Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 5
ISFIRÐINGUR 5 Yfirlit um afiabrogð i Vestfirðiuga- fjórðungi i desember 1956 Patreksf jörður. Togaramir seldu báðir í Þýzkalandi, um 200 lestir hvor. Ekki voru önnur skip þar að fiskveiðum í mánuðinum. Tálknafjörður. Vélbátarnir Tálknfirðingur og Freyja héldu úti til 15. des. Var bæði sjaldgjöfult og rýr afli. Fóru einungis 3—4 sjóferðir og fengu 3000 til 4000 kg. í sjóferð. Bíldudalur. Aðeins rækjubátarn- ir þrír voru þar að staðaldri að veiðum og öfluðu jafnan vel. — Annar hinna nýkeyptu báta, Vörð- ur fór og í sjóferð síðast í mán- uðinum og fékk um 4000 kg. Flateyri. Togararnir voru að veiðum til 12. des., en þá fóru Fær- eyingarnir, sem á þeim voru til heimkynna sinna í bili. — Afli þeirra frá 1. des. var: Guðmundur Júní 105 lestir, Gyllir 94 lestir. Suðureyri. Fimm bátar stunduðu veiðar. Afli yfirleitt góður, en sjaldgjöfult. Bátar fengu mest 10 lestir í sjóferð. — Aflahæsti báturinn er vb. Freyja II. með 86 lestir í 12 sjóferðum. Bolungavík. Afli stærri bátanna í mánuðinum varð þessi: Einar Hálfdáns 90 lestir, Flosi 89 lestir í 16 sjóferðum hvor. Hugrún með 89 lestir, Víkinkur 81 lest í 15 sjó- ferðum hvor. — Smærri bátarnir, er sóttu í Djúpið, fengu :Álftin og Húni 33 lestir, Kristján 24 lestir, í 15 sjóferðum. Desemberaflinn má teljast í bezta lagi þarna. Hnífsdalur. V.b. Mímir var einn að veiðum, fékk 69 lestir í 12 sjó- fgerðum Isaf jörður. Togararnir voru báð- ir á veiðum og öfluðu vel seinni part mánaðarins. Sólborg fékk 405 lestir í 3 veiðiferðum, ísborg 221 lest í tveimur veiðiferðum. — Vél- bátaaflinn var í bezta lagi. Afla- Éfl sjálfur KafaS hef ég kalda dröfn, kaiuiske mörgum verri. BráSum lífsins heim í höfn, lield ég lestum knerri. Fgsli mig ei fella lár, þó fengi á milli slettur, sjötíu rúm ég séð hef ár, saml er andiiui léttur. Ei skal gráta eSa slá undan, bát þó fylli. Helzli er mátinn hverju á, liafa gát, meS snilli. Þó sævar meyjar dansi dátt, dugir ekki aS sýta. SærSu fleyji í sólar átt, sjálfsagt greyin flýta. Helgi frá Súðavík. hæst er v.b. Guðbjörg með 112 lestir í 16 sjóferðum. Guðbjörg er langaflahæst vestfirzkra báta í haust. — V.b. Gunnvör fékk 97 lestir í 16 sjóferðum. V.b. Már (áð- ur Páll Pálsson frá Hnífsdal) eign hlutafélagsins Hlér á Isafirði, hóf veiðar um miðjan des. og fékk 50 lestir í 9 sjóferðum. — V.b. Ás- björn byrjaði veiðar 22. des., fór 3 sjóferðir og aflaði 18 lestir. Enn- fremur var v.b. Víkingur að veið- um, fór aðeins á grunnmið og fékk 30^2 lest í 16 sjóferðum. — Rækjuveiðabátarnir voru að veið- um fram undir jól og öfluðu jafn- an vel. Súðavík. V.b. Trausti (nýr 40 lesta bátur) hóf veiðar 7. des., fór 11 sjóferðir og aflaði 54 lestir. — Fiskurinn var veginn óslægður, en hvarvetna annarsstaðar er um slægðan