Ísfirðingur


Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 09.01.1957, Blaðsíða 8
Hvað er í fréttum? Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar i efnahags' og framleiðslumálum Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Auður Hagalín og Snorri Hermannsson, ísafirði. Guðrún Halldórsdóttir, Tanga- götu 4, ísafirði, og Jóhann Þórð- arson, frá Laugalandi, opinberuðu trúlofun sína 30. des. s.l. Ungfrú Ása Ketilsdóttir og Árni Höskuldsson, gullsmiður, fsafirði, opinberuðu trúlofun sína nýlega. Hjúskapur. Sóknarpresturinn, séra Sigurður Kristjánsson, hefur gefið eftir tal- in brúðhjón saman í hjónaband: Þann 24. desember s.l. ungfrú Helgu G. Sigurðardóttur frá Naut- eyri og Geir Guðbrandsson, Grund. Heimili þeirra verður á ísafirði. Þann 28. des. s.l. ungfrú Guð- rúnu D. Hermannsdóttur, ísafirði, og Þórir Þórisson, Reykjavík. Heimili þeirra verður í Kópavogi. Þann 29. des. s.l. ungfrú Val- gerði Jakobsdóttur frá Reykjar- firði í Norður-Isafjarðarsýslu og Hauk S. Daníelsson, fsafirði. Heim- ili þeirra verður á fsafirði. Þann 29. des. s.l. ungfrú Odd- fríði Jónasdóttur og Valdimar S. Jóhannsson, formann, ísafirði. Heimili þeirra verður á fsafirði. Þann 31. des. s.l. ungfrú Lilju Sigurðardóttur frá Akranesi og Jón Aðalbjörn Bjamason, ljós- myndasmið, fsafirði. Heimili þeirra verður á Isafirði. Þann 4. þ. m. ungfrú Hrefnu Ingimarsdóttur, Finnbjörnssonar, Hnífsdal og Inga Þór Stefánsson, verzlunarmann, Reykjavík. Heim- ili þeirra verður í Reykjavík. Sigrún óskarsdóttir og Halldór Gunnlaugsson, Halldórssonar, full- trúa hér í bænum, voru gefin sam- an í hjónaband í Reykjavík 16. desember s.l. Kristjana Guðmundsdóttir, hjúkrunarkona, Bjömssonar, kaup- manns, og Guðmundur Tryggva- son, læknir, Reykjavík, vom gef- in saman í hjónaband nýlega. Afmæli. Bjarni Sigurðsson, póstfulltrúi, Aðalstræti 26 hér í bænum, varð fimmtugur 18. des. s.l. Bjarni er prýðilega vel gefinn og ágætur starfsmaður. Hann er kvæntur Herdísi Jónsdóttur, og eiga þau einn son, örn, læknanema. Gunnlaugur Halldórsson, fulltrúi Mjógötu 7 hér í bænum, átti fimm- tugsafmæli 28. nóv. s.l. Hann var starfsmaður sýsluskrifstofunnar á ísafirði um 24. ára skeið, en er nú fulltrúi bæjarfógetans á skrifstofu almannatrygginganna. Gunnlaugur er vinsæll maður og ágætur starfs- maður. Hann er kvæntur Guðrúnu Finnbogadóttur og eiga þau 5 mannvænleg börn. Með fyrri konu sinni, átti Gunnlaugur einn son, Halldór, sem nú er 26 ára. Eins og öllum er þegar kunnugt, var á Alþingi fyrir jólin samþykkt frumvarp ríkisstjómarinnar varð- andi ráðstafanir í efnahags- og framleiðslumálum. Efni þessa fmmvarps hefur verið rakið og rætt í blöðum höfuðstaðarins að undanförnu. Hér í blaðinu er ekki, að þessu sinni rúm til að ræða þessa lagasetningu svo sem vert væri, en þess skal þó getið, að bátagjaldeyriskerfið er nú fellt niður, en í þess stað koma ákvæði um útflutningsbætur á sjávaraf- urðir. Fiskverð til togaranna er hækkað og dagpeningum er haldið. Vinnsluuppbætur á smáfisk hækka verulega, og heimilt er að greiða niður verð á olíu til báta og tog- ara. Uppbætur á útfluttar landbún- aðarafurðir verða auknar. Sölu- skattur í smásölu verður felldur niður. Þá eru og ákvæði til tekju- Helgi Helgason, verkamaður að Stakkanesi, varð 55 ára 14. f. m. Helgi er kvæntur Lilju Þórðar- dóttur og eiga þau 2 börn. Fyrri kona Helga var Sigrún Sigurjóns- dóttir, en hún andaðist eftir rúml. fjögurra ára sambúð. Þau áttu 4 böm, sem öll em á lífi. Halldór M. Iialldórsson, verkstj., Tangagötu 4, fsafirði, varð sex- tugur 30. des. s.l. Hann er fæddur að Góustöðum í Eyrarhreppi, en fluttist ungur til ísafjarðar og hef- ur jafnan átt þar heima síðan. Halldór er þekktur atorku- og dugnaðarmaður. Hann hefur í nær- fellt 2 áratugi verið verkstjóri og afgreitt vömr úr pakkhúsum fyrir skipaafgreiðslur Eimskip, Ríkis- skip og Djúpbátinn hér í bænum. Hafa honum farist þau störf, sem og önnur, ákaflega vel og sam- vizkusamlega af hendi. Halldór er kvæntur Ingibjörgu Björnsdóttur, og eiga þau 4 börn, öll hin mannvænlegustu. lugimar Fiimbjömsson, útgerð- armaður og verkstjóri í Hnífsdal, átti sextugsafmæli 4. þ. m. Hann er framtakssamur