Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.05.1957, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 17.05.1957, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR Flugfélag Islands hefur keypt tvær nýjar flugvélar af Viscount-gerð. Nýlega hefur Flugfélag Islands keypt 2 nýjar millilandaflugvélar af ofannefndri gerð og hafið rekst- ur þeirra. Er hér um að ræða hið myndarlegasta framtak af hálfu félagsins til aukinnar og fullkomn- ari þjónustu. Voru flugvélum þess- um valin nöfnin „Gullfaxi“ og „Hrímfaxi". Flugvélar af þessari gerð eru viðurkenndar sem ein- hverj.ir traustustu, hraðfleygustu og þægilegustu flugvélar sem not- aðar eru til farþegaflutninga. Hin- ar nýju flugvélar Flugfélags ís- lands hafa sæti fyrir 48 farþega. Þær eru knúðar 4 Rolls-Royce- hreyflum og hefur hver þeirra 1780 hestöfl. Meðalhraðinn er um 523 km. á klst. Flugtími milli Reykjavíkur og Glasgow er um 3 klst., frá Reykjavík til London um 4 klst. og frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar um 4,5 klst. Flug- vélamar vega fullhlaðnar um 28,5 smál. Þessar nýju flugvélar þurfa ekki lengri flugbrautir en Sky- mastervélarnar og geta því lent á flugvöllunum á Akureyri, Egils- stöðum og Sauðárkróki. Kaupverð flugvélanna ásamt varahlutum var um 45 millj. ís- lenzkra króna. Hvað er í fréttum? Framhald af 8. síðu. AFMÆLI. GuÖmundur Helgi Guðinundsson, símavörður, varð sextugur 27. apríl s.l. Þórunn ólafsdóttir, Mjógötu 5, átti sjötugsafmæli 27. apríl s.l. Guðmundur Þorvaldsson, verk- stjóri, varð sextugur 28. apríl s.l. Guðrún Jónsdóttir, Vegamótum, átti sextugsafmæli 1. þ. m. DANARFREGNIR. ólafur ólafsson sjómaður hér í bænúm, lézt í Sjúkrahúsinu hér 3. marz s.l. hátt á sjötugsaldri, fædd- ur 18. ágúst 1888. — Hann hafði * stundað sjómennsku frá Unglings- árum bæði á vélbátum og togur- um, og mörg síðustu árin sem bræðslumaður, fyrst á bv. Skutli, og nú síðari árin á Isborgu. ólafur var vinnusamur maður, trúr í starfi og góður félagi. Kvæntur var hann Sigríði óladóttur, er lif- ir hann ásamt 4 börnum þeirra. Skúli Skúlason, úrsmiður, lézt snögglega í Reykjavík 19. apríl og S AM VINNU SKÖLINN Framhald af 1. síðu. son frá Jörva í Dalasýslu 9,16. Tveir nemendur, Guðríður Bene- diktsdóttir, frá Bolungavík og Grétar Björnsson frá Hvolsvelli, fluttu ávörp við skólaslitin, en auk þess tóku til máls Erlendur Ein- arsson, forstjóri SIS, Þorkell Jó- hannesson, rektor Háskólans, Snorri Þorsteinsson, kennari við Samvinnuskólann, Þorsteinn Jóns- son, kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði og Skúli Guðmundsson, alþingis- maður. var jarðsunginn frá ísafjarðar- kirkju 4. maí. Hann var fæddur 10. júlí 1888, sonur Skúla Eiríks- sonar, úrsmiðs frá Brúnum, og Ragnhildar Sigurðardóttur. Þau hjón fluttu hingað til bæjar- ins um eða fyrir 1890. Var Skúli Eiríksson mesti ráðdeildarmaður og stundaði iðn sína af árvekni. Hann lézt 