fisk að ræða, og ber að hafa það í huga. Djúpavík. V.b. Örn hætti veiðum um miðjan des. Fór aðeins 3 sjó- ferðir, aflaði um 3000 kg. í sjó- ferð. Steingrhnsfjörður. Mjög rýr afli og sjaldgjöfult. V.b. Barði fór 7 sjóferðir og fékk 22 lestir. V.b. Guðmundur frá Hólmavík fór 5 sjóf. og fékk um 18 lestir. Hinir tveir Hólmavíkurbátar minna. Frá Norrænafélaoinu á IsafirOi Aðalfundur ísafjarðardeildar Norrænafélagsins var haldinn hér í bænum 16. f. m. Áður en gengið var til dagskrár minntist fráfarandi formaður deildarinnar, Kristján Jónsson,' frá Garðsstöðum, látinna félaga, þeirra Guðmundar Jónssonar frá Mosdal, Önnu Bjömsdóttur, kennslukonu, Sigurðar Guðmunds- sonar, bakarameistara, og Sigurð- ar Dahlmanns, umdæmisstjóra. Vottuðu fundarmenn hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum. Guðmundur frá Mosdal var lengi gjaldkeri deildarinnar og vann mikið starf í hennar þágu. Kristján frá Garðsstöðum flutti skýrslu stjórnarinnar og las upp reikninga. Þá var gengið til stjórnarkjörs, en Kristján frá Garðsstöðum baðst eindregið undan kjöri sem formað- ur. Form. var kjörin mag. Hólmfríð- ur Jónsdóttir, og meðstjómendur Þorbjörg Bjarnadóttir, skólastjóri, Björn H. Jónsson, skólastj., Birg- ir Finnsson, bæjarfulltrúi, og Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Happdræíti Háskóla íslands Verð happdrættismiða hefur verið tvöfaldað og vinningar hækkað að sama skapi. Á þessu ári eru 10.000 vinningar, samtals 13.440.000 krónur. Hæztu vinningar y2 miljón krónur. Enginn vinningur lægri en 1000 krónur. Umboðið hefur nú fengið viðbót af heilmiðum. Einnig eru til sölu hálfmiðar og fjórðungsmiðar. Viðskiptamenn hafa forkaupsrétt að miðum sínum til 14. janúar. Dregið í 1. flokki 21. janúar. Hæzti vinningur í 1. flokki 5Ó0.000 krónur. Umboð Happdrættis Háskóla Islands A\WTf*TWTrjrfgJ JÓKAS AR TÓMA8 8 0NAR< TEIKNUN ÍSFIRÐINGAR — VESTFIRÐIN G AR TEllíNA HÚS OG INNIiÉ T TIN GAH JENS SUMAKLIÐASON ASalstræti 22' - IsafirSi. ÞAKKARÁVARP Hjartans þakklæti færi ég hér með félögum minum í Vöru- bílstjórafélagi ísafjarðar, fyrir rausnarlega peningagjöf, er þeir færðu mér í veikindum mínum nú fyrir jólin. Bið ég Guð að gefa ykkur aftur af gnægð sinni og launa þegar þið þurfið mest með. Svo óska ég ykkur góðs og farsæls nýárs með þökk fyrir sam- veruna á liðnu ári. Megi gæfa fylgja ykkur í starfi. Sjúkrahúsi ísafjarðar, 20 desember 1956. Guðmundur Gúðmundsson. Tiikpning Nr. 1/1957. Athygli smásöluverzlana er hér með vakin á því, að sam- kvæmt lögum um útflutningssjóð o. fl. frá 22. desember s.l. fell- ur 2% söluskattur niður í smásölu frá þessum áramótum og er (Jgert ráð fyrir, að vöruverð lækki, sem því svarar, frá sama tíma. Reykjavík, 2. janúar 1957. V erðlagsstj órinn.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.