Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 7

Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 7
ISFIRÐINGUR 7 ft Ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar .... Framhald af 8. síðu. ljóst hvílíkur þjóðhagslegur voði það hefur verið að aðalatvinnu- rekstur þjóðarinnar var stöðvaður, vikum og mánuðum saman í byrj- un vertíðar. Eitt aðaleinkennið á kákaðgerð- um Sjálfstæðismanna var jafnan það að ,,bráðabirgðaráðstafanir“ þeirra voru gerðar án samráðs við launþegasamtökin, en þau töldu yfirleitt aðgerðimar hverju sinni sér óhagstæðar, og því fór jafnan sem fór. Nú hafa önnur og eðlilegri vinnu- brögð verið við höfð. í ýtarlegri yfirlitsræðu Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra, þeg- ar hann fylgdi umræddu frum- varpi úr hlaði, sagði hann m .a. um þetta atriði: „Ríkisstjórnin hefur rætt þetta mál við stjórn Alþýðusambands lslands og fjölmenna nefnd full- trúa, er síðasta þing Alþýðusam- band lslands valdi til þess að ræða þessi mál við ríkisstjórnina. Stjórn Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hafa haft þetta mál til með- íerðar. Málið hefur verið rætt og um það samið við sjómenn á tog- ururn og sjómenn á bátum. — Það hefur verið rætt við stjóm Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, bátaútvegsmenn, togara- eigendur og frystihúsaeigendur. Allt hefur þetta verið gert til þess að reyna að samræma sjón- armiðin. Ríkisstjórnin telur, að þessar viðræður hafi borið þann árangur, að vel hafi tekizt og friðsamleg lausn þessa stóra vandamáls sé tryggð með sam- stöðu i ramleiðslustéttanna og lauuþega í framkvæmd. Það er því sannfæring ríkis- stjórnarinnar, að þeim tíma, sem varið hefur verið til þess að ræða lausn njálanna við framangreinda aðila, hafi verið mjög vel varið og að tryggt sé, að þrátt fyrir þessar nauðsynlegu tafir geti frumvarp þetta fengið samþykki næstu daga. Það er að segja, nægilega snemma til þess að framleiðslan geti haldið áfram með fullum rekstri og að ekki komi til þeirra stöðvana, sem stundum hafa orðið afleiðingar þeirra aðgerða í efnahagsmálum, sem gerðar hafa verið á undan- förnum árum. Með þessum nýju vinnubrögð- um telur ríkisstjórnin mikið unn- ið, því að það er stórt hagsmuna- mál fyrir þjóðina að framleiðslan þurfi ekki að stöðvast. Vanhugsuð tillaga Framhald af 3.' síðu. úrræða. Því er eðlilegt að menn nefni eitt og annað, sem slæmir annmarkar finnast á, þegar betur er athugað. Það er mjög vandséð, að það verði almennt til hagsbóta fyrir útsvarsgjaldendur, að veltuútsvar verði lagt á kaupfélagið. Með því yrði fjármagn byggðarlagsins skert og torvelduð sú uppbygging fjárhagsmálanna, sem þjóðinni er lífsnauðsyn. Eins og hér hefur verið bent á veldur það auknum skorti á rekstursfé fyrir nauðsyn- lega verzlun og aðra þjónustu. Slíkar aðgerðir eru allsfjarri því að vera leiðrétting fyrir félitla f jölskyldumenn, sem enga leið geta farið til að bæta lífskjör sín aðra en veg samvinnu og samhjálpar. Veltuútsvar á kaupfélög leggur stein í götu þeirra manna og tor- veldar þeim sóknina til betri lífs- kjara. Halldór Kristjánsson. —oOo— Áramótaspjall Framhald af 2. síðu. var hækkaður á 50 metra svæði og steypt ofan á hann. Á árinu var og unnið mikið að gatnagerð í bænum, auk ýmislegs annars, sem hér verður ekki týnt ta. Nýja togarafélagið. Loks er svo að nefna hið nýja togarafélag, sem stofnað var hér í bænum 24. nóv. s.l. Sjaldan eða aldrei hefir útgerðarfélag verið stofnað hér í bænum með jafn al- mennri þátttöku. Stofnfundurinn var líka ágætlega sóttur. Ríkti ein- ing og mikill áhugi á fundinum. Hlutafjársöfnunin gekk líka mjög greiðlega. Vænta nú bæj- arbúar þess, að nýr togari bætist bráðlega við fiskveiðiskip bæjar- ins, og eru þegar góðar horfur á því. Jafnframt er það svo fastur ásetningur forráðamanna hins nýja togarafélags, að fá annan togara til viðbótar, strax og þess er nokkur kostur. ——o- - - Sáttasemjari skipaður Hjörtur Hjálmarsson, hreppstj., Flateyri, hefur verið skipaður sáttasemjari fyrir Vestfirði. Vara- maður hans er Eiríkur J. Eiríks- son, skólastjóri, Núpi. ÍIIMBIIIIIBIIIIIBIIBIIIIIBIIIIIIIIBIIIIIBIIBIIIIIIIIBIIBIIIIIIIIIIIIIIBIIIII Kven-armband | silfurlitað með kínversku | 1 mynstri, tapaðist í október | | s.l. — Vinsamlegast skilist | | í Prenst.ofuna Isrún h.f. illlilllllllillllllllllllllllllillllllllilllllllllllllllltlllllllllllllllllll Tilkynning Nr. 2/1957. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið með skírskotun til 35. gr. laga um útflutningssjóð o. fl. að ítreka áður gefin fyrirmæli um verðmerkingar á vörum í smásölu, sbr. tilkynningu verð- gæzlustjóra nr. 18/1956. Mun framvegis gengið ríkt eftir því að þessum fyrirmælum sé fylgt. Reykjavík, 3. janúar 1957. Verðlagsstjórinn. Tilkynning Nr. 3/1957. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið, að innlendar fram- leiðsluvörur, sem ekki er auglýst sérstakt hámarksverð á, megi hækka í heildsölu um 2,83%, þar sem það á við vegna hækkun- ar opinberra gjalda við stofnun útflutningssjóðs. Smásöluverð sömu vara má þó ekki hækka frá því sem verið hefur. Hinsvegar nær tilkynning verðlagsstjóra nr. 1 frá 2. jan. 1957 um lækkun á smásöluverði vegna afnáms söluskatts ekki til þessara vara. Reykjavík, 4. janúar 1957. Veiðlagsstjórinn.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.