1907, rúmlega fimmtug- ur. Hafði hann þá fyrir stuttu stofnað verzlun, samhliða úrsmíða- stofu, er nefnd var Bræðraborg. Héldu synir hans, Vilhjálmur og Skúli áfram verzluninni, uns Vil- hjálmur lézt 6. nóv. 1942. Seldi Skúli skömmu síðar hús sitt og verzlun og dvaldi lengstum í Reykjavík, vanheill oftast og lítt vinnufær. — Hann lætur eftir sig son, Guðmund, trésmið hér í bæ. Frú Sigríður Benediktsdóttir, kona Svein Gunnlaugssonar skóla- stjóra á Flateyri, lézt að heimili þeirra hjóna 6. marz s.I. Hún var fædd 12. ágúst 1888, dóttir Bene- dikts Sigfússonar söðlasmiðs og Kristínar Þórðardóttur. Benedikt var bróðir Björns á Kornsá, Magn- úsar Th. Blöndahl og fleiri merkra systkina. — Sigríður giftist Sveini 30. september 1910. Þau hjón voru búsett á Patreksfirði árin 1910 til 1914, er Sveinn var kennari þar. Síðan var Sveinn skólastjóri í Flat- ey‘til 1930, er hann tók við for- stöðu bamaskólans á Flateyri. Börn þeirra hjóna eru: Ragna, kona Hjartar Hjálmarssonar kenn- ara og hreppstjóra, Gunnlaugur kennari og Baldur nú verzlunar- stjóri, öll búsett á Flateyri. Uppeldissonur þeirra og systur- sonur Sigríðar er Eggert læknir Jóhannsson nú í Svíþjóð, sem kom til þeirra á barnsaldri og þau studdu til náms. Frú Sigríður var atgerfiskona Yfirlit um aflabrogð i Vestflrðinga- íjórðungl i Aflinn í aprílmánuði má teljast góður yfirleitt, og hjá hæztu bát- unum er um mjög góðan afla að ræða, eftir því sem gerist hér um slóðir. Nær allur aflafengurinn er steinbítur, að Steingrímsfirði und- anskildum. Hefir steinbítsaflinn enst lengur en oftast áður, og að- allega hefir hann veiðst á svæð- inu frá Kópanesi að Blakknesi. Þar sem ekki er annars getið, er aflinn veginn slægður með haus. Patreksfjörður. Góðfiski. V.b. Andri fékk 170 lestir í 18 sjóferð- um, Sæborg er með 135 lestir í 18 sjó.ferðum, Sigurfari (25 lesta) aflaði 125 lestir í 17 sjóferðum. Afli þessara báta er veginn óslægð- ur. — Togarinn Ólafur Jóhannes- son aflaði illa, fékk 312 lestir í tveimur veiðiferðum. Tálknafjörður. Bátarnir þar höfðu lakari skilyrði til afla vegna bruna frystihússins og að þeir gátu ekki lagt upp í heimahöfn. Hafa þeir síðan landað á Patreks- firði og á Þingeyri. V.b. Tálkn- firðingur fékk 115 lestir en Freyja 90 lestir í 20 sjóferðum hvor. Afl- inn veginn óslægður. Bíldudalur. Bátamir þar öfluðu í bezta lagi. V.b. Geysir fékk 131 lest í 17 sjóferðum, vb. Sigurður Stefánsson 129 lestir í 18 sjóferð- um. Afli rækjubátanna varð þessi: Hinrik 5730 kg„ Jörundur 5535 kg. Kári 5250 kg. Þingeyri. V.b. Þorbjöm fékk 109 lestir í 18 sjó.ferðum. V.b. Gullfaxi hætti veiðum um miðjan mánuðinn, fékk 50 lestir í 9 sjó- ferðum. Tveir 8 og 9 lesta þilfars- bátar tóku upp veiðar með net og færi um 20. apríl. Fékk annar þeirra 14 lestir í 8 sjóferðum, hinn 13 lestir í 7 sjóferðum. Afli bát- anna þarna veginn óslægður. Flateyri. Togaraaflinn mjög góð- ur í mánuðinum. Guðmundur