og sjómönnum um að saka — og þeirra forsprakka. Hér eru allskonar millimenn að verki, sem reita f jaðrirnar af þess- um atvinnuvegi og hver á sinn hátt. Verður því, þar til önnur til- tækilegri ráð finnast, að nota þá aðferð, að láta landsfólkið skila aftur í svonefndan Framleiðslu- sjóð, nokkru af því, sem útgerðin telst hafa greitt umfram getu sína, og nota það fé til styrktar útgerð- inni. Hér er ekki rúm til að fara lengra út í þetta mál. Reynslan verður að skera úr því, hvernig þessi nýja löggjöf gefst. En tvent er augljóst og stór framför frá undanfömum ámm: Fiskveiðar hefjast nú strax óhindraðar upp úr áramótunum. 1 fyrravetur var fiskveiðiflotinn sunnan lands stöðvaður í janúar- mánuði, öllum til stórtjóns og minnkunar. — Ennfremur er nú með samstarfi við verkalýðsfélög- in girt fyrir að verkföll brjótist út í náinni framtíð. Þetta er líka í fyrsta skifti, sem haft hefir verið náið samstarf við verkalýðsfélögin, og sömuleiðis við samtök útgerð- armanna og Stéttarsamband bænda, um lausn þessara mála. — Þetta veitir hinni nýju löggjöf ör- yggi og traust hjá vinnustéttun- um, sem ávallt hefir skort áður. Spáir þetta allt góðu um skip- an þessara mála í framtíðinni. Óánægju gætir að vísu ávallt með nýjar álögur og skatta, en ekki mun sú andúð festa varan- legar rætur, þegar menn sannfær- ast um að nauðsyn rak hér á eftir. Framkvæmdir á vegum bæjarins. Isafjarðarbær hefir átt að fagna góðu árferði undanfarið, einkum tvö síðustu árin. Hagur bæjarbúa mun áreiðanlega betri nú, en nokkru sinni áður. Skal ekki hér rætt meira um þann þáttinn, sem einstaklingana varðar. En eins og oft áður er uppi sónn meðal vissra manna um litlar framkvæmdir á vegum bæjarins, og þeir sem nota vilja stór orð en þó staðlaus, tala um sofanda hátt bæjarstjórnar. Sannleikurinn er þó sá, að bærinn hefir framkvæmt mikið á s.l. árin, sem og árið 1955. Er þar fyrst að nefna, að gagn- gerð endurbót hefir farið fram á Sundhöllinni. — Sundhallarbygg- ingin hefur verið eitt af vandræða- málum bæjarins, og hörmulegt til þess að vita að nýbyggt hús skyldi svo fljótt verða ónothæft. Er nú vel að Sundhöllin verður aftur opn- uð í vetur. Þá hefir verið innréttað rúmgott húsnæði í þakhæð hússins fyrir byggðasafn Isfirðinga. Ennfremur í kjallaranum innréttuð góð kennslustofa handa handavinnu- nemendum barnaskólans. Gagngerð viðgerð fór fram á barnaskólahúsinu og var lokið snemma á árinu. Er bamaskól- inn nú hið vistlegasta hús og stendur fyllilega á sporði ýmsum hinna nýrri barnaskólahúsa. Lok- ið var á árinu við smíði áhalda- húss bæjarins. Er það hin mynd- arlegasta bygging. Geta ber og um hinar miklu endurbætur, sem ver- ið er að framkvæma á rafstöðinni á Fossum og byggingar þar í sam- bandi við hina nýju dieselvél. — Undanfarin ár hafa sýnt, að það gat verið hættulegt fyrir bæjarbúa og ýms atvinnufyrirtæki, sem þurfa á rafmagni að halda, að treysta gömlu vélinni, sem auk þess er langt um of afllítil. Er nú vel, og má telja þakkarvert, að úr þessu öryggisleysi er nú bætt. Þá má og geta þess að verulegar end- urbætur hafa verið gerðar á hafn- arbakkanum í Neðsta, kanturinn Framhald á blaðsíðu 7. BUTTERIGK'SNIÐ Skoðið sýnishornabækumar í næsta kaupfélagi. Veljið þar snið við yðar hæfi. Nýjasta ameríska tízka. 7111-2/9 Hagstætt verð. Biðjið um Butterick-snið í kaupfélaginu. Frá Sjúkrasamlagi ísafjarðar Um þessi áramót taka gildi ýmis ákvæði almannatryggingar- laganna nr. 24 29. marz 1956, sem hafa í för með sér breytingar á reglum um sjúkrasamlög og sjúkratryggingar. Eru þessar helztar: 1. Samlagsmenn í kaupstöðum skulu greiða heimilislækni sín- um kr. 5,00 fyrir hvert viðtal á lækningastofu og kr. 10.00 fyrir hverja vitjun til sjúklings. Gjald þetta greiðist án vísitöluálags og breytist ekki nema vísitala hækki eða lækki um 1/10 hluta. Greiðslur samlagsins til læknanna lækka með hliðsjón af þessu nýja gjaldi frá samlagsmönnum. 2. Sjúkrasamlögin hætta að greiða fæðingarstyrk, en fæðing- arstyrkur frá almannatryggingum hækkar um 50%. Ef konur þurfa sjúkrahúsvistar með vegna fæðingar, greiða samlögin legukostnað frá og með 10. legudegi. 4. Frá og með 1. janúar 1957 greiða sjúkrasamlögin samlags- mönnum sjúkradagpeninga. Frá sama tíma falla niður sjúkra- bótagreiðslur almannatrygginga. Isafirði, 8. janúar 1957. Sjúkrasamlag Isafjarðar. Prentstofan ÍSRÚN h.f.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.