dugnaðarmaður. Ingimar er kvæntur Sigríði Guð- mundsdóttur og eiga þau 5 mann- vænleg börn á lífi. Maríus Helgason, umdæmisstjóri pósts og síma á Vestfjörðum, átti fimmtugsafmæli 22. des. s.l. Séra Sigurður Kristjánsson, Pól- götu 10, ísafirði, varð fimmtugur í gær. Hann er kvæntur Margréti Hagalínsdóttur og eiga þau 2 böm. öflunar til að standa straum af þessum nauðsynlegu útgjöldum. Svo sem við var að búast, hafa þessar ráðstafanir sætt ósann- gjarnri gagnrýni Morgunblaðs- klíkunnar, sem nú eins og jafnan áður hefur allt á hornum sér, og hefur aldrei séð, eða viljað sjá nein gagnleg úrræði, sem framleiðsl- unni gætu að gagni komið. Síðan frumvarpið varð að lög- um hefur ófrægingarstríði Morg- unblaðsins stöðugt verið haldið uppi, enda þótt gagnsemi laga- setningarinnar sé þegar að nokkm orðin augljós. Fyrsti árangur þessara ráðstaf- ana er sá, að ekki kemur nú til stöðvunar fiskveiðiflotans í ver- tíðarbyrjun, en það var fastur lið- ur á dagskrá íhaldsins meðan það hafði stjórnarforustuna. Er öllum Framhald á 7. síðu. Dánardægur. Sigríður Jóhannesdóttir lézt í október s.l. Hún var rúmlega ní- ræð fædd 8. október 1864. Sigríð- ur var ekkja Guðmundar Gests- sonar og bjuggu þau lengi í Fremri-Arnardal. ■— Meðal bama þeirra voru Jóhannes, verkamaður hér í bænum og Matthías, bóndi í Arnardal, d. 1952. Steinvör I. Gísladóttir, lézt 14. des. s.l. — Hún var fædd 18. ág. 1867, ættuð úr Húnavatnssýslu. Dvaldi hún síðari árin hjá þeim hjónum Steinvöru Gísladóttur, sonardóttur sinni, og Skarphéðni Njálssyni, bónda á Kirkjubóli. Guðbjörg ólaí'sdóttir, lézt 24. desember s.l. Hún var fædd að Galtará í Gufudalssveit 11. sept. 1867, dóttir Ólafs Þorsteinssonar, en Ólafur var bróðir hinna mörgu bræðra séra Þorsteins í Gufudal, er flestir nefndu Sig. Thorsteins- son, og er síðan ættarnafn margra afkomenda þeirra. — Dætur Guð- bjargar vom Líneik Árnadóttir, kona Hafliða bónda í Ögri, og Sig- ríður Magnúsdóttir, er lézt hér í bæ í haust. Bæjarstjórnarfundur. Fyrsti fundur bæjarstjómar ísa- fjarðarkaupstaðar á þessu ári verður í kvöld. Þar verður m. a. kosið í nefndir skv. samþykktum um stjórn bæjarmálefna. Góð gjöf. Vinabær fsafjarðar, Roskilde, sendi ísafjarðarbæ nú fyrir jólin Togarinn Goðanes strandar við Færeyjar. Einn maðnr fðrst Miðvikudaginn 2. þ. m. kl. 20,45 strandaði togarinn Goðanes frá Norðfirði á skeri í mynni Skála- f jarðar við Færeyjar. Stormur var og dimmviðri og töluverður sjór. Skipstjórinn, Pétur Hafsteinn Sig- urðsson, frá Neskaupstað, 24 ára gamall, fórst með skipinu, en öðr- um af áhöfninni, 23 mönnum, var bjargað í færeysk skip. Togarinn Goðanes var eign Bæj- arútgerðar Neskaupstaðar, og kom í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar 26. desember 1947. ----o--- Skákmðtið i Hastings Úrslit eru nú kunn í efsta flokki í skákmótinu í Hastings. Efstir og jafnir urðu þeir Larsen og Gligoric með 6 y2 vinning hvor, og næstir þeir Friðrik Ólafsson og O’Kelly með 6 vinninga hvor. fagurt jólatré að gjöf. Elías J. Pálsson, ræðismaður, afhenti jóla- tréð og flutti kveðjur. Jólatrénu var komið fyrir á Austurvelli. Gamlárskvöld. Gamlárskvöld var óvenjulega rólegt hér í bænum að þessu sinni, eftir því sem lögreglan tjáði blað- inu. Ölvun var með minna móti og enginn var settur í fangahúsið, en hinsvegar varð að aka nokkrum ölvuðum mönnum heim til sín. Þrjár brennur voru í hlíðinni ofan við bæinn, og mun lögreglan hafa haft eftirlit með undirbúningi þeirra. Er það rétt ráðstöfun. Miklu var skotið af flugeldum í bænum, en sprengingar svonefndra „knallara" voru með allra minnsta móti, og er það vel farið. Spreng- ingar á götum bæjarins eru öllum til ama og leiðinda, enda hættu- legar. Hin myndarlega ljóíaskreyt- ing, sem komið var upp í bænum fyrir hátíðamar, flugeldarnir og brennurnar, settu hátíðlegan svip á bæinn á Gamlárskvöld. Karlakórsfélagar. Munið æfinguna á fimmtudags- kvöld kl. 9 í Gagnfræðaskólanum. Þjófnaður. Aðfaranótt þriðjudagsins 8. þ. m. var stolið koparskrúfu af bát, en hún var geymd við vélaverkstæði Jóns Valdimarssonar á bátahafnar,- uppfyllingunni. Skrúfan vegur um 200 kg. Málið er í rannsókn.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.