Júní fékk 512 lestir í 3 veiðiferðum, Gyllir fékk 382 lestir einnig í 3 veiðiferðum. Hans var von fyrstu daga maí með góðan afla. Afli er hér, sem annars staðar nær ein- göngu steinbítur. Suðureyri. Talið er að alls hafi aflast þama í apríl um 400 lestir. Góðfiski á tvo stærstu bátana. Afli bátanna varð þessi: Freyja og vel gefin. Hún var sönghneigð og vel að sér í þeim efnum. Hafði hún á hendi söngstjórn í kirkjum og stjórnaði einatt söngkórum á samkomum á Flateyri. Hún var líka hin myndarlegasta húsmóðir, vinsæl og vel metin af þeim er kynni höfðu af henni, og í hvívetna hin merkasta kona. apríl 1957 114 lestir í 20 sjóferðum, Friðbert Guðmundsson 99 lestir í 19 sjó- ferðum, Hallvarður (var forfall- aður um skeið vegna vélbilunar) fékk 63 lestir í 14 sjóferðum, And- vari (15 lesta) fékk 60 lestir í 18 sjóferðum. Bolungavík. Góðfiski á stærri bátana. V.b. Einar Hálfdáns fékk rúmar 122 lestir í 21 sjóferð, v.b. Flosi fékk 104Vá lest í 21 sjóferð, v.b. Hugrún fékk 76 lestir í 18 sjóferðum, v.b. Víkingur hélt að- eins úti til páska og aflaði 47 lest- ir í 12 sjóferðum. Fjórir smærri þilfarsbátar, frá 5 til 15 lesta, vom einnig að veið,- um og fékk hinn aflahæsti þeirra, Húni, 33 lestir í 16 sjóferðum. Einn 15 lesta bátur stundaði rækjuveiðar og aflaði oftast vel. ’(1 7 tbl. Ægis var sagt að v.b. Einar Hálfdáns hefði farið 14 sjó- ferðir í marz, en átti að vera 19 sjóferðir).. Hnífsdalur. V.b. Mímir fékk 87 lestir í 17 sjóferðum, v.b. Páll Pálsson aflaði 86 lestir í 18 sjó- ferðum. Isafjörður. Bátaaflinn má telj- ast góður í mánuðinum. Mestan afla hefir v.b. Guðbjörg að vanda, 130 lestir í 20 sjóferðum, Gunnvör er með 116 lestir í 20 sjóferðum, Ásbjöm með 101 lest, Már 84 lest- ir í 19 sjóferðum, Auðbjörn hætti veiðum um miðjan apríl. Hann fékk um 36 lestir í 9 sjóferðum. Víkingur (13 lesta) aflaði 36 lest- ir í 18 sjóferðum. V.b. Ver (20 lesta) stundaði loðnuveiðar í mán- uðinum, oftast kring um Snæfells- nes og seldi í veiðistöðvar hér, stundum. Hann fékk um 150 tunn- ur. Togaraaflinn var rýr. B.v. Sól- borg lagði hér á land 199 lestir af söltuðum fiski og 96 lestir til flök- unar. ísborg landaði 85 lestum af söltuðum fiski og 62 lestum af ís- uðum fiski, og auk þess lagði ís- borgin upp í Hafnarfirði 35 lestir af ísuðum fiski. Rækjubátarnir hættu veiðum 17. apríl, öfluðu oftast vel, er þeir voru að veiðum. Súðavík. V.b. Trausti aflaði 89 lestir af óslægðum fiski í 19 sjó- ferðum. Steingrímsfjörður. Mjög rýr afli, einkum á Hólmavíkurbáta. Mestan afla hafði v.b. Barði frá Drangsnesi 55 lestir í 18 sjóferð- um, Völusteinn, einnig frá Drangs- nesi með 48 lestir í 18 sjóferðum, Hilmir frá Hólmavík með 37 lest- ir í 16 sjóferðum, Guðmundur frá Hólmavík með einungis 30 lestir í 16 sjóferðum. Þriðji Hólmavíkur- báturinn, Brynjar, hætti veiðum fyrstu daga aprílmánaðar. j

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.