Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 3
ISFIRÐIN GUR 3 ■r 4 Vanhogsuö tillaga Nokkrir verzlunaretaðir vestan lands og norðan, höfðu fulltrúa- fund á Isafirði í haust. Þar voru gerðar ýmsar athyglisverðar álykt- anir, sem birtar hafa verið og sagt frá í blöðum. En svo virðist mér að slæðst hafi með ein til- laga, sem hefur verið miður at- huguð en skyldi. Sú tillaga var þess efnis að leggja skuli veltuút- svar á kaupfélög eins og fyrirtæki einstaklinga og hlutafélaga. Þarna voru á ráðstefnu menn, sem vildu finna leiðir til að rétta hlut þeirra staða, sem orðið hafa heldur afskiptir um fjármagn í samanburði við höfuðstaðinn. Það er því fjarri lagi, að það hafi ver- ið meining þessara manna, að t. d. verzlun Djúpmanna væri skattlögð fyrir ísafjarðarbæ með veltuút- svari á kaupfélag þeirra. Slíkt væri svo mikill ójöfnuður, að naumast tekur því að fjölyrða um það. Það hljóta allir að sjá þegar þeir hugsa um málið. En hitt skulum við athuga, hvernig veltuútsvar á kaupfélag kæmi við, ef það væri álagt, en vitanlega ætti þá að skipta því milli allra sveitarfélaga á verzlun- arsvæðinu. Veltuútsvar minnkar tekjuaf- gang eða gróða þess fyrirtækis, sem það er lagt á. Kaupfélög verja tekjuafgangi sínum á tvo vegu að- eins. Annað hvort er honum skilað aftur til félagsmanna í hlutfalli við skipti liðins árs, eða hann rennur til sameignarsjóða félags- ins. Veltuútsvar, sem tekið er af endurgreiðslu til viðskiptamanna, þýðir dýrari verzlun, óhagstæðara viðskiptaárferði fyrir alla. Slíkt útsvar leggst á menn eftir við- skiptamagni, verður nefskattur, sem a. m. k. að verulegu leyti er greiddur eftir fjölskyldustærð. Það er naumast hægt að finna þann grundvöll fyrir útsvars- álagningu, sem verr og ómakleg- ar kæmi við alla alþýðu en að leggja fjölskyldustærð til grund- vallar. En það væri raunverulega gert ef lagt væri veltuútsvar á kaupfélög, svo að hvert mjölpund yrði að hækka í verði þess vegna. Mörg kaupfélög hafa síðustu ár- in veitt félagsmönnum sínum svo sem 5 króna afslátt af hverjum mjölpoka, þegar upp er gert eftir áramótin. Vitanlega gætu þau minna gert að því, ef lagt væri á þau veltuútsvar. En nú kynnu einhverjir að segja, að lítill skaði væri skeður, þó að kaupfélögin yku ekki við sjóði sína eins og þau hafa gert. Þar til má svara þessu: Það er mikið alvörumál í þjóðar- búskap Islendinga hve fjármagn safnast lítið og óvíða. Sérstaklega er þetta vandræðamál út um land. Víða má segja, að eina fjármagn, sem tryggt er hjá héruðunum sé það, sem safnast hefur í kaupfé- lögum og sparisjóðum. Það væri vaíasamur greiði við þjóðina í heild, ef tekið væri af varasjóðum sparisjóða og sam- eignarsjóðum kaupfélaganna í daglegan rekstur sveitarfélag- anna. Hvað nota kaupfélögin sameign- arsjóði sína? 1 fyrsta lagi standa þeir í rekstri félaganna. Kaupfélag, sem þarf að vera forsjón héraðs síns, verður að hafa margvíslegar vörubirgðir. Þar verður að hafa inniskó á smá- börnin, gönguskó á smalann og stígvél á sjómenn og hverskonar afbrigði önnur af skófatnaði. Eins er um aðra vöruflokka. Það kostar mikið fé að liggja með slíkar vöru- birgðir. Hinsvegar vita allir að lánsfjárkreppa er í landinu. Það getur orðið dýrt fyrir viðskipta- mennina ef ekki er til á þeirra verzlunarstað, það sem þeim er nauðsyn að fá. Þess vegna er það eitt af mestu öryggismálum sér- hvers byggðarlags, að þar sé fé- sterkt kaupfélag, sem getur legið með nauðsynlegar vörubyrgðir. Það er óhætt að segja það eins og það er, að þau eru mörg kaup- félögin, sem ekki hafa efni á að liggja með vörur eins og nauðsyn- legt er. Úr því má bæta með vexti sameignarsjóðanna, ef verðbólga og dýrtíð er ekki látin sjúga þá upp jafnóðum. En hafi kaupfélögin fjármagn umfram brýnustu þörf verzlunar- innar, þá hefur það margsýnt sig, að það fé er notað til að greiða úr þörf almennings í héraðinu. Sam- eignarsjóðir kaupfélaganna verða aldrei fluttir úr héraði, svo að ein- hverjir útflytjendur þaðan geti átt áhyggjulausa elli í Reykjavík eða komið fótum undir gróðafyrirtæki þar. Hinsvegar hafa þeir oft átt hlut að því, að leysa þörf atvinnu- lífsins og liðsinna menningarmál- um. Þetta er ósköp eðlilegt, því að sameignarsjóðir kaupfélaganna eru eðli sínu samkvæmt og í sam- ræmi við Iandslög opinbert fé, sem alla tíð hlýtur að standa und- ir umráðarétti almennings í hér- aðinu. Þetta fé er notað til að tryggja almenningi betri þjónustu og sanngjörn kjör á því fleiri svið- um, sem það vex meira. Opinber rekstur er orðinn fjöl- þættur og umfangsmikill. Sveitar- sjóðirnir þurfa tekjustofna. Um opinbera tekjustofna mætti margt segja og brýn nauðsyn að leita þar Framhald á 7. síðu. Afmælisnýj ung Samvinnutrygginga: HEIMILISTRYGGING Samvinnutryggingar munu í tilefni tíu ára afmælis síns hefja nýja tegund trygginga, sem kölluð er heimilistrygging, og er við það sniðin að veita heim- ilum sem víðtækast og fullkomnast öryggi. Heim- ilistrygging mun ná til bruna, sprengingar, tjóns af eldingu, tjóns af hrapi flugvélar eða flugvélar- hluta, vatnsleiðsluskaða, innbrota og annars þjófn- aðar, snjóflóða, stuldar barnavagns eða reiðhjóls, tjóns á farangri, þjófnaðar af mönnum í hótelher- bergjum eða þjófnaðar yfirhafna á veitingastað, og loks verður innifalin ábyrgðartrygging (t.d. ef börn valda tjóni) og væntanlega slysatrygging húsmóð- ur. Þessi nýja trygging verður nánar auglýst innan skamms, þegar hún hefst, og ættu allir heimilisfeð- ur þá að kynna sér rækilega skilmála hennar og það öryggi, sem henni er samfara. SAMVINNUTBYGGINGAB Umboösmenn um land allt.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.